Mit­on bæt­ir við sig í TM

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – kij

Sjóð­ur í stýr­ingu breska eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Mit­on Group keypti ný­ver­ið ríf­lega hálfs pró­sents hlut í TM og fer eft­ir kaup­in með 5,1 pró­sents hlut í trygg­inga­fé­lag­inu.

Sjóð­ur­inn, CF Mit­on UK Multi Cap Income, festi kaup á 3,68 millj­ón­um hluta í TM en mið­að við nú­ver­andi gengi hluta­bréfa í fé­lag­inu má ætla að kaup­verð­ið hafi num­ið um 95 millj­ón­um króna.

Sjóð­ur­inn á nú hluta­bréf í trygg­inga­fé­lag­inu að virði um 905 millj­ón­ir króna og er átt­undi stærsti hlut­hafi fé­lags­ins.

Fjár­fest­inga­sjóð­ir í stýr­ingu Mit­on Group hafa lát­ið til sín taka á ís­lensk­um hluta­bréfa­mark­aði und­an­far­in miss­eri og eru í hópi stærstu hlut­hafa í mörg­um skráð­um fé­lög­um, þar á með­al skráðu trygg­inga­fé­lög­un­um þrem­ur. Þannig fer áð­ur­nefnd­ur sjóð­ur með 4,7 pró­senta hlut í Sjóvá og 6,2 pró­senta hlut í VÍS.

Sjóð­ur í stýr­ingu breska vog­un­ar­sjóðs­ins Lans­dow­ne Partners er fimmti stærsti hlut­hafi TM með lið­lega 7,4 pró­senta hlut og þá eru tveir sjóð­ir á veg­um banda­ríska eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eat­on Vance Mana­gement á lista yf­ir tutt­ugu stærstu hlut­hafa trygg­inga­fé­lags­ins með sam­an­lagt þriggja pró­senta hlut.

Líf­eyr­is­sjóð­ur versl­un­ar­manna er sem kunn­ugt er stærsti hlut­hafi trygg­inga­fé­lags­ins með tæp­lega tíu pró­senta hlut. Gildi – líf­eyr­is­sjóð­ur á ríf­lega 9,1 pró­sents hlut í fé­lag­inu og Birta líf­eyr­is­sjóð­ur um 7,8 pró­senta hlut.

Hluta­bréf í TM lækk­uðu um 21,3 pró­sent í verði á síð­asta ári en það sem af er þessu ári hef­ur hluta­bréfa­verð trygg­inga­fé­lags­ins stað­ið nokk­urn veg­inn í stað.

21%

var lækk­un á hluta­bréfa­verði TM á síð­asta ári.

LJÓSMYND/TM

Sjóð­ur í stýr­ingu Mit­on er átt­undi stærsti hlut­hafi TM.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.