Ei­líf tíma­mót

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Guð­rún­ar Vil­mund­ar­dótt­ur

Ég rakst á þrjá­tíu ára gamla blaða­úrklippu um dag­inn, svona gam­aldags „spurn­ing dags­ins“, þar sem af­greiðslu­stúlka og lög­reglu­þjónn voru spurð á förn­um vegi hvort þau ætl­uðu að strengja ára­móta­heit.

„Nei, ég þarf ekki að heita neinu,“svar­aði unga af­greiðslu­stúlk­an og var reglu­lega kot­rosk­in á mynd­inni. Lög­reglu­þjónn­inn brosti út að eyr­um og svar­aði: „Nei, nei, ég ætla bara að halda áfram með all­ar gömlu vit­leys­urn­ar.“

Hafði þetta fólk ekki heyrt tal­að um fimm­tíu og tvo tinda, þús­und kíló­metra hlaup eða kald­an pott?

Ég brosti yf­ir þessu í marga daga, en svo fóru að renna á mig tvær grím­ur.

Það VÆRI kannski ekki svo gal­ið að strengja heit? Hætta vit­leysu? Skella sér jafn­vel upp á tind?

Það virð­ast marg­ir velta þessu fyr­ir sér í upp­hafi árs; mest og best selda bók lands­ins þessa vik­una ber und­ir­t­itil­inn: „betri heilsa og inni­halds­ríka líf“. Ég er ekki byrj­uð að lesa. En er kom­in með ein­tak.

Nú ætla ég samt ekki að vera jafn blá­eyg og þeg­ar ég las bók­ina „Lær­um að tefla“, í ein­um rykk. Ég hefði lík­lega átt að taka fram tafl­borð­ið.

Fyr­ir okk­ur sem misst­um af ára­mót­un­um og þrett­ánd­an­um, til að byrja nýja líf­ið, vil ég benda á að það eru ei­líf tíma­mót.

Í dag eru tutt­ugu dag­ar frá vetr­ar­sól­stöð­um: 40 dimm­ustu dag­ar árs­ins að baki. Ég hef tam­ið mér að halda upp á 5. fe­brú­ar, þeg­ar 90 dimm­ustu dag­arn­ir eru að baki.

Þá verð ég bú­in að lesa bók­ina og skelli mér í kald­an pott.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.