Hollustu­vör­ur á heims­mæli­kvarða

Fréttablaðið - - VEGAN -

KeyNatura vöru­lín­an inni­held­ur Astax­ant­hin sem er eitt öfl­ug­asta andoxun­ar­efni nátt­úr­unn­ar. Vöru­lín­an inni­held­ur m.a. þrjár veg­an vör­ur: AstaEnergy, AstaFu­el og AstaC­ar­dio.

Fram­hald af for­síðu ➛

Sag­aNatura er öfl­ugt og ört vax­andi ís­lenskt líf­tæknifyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í heilsu­vör­um úr smá­þör­ung­um und­ir KeyNatura vörumerk­inu og ís­lenskri æti­hvönn und­ir vörumerk­inu Sag­aMedica. Sér­hæf­ing KeyNatura var­anna felst í andoxun­ar­efn­inu Astax­ant­hin sem er öfl­ug­asta andoxun­ar­efni sem fyr­ir­finnst í nátt­úr­unni seg­ir Tryggvi E. Mat­hiesen, fram­leiðslu­stjóri Sag­aNatura. „Við fram­leið­um efn­ið hér á landi úr smá­þör­ung­um sem eru rækt­að­ir með nýrri tækni sem við þró­uð­um inn­an­húss og við not­um ein­ung­is hrá­efni sem fram­leidd eru með ábyrg­um hætti. Því er um að ræða ís­lenskt hug­vit, við not­umst við ís­lenskt hreint vatn fyr­ir þör­ung­ana og not­um hreina orku. Öll pökk­un fer einnig fram hér á landi og því má sann­ar­lega segja að hér sé um ís­lenska fram­leiðslu á há­gæða vör­um að ræða sem við er­um mjög stolt af.“

AstaC­ar­dio er veg­an flagg­skip­ið

KeyNatura fram­leið­ir þrjár veg­an vör­ur; AstaEnergy, AstaFu­el og AstaC­ar­dio. Dr. Lilja Kjalars­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sag­aNatura, seg­ir AstaC­ar­dio vera sér­stak­lega flotta vöru fyr­ir veg­an hóp­inn því hún inni­haldi bæði Astax­ant­hin og Omega-3 úr plöntu­rík­inu. „Þessi tvö efni henta sér­stak­lega vel til að við­halda al­mennri heilsu. Astax­ant­hin og Omega-3 hafa góð áhrif á bólg­ur í lík­am­an­um og bæði efn­in hafa já­kvæð áhrif á hjarta- og æða­sjúk­dóma með því að lækka slæmt kó­lester­ól og hækka gott kó­lester­ól. Í raun má kalla þessa vöru of­ur­lýs­isperlu fyr­ir veg­an fólk sem vill ekki lýsi úr fiski. Hver perla inni­held­ur 4 milli­grömm af Astax­ant­hin og 180 milli­grömm af veg­an DHA Omega-3.“

Astax­ant­hin fyr­ir íþrótta­fólk

AstaFu­el er vökv­ablanda sem hent­ar vel þeim sem stunda æf­ing­ar, eru að fasta eða eru á ketó mataræði seg­ir Lilja. „Vökv­abland­an inni­held­ur m.a. MCT-olíu úr kó­kos­hnet­um sem eru fitu­sýr­ur sem eru tekn­ar upp mjög hratt af öll­um frum­um lík­am­ans. Því má segja að þetta sé skjót­feng­in orka á fitu­formi. Bland­an er einnig heppi­leg fyr­ir þá sem eru á ketó mataræði þannig að í stað þess að setja smjör í kaff­ið á morgn­ana er hægt að fá sér eina skeið af blönd­unni og hefð­bund­inn kaffi­bolla. AstaFu­el hent­ar því vel þeim sem vilja olíu og fitu inn mataræði sitt.“

AstaEnergy er grunn­vara fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir Lilja og helst ætl­uð íþrótta­fólki. „AstaEnergy hjálp­ar til með end­ur­heimt eft­ir erf­ið­ar æf­ing­ar sem þýð­ir að íþrótta­fólk er fljót­ara að koma sér af stað eft­ir æf­ingu auk þess sem var­an bæt­ir bæði þol og styrk. AstaEnergy er mjög vin­sæl hjá þeim sem stunda erf­ið­ar æf­ing­ar á borð við mara­þon­hlaup, CrossFit, Spart­an hindr­un­ar­hlaup, Boot Camp og fleiri erf­ið­ar íþrótt­ir og vilja um leið fá sem mest út úr æf­ing­un­um sín­um.“

Ánægð með nýju veg­an vör­urn­ar

Stutt er síð­an vör­urn­ar þrjár voru sett­ar á mark­að en við­tök­urn­ar hafa þó ver­ið mjög góð­ar að sögn Lilju. „Við er­um rétt að byrja að kynna þess­ar þrjár veg­an vör­ur eft­ir að við færð­um þær yf­ir í veg­an bún­ing en áð­ur var not­ast við gelat­ín­hylki í stað græn­met­is­hylk­is. Veg­an fólk á Ís­land er lengi bú­ið að bíða eft­ir þess­um vör­um sem hent­ar bet­ur lífs­stíl þess.“

KeyNatura vör­urn­ar fást í öll­um apó­tek­um, í Hag­kaup, Nettó og Fjarð­ar­kaup­um auk ým­issa heilsu­vöru­versl­ana.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar á www. keynatura.is.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Sér­hæf­ing KeyNatura var­anna felst í Astax­ant­hin sem er öfl­ug­asta andoxun­ar­efni sem fyr­ir­finnst í nátt­úr­unni að sögn Tryggva E. Mat­hiesen, fram­leiðslu­stjóra Sag­aNatura. AstaC­ar­dio er sér­stak­lega flott vara fyr­ir veg­an hóp­inn því hún inni­held­ur bæði Astax­ant­hin og Omega-3 úr plöntu­rík­inu seg­ir dr. Lilja Kjalars­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sag­aNatura.

AstaFu­el er vökv­ablanda sem hent­ar vel þeim sem stunda æf­ing­ar, eru að fasta eða eru á ketó mataræði.

AstaC­ar­dio er sér­stak­lega flott vara fyr­ir veg­an hóp­inn því hún inni­held­ur bæði Astax­ant­hin og Omega-3 úr plöntu­rík­inu.

AstaEnergy hjálp­ar til við end­ur­heimt eft­ir erf­ið­ar æf­ing­ar og því vin­sæl með­al íþrótta­fólks.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.