Bragð­góð­ir há­gæða drykk­ir

Jurta­vör­urn­ar frá Lima eru há­gæða jurta­drykk­ir sem henta vel veg­an fólki. Ný­lega komu tvær nýj­ar vör­ur í versl­an­ir, hafra­drykk­ur með möndl­um og möndlu­drykk­ur án við­bætts syk­urs.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ VEGAN -

Belg­íska fyr­ir­tæk­ið Lima fram­leið­ir há­gæða jurta­drykki sem geta kom­ið í stað mjólk­ur og bragð­ast ótrú­lega vel. Jurta­drykk­irn­ir eru til­vald­ir út á morgun­korn­ið, í kaff­ið og þeyt­ing­inn, í elda­mennsk­una og svo er þeir geggj­að­ir ein­ir og sér seg­ir Geir Zoëga, mark­aðs­stjóri Arka heilsu­vara, sem flytja inn vör­ur frá Lima. „Fyr­ir­tæk­ið var stofn­að ár­ið 1957 og hef­ur því starf­að í þess­ari grein í rúm­lega sex ára­tugi. Markmið þess frá upp­hafi hef­ur ver­ið að bjóða upp á holl­ar mat­vör­ur úr græn­meti og að skilja eft­ir sig sem minnst kol­efn­is­fót­spor.“

Það sem helst ein­kenn­ir Lima er hversu breitt úr­val fyr­ir­tæk­ið býð­ur upp á. „Í vöru­línu þess má m.a. finna haframjólk án glút­ens, haframjólk með við­bættu kalki, hrís­drykk, kó­kos­hrís­drykk, soja­drykk og möndlu­drykk svo dæmi séu tek­in. Því get­ur hver og einn fund­ið sinn upp­á­halds­drykk. Mér finnst drykk­irn­ir líka mjög bragð­góð­ir enda eru mikl­ar gæða­kröf­ur hjá fram­leið­and­an­um og það skil­ar sér 100% í bragð­inu.“

Tvær nýj­ung­ar

Stutt er síð­an Arka kom með tvær veg­an nýj­ung­ar í versl­an­ir hér- lend­is, ann­ars veg­ar hafra­drykk með möndl­um og hins veg­ar möndlu­drykk án alls við­bætts syk­urs. „Þetta eru tvær framúrsk­ar­andi vör­ur að okk­ar mati og við get­um ekki beð­ið eft­ir að kynna þær fyr­ir þjóð­inni.“

Lima er með eig­in rann­sókn­ar- stöð og vott­un­ar­stöð í Belg­íu seg­ir Geir. „Þar fer fram­leiðsl­an fram til þess að gæð­in verði sem best og skil­ar það sér svo sann­ar­lega í bragð­inu. Ut­an jurta­drykkj­anna frá þeim bjóð­um við upp á hrí­sog maís­kök­ur en Lima var fyrst á mark­að með slík­ar vör­ur. Lima vörumerk­ið hef­ur ver­ið til sölu á Íslandi í næst­um sex­tán ár og á sér marga að­dá­end­ur enda eykst sal­an ár frá ári.“

Janú­ar er stór hjá Arka enda sá mán­uð­ur þar sem flest­ir lands­menn ætla að taka sig í gegn seg­ir Geir. „Þetta er mán­uð­ur­inn sem flest­ir huga að heilsu sinni. Við mun­um því verða sýni­leg á heilsu­dög­um hjá við­skipta­vin­um okk­ar næstu daga og vik­ur þar sem við kynn­um þess­ar frá­bæru vör­ur okk­ar frá Lima.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar fást á www.arka.is.

Breitt úr­val ein­kenn­ir vör­urn­ar frá Lima seg­ir Geir Zoëga, fram­kvæmda­stjóri Arka heilsu­vara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.