Sýr­lend­ing­um stefnt norð­ur

Sveit­ar­stjórn Blönduóss íhug­ar nú að taka við 25 flótta­mönn­um frá Sýr­landi. Rætt er um að jafn­stór hóp­ur fjöl­skyldu­fólks fari á Hvammstanga og að 25 ein­stak­ling­ar fái samastað á suð­vest­ur­horni lands­ins.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - MYND/BLÖNDUÓSBÆR [email protected]­bla­did.is

FLÓTTAMENN „Við er­um bú­in að lýsa yf­ir vilja til að skoða mál­ið já­kvætt en er­um með dá­lít­ið stór­an fyr­ir­vara um hús­næð­is­mál þar sem hér er þröngt um hús­næði eins og er þó að mik­ið sé í bygg­ingu,“seg­ir Valdi­mar O. Her­manns­son, sveit­ar­stjóri Blönduóss.

Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur ósk­að eft­ir því við sveit­ar­stjórn Blönduós­bæj­ar að sveit­ar­fé­lag­ið taki á móti um 25 sýr­lensk­um flótta­mönn­um á þessu ári. Sveit­ar­stjórn­ar­fólk þar hef­ur að und­an­förnu haft mál­ið til skoð­un­ar.

Nú fyr­ir helgi sendi Valdi­mar bæj­ar­stjóri ráðu­neyt­inu er­indi þar sem hann ósk­ar nán­ari upp­lýs­inga um mál­ið, með­al ann­ars um sam­setn­ingu hóps­ins og tíma­setn­ing­ar. „Þannig að við er­um kannski svo­lít­ið að kaupa okk­ur tíma til að skoða það til hlít­ar,“út­skýr­ir hann.

Að sögn Valdi­mars er sú hug­mynd nú uppi að um 50 Sýr­lend­ing­um sem eru fjöl­skyldu­fólk verði skipt til helm­inga á Hvammstanga og á Blönduós sem síð­an gæti jafn­vel ver­ið í sam­starfi við Skaga­strönd þar sem eitt­hvað sé af lausu hús­næði. „Ráðu­neyt­ið er að bjóða mjög víð­tæk­an stuðn­ing í eitt ár en eft­ir það ætti fólk­ið að vera kom­ið í vinnu eða inn á ein­hvers kon­ar bóta­kerfi,“seg­ir hann.

Blönduós hef­ur áð­ur tek­ið á móti flótta­fólki. Það var fyr­ir um tutt­ugu ár­um þeg­ar þang­að kom fólk sem flúði stríðs­átök­in á Balk­anskaga. „Þeir stopp­uðu reynd­ar ekki lengi. Það hafði ekk­ert út á stað­inn að setja held­ur fóru sum­ir til baka til síns heima þeg­ar stríð­inu lauk og aðr­ir fluttu til Reykja­vík­ur og hef­ur sum­um vegn­að þar mjög vel,“seg­ir Valdi­mar.

Bæj­ar­stjór­inn kveð­ur meiri­hluta Blönduós­inga já­kvæð­an gagn­vart því að taka á móti nýj­um hópi. Það sitji í sum­um að mik­il vinna hafi ver­ið lögð í að taka á móti flótta­fólk­inu á sín­um tíma en það síð­an bara ver­ið far­ið einn dag­inn. „Sum­ir spyrja sig hvort þetta fólk sé kom­ið til að vera eða bara til að bíða af sér ein­hvern storm,“seg­ir hann.

Hóp­ur frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu og Rauða kross­in­um fór ut­an og hef­ur val­ið þá sem hing­að koma í vor. Auk áð­ur­nefndra fimm­tíu sem all­ir til­heyra fjöl­skyld­um seg­ir Valdi­mar ráð­gert að 25 ein­stak­ling­ar sem komi víð­ar að verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Reykja­nesi.

Varð­andi mögu­leika flótta­fólks­ins til at­vinnu seg­ir Valdi­mar Blönduós vera vaxt­ar­svæði. „Það hef­ur ver­ið skort­ur á fólki í þjón­ustu­störf, umönn­un­ar­störf og tæknistörf í kring um gagna­ver­ið,“seg­ir hann og vís­ar til gagn­vers Bor­eal­is Data Center sem hef­ur ver­ið í bygg­ingu ut­an við Blönduós frá því í fyrra­sum­ar. „Það vant­ar líka hér á verk­stæð­in; vél­virkja og iðn­að­ar­menn alls kon­ar.“

Vanda­mál­ið er hins veg­ar hús­næð­is­skort­ur sem fyrr seg­ir. Sveit­ar­fé­lag­ið sé með fimm hæða íbúða­blokk í bygg­ingu en hún verði ekki til­bú­in fyrr en eft­ir 12 til 14 mán­uði. „Við er­um að ýta við bygg­inga­verk­tök­um sem hafa ver­ið upp­tekn­ir við gagna­ver­ið. Við vor­um með sér­staka af­slætti á lóð­um og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

Sveit­ar­stjórn Blönduóss með Valdi­mari O. Her­manns­syni sveit­ar­stjóra sem er fjórði frá vinstri. Hús­næð­is­skort­ur er nú í sveit­ar­fé­lag­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.