Lyfti sjón­varp­inu tæp­lega tveggja ára

Fréttablaðið - - HELGIN -

Petrína Rós Karls­dótt­ir, móð­ir Júlí­ans, seg­ir hann alltaf hafa ver­ið sterk­an. „Hann fædd­ist stór og var alltaf sterk­leg­ur. Júlí­an leit alltaf út fyr­ir að vera miklu eldri en hann var. Hann borð­aði alltaf mik­ið.

Var þurftar­frek­ur. Þeg­ar hann var um sjö mán­aða gam­all man ég eft­ir því að hann hafi tryllst við að fá ekki mat­inn sinn þeg­ar hann þurfti,“seg­ir hún og rifjar einnig upp eft­ir­minni­legt at­vik frá því að Júlí­an var tæp­lega tveggja ára gam­all.

„Hann tók sjón­varp­ið og lyfti því og það end­aði svo á gólf­inu. Þetta var á gaml­árs­dag og við þurft­um því að fara ann­að til að horfa á skaup­ið,“seg­ir Petrína sem seg­ist hafa orð­ið furðu lost­in. „Þeg­ar hann var fjög­urra ára gam­all var hann orku­meiri en flest börn. Ég starf­aði þá sem leið­sögu­mað­ur á sumr­in og gat tek­ið hann með í fjall­göng­ur. Við vor­um í fjall­göngu uppi á Hver­fjalli og ferða­menn­irn­ir fylgd­ust agndofa með Júlí­an hlaupa upp fjall­ið. Hon­um fannst það ekki nóg þrekraun og lyfti þung­um stein­um og sagði ferða­mönn­un­um að hann væri vík­ing­ur,“seg­ir Petrína. Petrína Rós, móð­ir Júlí­ans.

finnst skemmti­legt að gera, manni hætt­ir nú til að gera það vel. And­leg­ur styrk­ur skipt­ir máli og stund­um þarf mað­ur að ákveða að líf­ið sé skemmti­legt til að láta hlut­ina ganga upp. Ég finn fyr­ir því hvað þetta er mik­il­vægt í kraft­lyft­ing­um. Það er ein­stak­lings­sport, þó að þú sért með alla vini þína í kring­um þig þá er press­an á þér ein­um. Ef þú stendur þig ekki, þá get­ur þú ekki kennt nein­um öðr­um um.

Er ekki líf­ið svo­lít­ið þannig líka?“spyr hann og seg­ir seigl­una nauð­syn­lega. „Að kunna að tapa. Að kunna að stilla af vænt­ing­ar sín­ar. Auð­vit­að vilja all­ir standa uppi sem sig­ur­veg­ar­ar. En oft er það ekki ár­ang­ur­inn sem er hægt að gera sér vænt­ing­ar um. Þess vegna verð­ur leið­in að mark­inu að vera skemmti­leg,“seg­ir Júlí­an.

EF ÞÚ STENDUR ÞIG EKKI,

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.