Veisla fram und­an í vet­ur

Fréttablaðið - - FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Fyr­ir 4

500 g salt­fisk­ur, vel af­vatn­að­ur 2 bök­un­ar­kart­öfl­ur, með­al­stór­ar 250 ml mjólk, eða eft­ir þörf­um ½ lauk­ur, sax­að­ur smátt 2 hvít­lauks­geir­ar, sax­að­ir

1-2 timj­an­grein­ar eða svo­lít­ið þurrk­að timj­an

Nokk­ur pip­ar­korn

50 ml rjómi (má sleppa)

2 msk. ólífu­olía

Hvít­ur pip­ar

4 egg

Spínatið:

300 g spínat

½ msk. ólífu­olía

2-3 msk. rús­ín­ur

2-3 msk. fræ­blanda (sal­at­blanda) eða graskers­fræ

1 tsk. dijon-sinn­ep

½ msk. hvít­vín­se­dik

Sker­ið út­vatn­að­an salt­fisk­inn í nokk­ur stykki. Flysj­ið bök­un­ar­kart­öfl­urn­ar, sker­ið í bita og sjóð­ið þar til þær verða meyr­ar. Setj­ið næst mjólk­ina, lauk­inn og hvít­lauk­inn, timj­an­grein eða tvær og nokk­ur pip­ar­korn í pott og hit­ið. Setj­ið salt­fisk­inn út í (mjólk­in þarf ekki að fljóta yf­ir) og lát­ið malla mjög ró­lega í nokkr­ar mín­út­ur, þar til fisk­ur­inn er rétt gegn­soð­inn. Fisk­ur sett­ur á disk og soð­ið (mjólk­in) er sí­að.

Roð­flett­ið fisk­inn, setj­ið aft­ur í pott­inn ásamt kart­öfl­un­um og stapp­ið með kart­öflustapp­ara eða sleif. Hell­ið rjóm­an­um sam­an við og næst ólífu­olí­unni. Heitri mjólk­inni er næst hrært sam­an við smátt og smátt þar til plokk­fisk­ur­inn verð­ur hæfi­lega þykk­ur (ekki þarf að nota alla mjólk­ina). Krydd­ið vel með pip­ar, smakk­ið og bragð­bæt­ið eft­ir þörf­um. Á með­an þetta fer fram skal sjóða fjög­ur egg í fimm mín­út­ur. Kæl­ið og flett­ið skurn­inni gæti­lega af. Hell­ið ½ msk. af ólífu­olíu í pott. Bæt­ið rús­ín­um og fræ­blöndu út í og síð­an spínatinu. Steik­ið í 1-2 mín­út­ur og hrær­ið oft á með­an. Virki­lega bragð­góð­ur og skemmti­leg­ur ofn­rétt­ur.

Hrær­ið hvít­vín­se­dik­inu og sinn­ep­inu sam­an við og hrær­ið. Skipt­ið spínatblönd­unni á fjóra diska og setj­ið plokk­fisk­inn of­an á. Sker­ið egg­in til helm­inga og legg­ið of­an á fisk­inn.

Heim­ild: nann­arogn­vald­ar.com

Fyr­ir 8-10 manns

Hægt er að út­búa rétt­inn fyrr um dag­inn og eiga bara eft­ir að setja hann í ofn­inn.

1,3 kg út­vatn­að­ur salt­fisk­ur

1 kg kart­öfl­ur

4-6 lauk­ar (600 g), smátt sax­að­ir 1-2 dl ólífu­olía

3-4 hvít­lauksrif, press­uð

½ lítri mat­reiðsl­ur­jómi

2 dl mjólk

200 g ost­ur

3 stíf­þeytt­ar eggja­hvít­ur 3 harðsoð­in egg

Pip­ar, múskat, stein­selja Smjör og ol­ía til steik­ing­ar

Salt­fisk­ur sett­ur í pott með köldu vatni og suð­an lát­in koma upp. Hit­inn er næst lækk­að­ur og

fisk­ur­inn lát­inn sjóða í u.þ.b. 10 -15 mín­út­ur (alls ekki bullsjóða). Sjóð­ið kart­öfl­urn­ar og egg­in (harðsoð­in).

Ol­ía og smá smjör sett í pott. Lát­ið hvít­lauk og lauk malla við lág­an hita á með­an salt­fisk­ur og kart­öfl­ur sjóða. Það er mik­il­vægt að lauk­ur­inn fái að malla góða stund á lág­um hita – bragð­ið verð­ur mild­ara og með smá sæt­um keim. Fisk­ur­inn er hreins­að­ur, skor­inn í litla bita og bætt út í lauk­inn. Rjóma og mjólk bætt við svo káss­an verði að þykk­um jafn­ingi. Ost­ur­inn er rif­inn og 3/4 af hon­um bætt út í ásamt stein­selju og pip­ar. Kart­öfl­urn­ar eru flysj­að­ar, skorn­ar í sneið­ar og sett­ar í botn­inn á smurðu eld­föstu móti. Strá­ið smá­veg­is af múskati yf­ir. Bland­ið stíf­þeytt­um eggja­hvít­um var­lega sam­an við fiskik­áss­una og hell­ið næst yf­ir kart­öfl­urn­ar. Eggja­bát­ar eru sett­ir of­an á og 1/4 af rifna ost­in­um stráð yf­ir. Einnig gott að rífa par­mesanost yf­ir ef hann er til. Bak­að í ofni við 180°C í 30-45 mín­út­ur. Með þessu er gott að bera fram sal­at og nýbak­að brauð.

Heim­ild: www.hanna.is.

Egg­ið og spínatbland­an lyft­ir salt­fiskplokk­fiskn­um í hæstu hæð­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.