Öll­um lista­verk­un­um varp­að á veggi safns­ins

Gerð­arsafn í Kópa­vogi verð­ur und­ir­lagt af úr­vali kvik­mynda- og víd­eó­verka eft­ir ís­lenska og er­lenda lista­menn næstu vik­urn­ar. Þar verð­ur veg­leg sýn­ing opn­uð í dag. Aðal­tit­ill henn­ar er Ó, hve hljótt.

Fréttablaðið - - MENNING - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir [email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Stór nöfn á víd­eólist­ar­svið­inu eru á bak við sýn­ing­una Ó, hve hljótt. Tónlist eins og við sjá­um hana: mynd­list og kvik­mynd­ir – sem verð­ur opn­uð í Gerð­arsafni í dag klukk­an 16. Hún gef­ur glögga mynd af því hvernig samruni tón­list­ar og kvik­mynda verð­ur að list, þvert á miðla. Verk­in eru hvert öðru ólík en öll­um er þeim varp­að á veggi. Þau eru ann­ars veg­ar úr saf­neign CNAP, mið­stöðv­ar mynd­list­ar í Frakklandi, og hins veg­ar eft­ir þrjá af fremstu lista­mönn­um Ís­lands í grein­inni, þau Doddu Maggý, Sig­urð Guð­jóns­son og Steinu.

Sýn­ing­in var fyrst sett upp í Verk­smiðj­unni á Hjalteyri síð­asta sum­ar. Þó hún heiti Ó, hve hljótt, þá fylgja óm­ar og hljóm­ar mörg­um víd­eó­verk­anna, eins og fram kem­ur í und­ir­t­itl­in­um.

Sig­urð­ur Guð­jóns­son á þarna eitt verk, það heit­ir Tape og er frá 2016. Lista­mað­ur­inn lýs­ir því svo á ein­fald­an hátt: „Það sem fólk horf­ir á er í raun nær­mynd af seg­ul­bands­spólu sem er að spinna frá vinstri til hægri og henni fylg­ir hljóð, því það heyr­ist í spól­unni þeg­ar hún er að vefjast. Verk­ið er sett upp á vegg í miðju rým­inu með skjáv­ar­pa og nýt­ur sín vel.“

Dodda Maggý ger­ir líka til­raun til að lýsa list sinni í orð­um fyr­ir blaða­manni, en vissu­lega er sjón sögu rík­ari. Hún kveðst fá hug­mynd­irn­ar úr öll­um átt­um og alls ekki all­ar úr raun­veru­leik­an­um, held­ur flétt­ist dag- og næt­ur­draum­ar inn í, jafn­vel skyn­villa og sýn­ir í skær­um lit­um sem birt­ast henni í mígreni­köst­um. Verk henn­ar eru á mörk­um kvik­mynda­gerð­ar, víd­eólist­ar og hljóðlist­ar, enda er hún með há­skóla­gráð­ur bæði í mynd­list og tón­smíð­um. „Fólk held­ur stund­um að verk­in mín séu tölvu­gerð, en því fer fjarri. Þau eru mjög mik­ið hand­gerð og geta tek­ið nokk­ur ár í fram­leiðslu því ég ligg yf­ir þeim og nostra.“ Sig­urð­ur og Dodda Maggý. Mynd­in er tek­in í miðri upp­setn­ingu sýn­ing­ar­inn­ar í Gerð­arsafni, eins og sjá má.

Ýms­ar að­ferð­ir kveðst Dodda Maggý nota við að koma hug­mynd­um sín­um í form, með­al ann­ars upp­tök­ur, hvort sem um er að ræða víd­eó eða tónlist. „Stund­um kvika ég mynd­efni, nota gaml­ar að­ferð­ir frá upp­hafi kvik­mynda­mið­ils­ins sem ég færi svo yf­ir í sta­f­rænt form, ramma fyr­ir ramma. Þó ég skilji víd­eómið­il­inn frek­ar vel tækni­lega er ég alltaf í til­rauna­starf­semi, pínu eins og vís­inda­mað­ur á rann­sókn­ar­stofu,“lýs­ir hún.

Dodda Maggý er fædd í Kefla­vík og var í tón­list­ar­námi sem barn. Nú hef­ur hróð­ur henn­ar sem mynd­list­ar­konu borist til allra heims­álfa, því verk henn­ar hafa rat­að á yf­ir hundrað sýn­ing­ar um all­an heim.

Sýn­ing­ar­stjór­ar Ó, hve hljótt eru Gústav Geir Bolla­son frá Verk­smiðj­unni á Hjalteyri og Pascale Cassagnau frá CNAP. Spíral­ar eru með­al þeirra forma sem Dodda Maggý mót­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.