All­ir græða

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Ís­lend­ing­ar hafa venju­lega nokk­uð gam­an af að monta sig af því þeg­ar þeir fara fram úr öðr­um þjóð­um. Þeir ættu þó ekki að hreykja sér af þeirri stað­reynd að þeir vinna meir en flest­ar ná­granna­þjóð­ir þeirra. Vissu­lega er það svo að eng­inn þrífst veru­lega vel í iðju­leysi og vinn­an göfg­ar mann­inn svo lengi sem hún er upp­byggi­leg. Þeg­ar hún er orð­in slít­andi er alls ekk­ert göf­ugt við hana.

Við bú­um í ríku sam­fé­lagi en ansi oft er eins og ætl­ast sé til þess að al­menn­ing­ur fái ekki að njóta góðs af því. Það er eins og gróð­inn eigi bara að vera fyr­ir út­valda. Ekki er held­ur hug­að að því í nógu rík­um mæli að breyta hlut­um til batn­að­ar. Það er eins og tal­ið sé að ís­lenska leið­in eigi að vera sú að gera al­menn­ingi lífið hæfi­lega erfitt. Dæmi um þetta er að æ erf­ið­ara er fyr­ir ungt fólk að eign­ast þak yf­ir höf­uð­ið, fjöl­marg­ir í þeim hópi eiga ekki ann­an kost en að hír­ast í for­eldra­hús­um langt fram á full­orð­ins­ár eða fara á leigu­mark­að með þeim afar­kost­um sem því fylgja. Slíkt hlut­skipti rýr­ir kjör fólks veru­lega. Til hvers eru svo stjórn­mála­menn ef ekki ein­mitt til að leysa slík­an vanda? Það er hlut­verk þeirra að þjóna þjóð sinni, en því mið­ur muna þeir það alltof sjald­an og taka sér­hags­muni áber­andi oft fram yf­ir al­manna­hag.

Vinnu­álag er ann­að mein í ís­lensku sam­fé­lagi. Þjóð­in vinn­ur mik­ið en upp­sker ekki í sam­ræmi við það. Þetta eru tím­ar þeg­ar æ fleiri líða vegna of mik­ils álags í vinnu. „Kuln­un í starfi“er ekki til­bú­ið hug­tak sér­fræð­inga sem hafa un­un af að gefa öllu sér­stakt heiti, held­ur mein sem marg­ir á vinnu­mark­aði þekkja af eig­in reynslu. Svo að segja all­ir þekkja síð­an ein­stak­ling sem hef­ur að lækn­is­ráði þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þess að álag var að buga hann.

Ein­mitt á þeim tíma þeg­ar kuln­un í starfi og vinnu­álag er mjög til um­ræðu kem­ur hug­mynd inn í kjara­við­ræð­ur sem er svo skyn­sam­leg og lík­leg til ár­ang­urs að ekki er hægt að hafna henni. Hún snýst um stytt­ingu vinnu­viku, án launa­skerð­ing­ar. Slík breyt­ing myndi leiða margt gott af sér, skapa meiri vellíð­an og ör­yggi með­al starfs­manna og um leið gera þeim kleift að eiga auk­inn frí­tíma fyr­ir fjöl­skyldu og áhuga­mál sín og njóta þannig lífs­ins í enn rík­ara mæli en áð­ur.

At­vinnu­rek­and­inn ætti ekki að fyll­ast kvíða eða pirr­ingi við til­hugs­un um að vinnu­vika starfs­manna hans stytt­ist. Þar sem vinnu­vik­an hef­ur ver­ið stytt hafa af­köst starfs­manna auk­ist og þeir eru einnig ánægð­ari í vinn­unni. Vellíð­an starfs­manna á að skipta at­vinnu­rek­and­ann máli, ef hann læt­ur sér á sama standa um vel­ferð þeirra þá er hann ekki sér­lega vel heppn­uð mann­gerð. Enn eitt skref í átt til þess að skapa vellíð­an í starfi er síð­an að hafa vinnu­tíma sveigj­an­leg­an, sé þess nokk­ur kost­ur.

Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar verð­ur von­andi að raun­veru­leika á þessu ári. Það, ásamt sveigj­an­leg­um vinnu­tíma, er fram­fara­spor sem kem­ur öll­um til góða. Nið­ur­stað­an get­ur ekki orð­ið önn­ur en af­ar ánægju­leg, semsagt sú að all­ir græða.

Það er eins og tal­ið sé að ís­lenska leið­in eigi að vera sú að gera al­menn­ingi lífið hæfi­lega erfitt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.