Störu­keppni er til lít­ils

Hugs­an­legt að fjög­ur stétt­ar­fé­lög slíti kjara­við­ræð­um sín­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ef ár­ang­ur næst ekki á samn­inga­fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara í fyrra­mál­ið.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Það er til lít­ils að vera í við­ræð­um sem ekk­ert þokast áfram á með­an laun­þeg­ar tapa seg­ir formað­ur VR. Til greina kem­ur að stétt­ar­fé­lög­in fjög­ur, sem vís­að hafa deilu sinni til rík­is­sátta­semj­ara, muni slíta við­ræð­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) ef eng­inn ár­ang­ur næst á sátta­fundi á morg­un.

„Það hljóta all­ir að gera sér grein fyr­ir því að ef ekk­ert þokast í við­ræð­un­um þá verð­um við að gera eitt­hvað til að ýta þeim áfram,“seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR.

Verði það nið­ur­stað­an að fundi lokn­um að lít­ið hafi þokast munu fé­lög­in skoða það al­var­lega að slíta við­ræð­un­um form­lega. Ragn­ar seg­ir að það liggi í hlut­ar­ins eðli að lagt verði upp með að­gerða­áætl­un um það hvernig hægt sé að þrýsta á að „kröf­um um mann­sæm­andi lífs­kjör verði mætt“.

Þeg­ar samn­inga­við­ræð­ur stóðu yf­ir fyr­ir þrem­ur ár­um sam­þykkti fé­lag­ið verk­fall en ekki kom til þess. Að­spurð­ur hvort ekki sé fullsnemmt að slíta sátta­við­ræð­um form­lega seg­ir Ragn­ar Þór að það hafi ekk­ert upp á sig að standa í við­ræð­um sem ekk­ert þokast áfram. Mik­il­vægt sé að fá hreyf­ingu á þær.

„Það eru eng­in átök í kort­un­um nema fé­lags­menn ákveði og sam­þykki að fara í slíkt. Það er ekki ákvörð­un formanna eða samn­inga­nefnda. Við vinn­um eft­ir kröf­um sem fé­lags­menn sam­þykktu en enn sem kom­ið er höf­um við ekki feng­ið sýni­leg við­brögð. Það er til lít­ils að standa í ein­hverri störu­keppni,“seg­ir Ragn­ar.

Formað­ur­inn seg­ir að með hverj­um mán­uði sem samn­ing­ar drag­ast verði laun­þeg­ar af þrem­ur til fjór­um millj­örð­um. Sú tala mið­ast við kröfu­gerð­ir fé­lag­anna.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.