Flýt­um fram­kvæmd­um – fækk­um slys­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra

Mark­mið­ið með metn­að­ar­fullri sam­göngu­áætlun verð­ur ekki mælt í kíló­metr­um, held­ur manns­líf­um og lífs­gæð­um. Til að stuðla að fækk­un slysa og auka um­ferðarör­yggi er áhrifa­rík­ast að end­ur­bæta vega­kerf­ið sem læt­ur víða á sjá í kjöl­far auk­inn­ar um­ferð­ar og þunga­flutn­inga, m.a. vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar er­lendra ferða­manna. Sam­bæri­leg fram­lög og á und­an­förn­um ár­um mæta eng­an veg­inn upp­safn­aðri þörf til að breikka og tvö­falda vegi til að mæta auk­inni um­ferð. Tekj­ur af öku­tækj­um og eldsneyti renna að stærst­um hluta til vega­gerð­ar en spár gera ráð fyr­ir að með auk­inni nýt­ingu annarra orku­gjafa muni þær minnka á næstu ár­um. Ný leið í fjár­mögn­un er að fólk greiði fyr­ir notk­un sína.

Stór­auk­ið álag á vega­kerf­inu

Fjöldi ek­inna kíló­metra á þjóð­veg­um lands­ins hef­ur aldrei ver­ið meiri en nú. Um­ferð­in hef­ur breyst mik­ið á und­an­förn­um ár­um og auk­ist um 46% á Hr­ing­veg­in­um á sl. fimm ár­um. Vega­kerf­ið ann­ar varla um­ferðarálag­inu enda var það að miklu leyti byggt upp þeg­ar bíl­ar voru færri, þunga­flutn­ing­ar minni og um­ferð­ar­hrað­inn lægri. Fjölg­un ferða­manna hef­ur ít­rek­að far­ið fram úr bjart­sýn­ustu spám og eru ákveðn­ir stað­ir vin­sælli en aðr­ir með til­heyr­andi álagi á stof­næð­ar þjóð­vega­kerf­is­ins til og frá Reykja­vík.

Al­menn­ings­sam­göng­ur

Aukn­ing í um­ferð er ekki ein­ung­is á vin­sæl­um ferða­manna­leið­um og helstu teng­ing­um út úr höf­uð­borg­inni. Um­ferð­ar­aukn­ing hef­ur einnig ver­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en mið­að við óbreytt ástand þá er áætl­að að hún auk­ist um 40% til árs­ins 2040. Við­ræð­ur eru í starfs­hópi rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna um upp­bygg­ingu sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fjár­mögn­un sam­gangna

Fjár­magn vegna öku­tækja og eldsneyt­is skil­ar rík­is­sjóði um 47 millj­örð­um og er hlut­fall þess sem renn­ur til vega­gerð­ar um 70%. Rest­in, eða um 30% af fjár­magni vegna öku­tækja og eldsneyt­is fer í tengda liði, okk­ar sam­eig­in­legu sjóði, og deil­ist út í heil­brigðis­kerf­ið, toll­gæslu og lög­gæslu, með­al ann­ars til að standa und­ir kostn­aði við eft­ir­lit og af­leið­ing­ar af notk­un öku­tækja. Á allra næstu ár­um munu orku­skipti leiða til þess að þró­un skatt­tekna af öku­tækj­um fer minnk­andi.

Stóra stökk­ið

Ástand í sam­göng­um á ekki að hefta lífs­gæði eða hafa nei­kvæð áhrif á líf fólks, held­ur þvert á móti. Færa þarf vega­kerf­ið upp um um­ferðarör­ygg­is­flokka og ljóst að ákveðn­ar fram­kvæmd­ir á fjöl­förn­um stöð­um þurfa að eiga sér stað á skömm­um tíma. Um­fang áætl­aðra flýtifram­kvæmda er um 10% af heild­ar­sam­göngu­áætlun, um 60 millj­arð­ar króna. Þær fela í sér al­vöru fram­kvæmd­ir s.s. breikk­un vega, tvö­föld­un á veg­um og að­skild­ar akst­urs­stefn­ur. Tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar og að­skiln­að­ur akst­urs­stefna er gott dæmi um hve mikl­um ár­angri má ná með slík­um að­gerð­um en veru­lega hef­ur dreg­ið úr al­var­leg­um slys­um á þeirri leið eft­ir fram­kvæmd­ina. Bylt­ing verð­ur í um­ferðarör­yggi þeg­ar Vest­ur­lands­veg­ur og Suð­ur­lands­veg­ur verða tvö­fald­að­ir.

Gjald­töku lýk­ur

Gert er ráð fyr­ir að af­mark­að­ar leið­ir verði fjár­magn­að­ar af þeim sem nýta, líkt og þekkt var í Hval­fjarð­ar­göng­um. Gjald­taka hófst og gjald­töku lauk. Af­mörk­uðu leið­irn­ar þurfa að taka mið af stöðu svæða, ferða­þjón- ustu, ör­ygg­is­sjón­ar­mið­um og vali um aðra leið þar sem því verð­ur við kom­ið. Að lokn­um fram­kvæmd­um og end­ur­bót­um verð­ur inn­heimt tíma­bund­ið gjald og gjald­töku hætt að lok­inni upp­greiðslu láns. Tíma­lín­an gæti ver­ið þessi: Út­boð hefjast á þessu ári, fram­kvæmd­ir á því næsta og inn­heimta að þeim lokn­um, ár­ið 2024. Gjald­tak­an myndi þá hefjast á svip­uð­um tíma og skatt­tekj­ur af öku­tækj­um færu minnk­andi.

Sátt um sam­göngu­áætlun

Sam­göngu­áætlun hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar hjá um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Al­þing­is, síð­an í októ­ber. Mik­il­vægt er að sátt ná­ist um hvaða leið­ir á að taka út fyr­ir sviga og setja í flýtifram­kvæmd­ir. For­senda þess að far­ið verði í gjald­töku er gagn­sæi um ráð­stöf­un fjár­magns, að inn­heimt gjöld fari til af­mörk­uðu fram­kvæmd­anna.

Jafn­ræði

Stefnt er að því að leggja fram frum­varp á vor­þingi um fram­tíð­ar­fjármögn­un vega­kerf­is­ins. Jafn­ræði þarf að ríkja um greiðslu gjalda. Mark­mið­ið er að sem flest­ir taki þátt, að gjald­ið deil­ist á sem flesta, t.d. þannig að ferða­menn greiði einnig. Bæði kostn­að­ur flýtifram­kvæmda og um­ferð er mis­mik­il á hverri leið fyr­ir sig. Þannig þarf um­fjöll­un að eiga sér stað um ann­ars veg­ar að sama gjald­ið gildi fyr­ir all­ar leið­ir, óháð um­ferð eða hins veg­ar hvort gjald­ið eigi að end­ur­spegla kostn­að fram­kvæmda og um­ferð á hverj­um stað. Mik­il­vægt er að fá sam­eig­in­lega sýn en nið­ur­stöð­ur starfs­hóps og nán­ari út­færsl­ur munu liggja fyr­ir á næstu dög­um sem frum­varp­ið mun byggja á.

Mark­mið­ið með flýtifram­kvæmd­um er að auka um­ferðarör­yggi, skil­virkni í um­ferð­inni og fækka slys­um. Þrátt fyr­ir all­ar þess­ar að­gerð­ir er­um það fyrst og fremst við sjálf sem ráð­um því hvaða ár­angri við ná­um í um­ferðarör­yggi og slysa­vörn­um. Hög­um akstri eft­ir að­stæð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.