Veg­an í CrossFit

Árni Björn Kristjáns­son, stöðv­ar­stjóri hjá CrossFit XY, er veg­an og kann því vel. Hann seg­ir marga halda að veg­an­ismi og CrossFit fari ekki sam­an en hann hef­ur reynt hið gagn­stæða á eig­in skinni.

Fréttablaðið - - FÓLK - Vera Ein­ars­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Árni Björn Kristjáns­son byrj­aði að æfa CrossFit haust­ið 2009. Hann æfði og keppti í tenn­is sem barn en eft­ir að hann lagði tenn­is­spað­ann á hill­una var hann í nokk­ur ár að finna út úr því hvað gæti tek­ið við. „Ég var orð­inn ansi þung­ur og próf­aði CrossFit í þeim til­gangi að létt­ast,“seg­ir Árni Björn sem náði fljótt góð­um ár­angri og keppti á sín­um fyrstu heims­leik­um tveim­ur ár­um síð­ar, eða ár­ið 2011. Hann hef­ur síð­an far­ið tvisvar til við­bót­ar á heims­leika og í öll skipt­in keppt í liða­keppni. Í dag er hann stöðv­ar­stjóri og einn af með­eig­end­um CrossFit XY í Garða­bæ og stefn­ir á heims­leik­ana í ein­stak­lingskeppni. „Ég stefni á Reykja­vík CrossFit Champ­i­ons­hip sem verð­ur hald­ið í maí en það er undan­keppni fyr­ir heims­leik­ana. Á þá kom­ast að­eins 40-50 manns á heimsvísu svo sam­keppn­in er hörð.“

Vigt­ar mat­inn

Árni Björn gerð­ist veg­an ár­ið 2017 og kem­ur það að hans sögn mörg­um á óvart enda ekki endi­lega samasem­merki á milli þess og stífr­ar CrossFit-iðk­un­ar í hug­um fólks. Að­spurð­ur seg­ir hann mataræð­ið hins veg­ar ekki koma að sök nema síð­ur sé og er hann í þræl­góðu formi.

„Þetta snýst bara um að vita hvað mað­ur er að gera. Til að byrja með var ég ekki al­veg með það á hreinu og rak mig að­eins á. Ég var hrein­lega ekki að borða nóg mið­að við hversu mik­ið ég æfi og létt­ist meira en ég kærði mig um. Þá brá ég á það ráð að fylgj­ast bet­ur með. Ég hafði áð­ur próf­að að vigta mat­inn minn í þeim til­gangi að létt­ast en tók upp á því aft­ur til þess að sjá til þess að ég fengi ör­ugg­lega nóg,“út­skýr­ir Árni Björn, sem hef­ur síð­an hald­ið sér í þeirri þyngd sem hann vill vera í.

Hann fylg­ir ákveð­inni formúlu sem tek­ur mið af orku­þörf hans yf­ir dag­inn en hún fer eft­ir því hversu mik­ið hann æf­ir. „Ég æfi tvisvar á dag fimm sinn­um í viku og mið­að við það þarf ég að inn­byrða um 3.500-4.000 kal­orí­ur á dag.“Árni Björn pass­ar upp á að hafa gott jafn­vægi á milli kol­vetna, próteins og fitu og legg­ur ríka áherslu á græn­meti, ávexti, baun­ir og aðra prótein­gjafa eins og seit­an, tófú og oumph.

„Morg­un­mat­ur­inn sam­an­stend­ur yf­ir­leitt af hafra­graut, hnetu­smjöri, ban­ön­um og próteindrykk. Í há­deg­inu fæ ég mér svo til dæm­is hrís­grjón eða sæt­ar kart­öfl­ur ásamt ein­hverj­um af of­an­greind­um prótein­gjöf­um. Í milli­mál borða ég mik­ið af græn­meti og ávöxt­um og er til að mynda dug­leg­ur að japla á gul­rót­um, paprik­um og gúrk­um. Á kvöld­in eld­um við fjöl­skyld­an svo venju­leg­an heim­il­is­mat án dýra­af­urða og er af nægu að taka. Við kaup­um yf­ir­leitt inn í Krón­unni en þar er mik­ið og gott veganúr­val. Það er því alltaf veisla hjá okk­ur,“seg­ir hann og hlær.

Fylgdi for­dæmi kon­unn­ar

Eig­in­kona Árna Björns, Guð­rún Ósk Ma­rías­dótt­ir, kom hon­um á veg­an-bragð­ið. „Hún gerð­ist veg­an ári á und­an mér. Hún er mat­væla­fræð­ing­ur að mennt en í gegn­um

Sjóð­ið hafarna í vatni. Bæt­ið hnetu­smjör­inu við svo það bráðni al­veg sam­an við graut­inn. Sker­ið ban­ana í sneið­ar og setj­ið út á graut­inn. Setj­ið svo sultu yf­ir allt heila klabb­ið.

Með þessu fæ ég mér 50 g af veg­an prótein­dufti sem ég blanda út í ískalt vatn með klök­um.

Þessi mál­tíð inni­held­ur 725 kal­orí­ur. Þar af eru 52% kol­vetni, 22% fita og 26% prótein. nám­ið komst hún að raun um hvernig fram­leiðsla dýra­af­urða fer fram. Í stuttu máli er það ekki sér­lega huggu­leg­ur iðn­að­ur og varð hún í kjöl­far­ið af­huga dýra­áti. Þetta er að miklu leyti fal­inn iðn­að­ur og það er eng­in til­vilj­un. Þetta er eitt­hvað sem fólk kær­ir sig ekki um að sjá,“seg­ir Árni Björn og eru þau hjón­in því fyrst og fremst veg­an af sið­ferð­is­leg­um ástæð­um. „Það er það sem knýr okk­ur áfram.“

Fá­ir veg­an í CrossFit

Að­spurð­ur seg­ist Árni Björn ekki vita um marga CrossFit-ið­k­end­ur sem eru veg­an, hvorki hér heima né er­lend­is. „Það kem­ur mér í raun svo­lít­ið á óvart því þetta er að verða sí­fellt al­geng­ara hjá íþrótta­fólki í hinum ýmsu grein­um og kem­ur alls ekki að sök.“

Þetta snýst um að vita hvað mað­ur er að gera. Til að byrja með var ég ekki al­veg með það á hreinu. Ég var ekki að borða nóg mið­að við hversu mik­ið ég æfi og létt­ist meira en ég kærði mig um.

MYND/STEFÁN

Árni Björn gerð­ist veg­an ár­ið 2017. Það tók hann smá tíma að finna út úr því hvernig hann gæti tryggt næg­an kal­oríu­fjölda í takt við stíf­ar æf­ing­ar en hann komst þó fljót­lega á rétta spor­ið. Hann æf­ir tvisvar á dag fimm daga vik­unn­ar og borð­ar 3.500-4.000 kal­orí­ur. Ekk­ert af því sem hann borð­ar er úr dýra­rík­inu.

MYND/STEFÁN

Árni Björn æf­ir nú fyr­ir Reykja­vík CrossFit Champ­i­ons­hip sem verð­ur hald­ið í maí en það er undan­keppni fyr­ir heims­leik­ana í CrossFit.

MYND/STEFÁN

Árni Björn er í þræl­góðu formi og set­ur mark­ið hátt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.