Stór­stjörn­ur söfn­uðu pen­ing­um

Nokkr­ar af stóru stjörn­um þessa heims mættu til að safna pen­ing­umj fyr­ir fórn­ar­lömb skógar­eld­anna í Kali­forn­íu og skotárása í Thousand Oaks. Leik­ar­ar, NBA-goð­sagn­ir og fleiri góð­ir söfn­uðu mikl­um upp­hæð­um fyr­ir þá sem á þurfa að halda.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Kali­forn­ía er enn í sár­um eft­ir skógar­eld­ana sem lögðu fjölda húsa í rúst og ákváðu hafna­bolta­leik­menn úr MLB-deild­inni sem koma frá rík­inu að safna fræg­um ein­stak­ling­um sam­an og spila íþrótt­ina. Safna þannig pen­ing­um fyr­ir þá sem þurfa á þeim að halda. Síð­ast þeg­ar frétt­ist höfðu um 500 þús­und doll­ar­ar safn­ast, rúm­ar 60 millj­ón­ir króna. Leik­ur­inn var ekki að­eins fyr­ir fórn­ar­lömb skógar­eld­anna held­ur einnig fyr­ir þá sem þjást eft­ir ný­leg­ar skotárás­ir. Þarna mættu Adam Sandler, Mira Sor­vino, Jamie Foxx, Brad Paisley, Ba­ker Ma­yfield, Reggie Miller og Pat­rick Schw­arzenegger, svo fá­ein­ir séu nefnd­ir.

Charlie Sheen meidd­ist á öxl og var því þjálf­ari. „Ég ólst upp hérna og sá hús vina minna brenna. Auð­vit­að skor­að­ist ég ekki und­an,“sagði Sheen við banda­ríska fjöl­miðla.

Hvíta lið­ið skart­aði fleiri stjörn­um úr MLB-deild­inni en þrátt fyr­ir það varð lið­ið að lúta í lægra haldi.

NORDICPHOTOS/GETTY

Gráa lið­ið var með Jamie Foxx og Adam Sandler í sín­um röð­um og vann sann­fær­andi sig­ur.

Charlie Sheen er alltaf til í smá gleði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.