Fresta Met­oo-ráð­stefnu að ósk þing­manna Mið­flokks

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – sa

Met­oo-ráð­stefnu stjórn­mála­flokka á Al­þingi hef­ur ver­ið frest­að. Hún átti að fara fram á þing­setn­ing­ar­degi. Mið­flokk­ur­inn vildi ekki vera með, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins.

Fram­kvæmda­stjór­ar flokka sem eiga sæti á þingi hafa und­an­far­ið unn­ið við skipu­lagn­ingu fund­ar­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins vildi Mið­flokk­ur­inn ekki halda fund­inn á þess­um tíma­punkti. Úr varð að hon­um var frest­að um nokkr­ar vik­ur og reynt að fá alla að borð­inu síð­ar meir.

„Fram­kvæmda­stjór­ar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eft­ir að ljóst varð að ekki var sam­staða allra flokka um að halda ráð­stefn­una 21. janú­ar eins og áætl­að hafði ver­ið,“seg­ir Björg Eva Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri VG.

„Rök fram­kvæmda­stjóra fyr­ir frest­un eru þau að Met­oo-ráð­stefna á þing­setn­ing­ar­degi gæti beint at­hygl­inni að óút­kljáð­um mál­um ein­stak­linga í tveim­ur flokk­um á Al­þingi, frek­ar en því stóra sam­fé­lags­lega vanda­máli sem við er­um að glíma við. Ráð­stefn­an er áfram á dag­skrá en henni er að­eins frest­að um nokkr­ar vik­ur,“und­ir­strik­ar Björg Eva.

Hólm­fríð­ur Þóris­dótt­ir, rit­ari þing­flokks Mið­flokks­ins, seg­ir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann flokks­ins, svara fyr­ir af hverju Mið­flokk­ur­inn hafi ekki vilj­að halda fund­inn á þess­um tíma. Ekki náð­ist í Sig­mund við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Allt frá því í lok nóv­em­ber, þeg­ar upp­tök­ur af þing­mönn­um á Klaustri bar voru gerð­ar upp­tæk­ar, hafa bæði Mið­flokk­ur og Sam­fylk­ing tek­ist á við mál inn­an sinna raða.

Ekki er enn vit­að hvort Gunn­ar Bragi Sveins­son og Berg­þór Óla­son, þing­menn Mið­flokks­ins sem fóru í frí vegna máls­ins, mæti til þing­setn­ing­ar 21. janú­ar eða hvort vara­menn þeirra verði enn við störf.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK

Þing­menn Mið­flokks­ins á fundi í des­em­ber.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.