Knatt­spyrnu­mað­ur sýkn­að­ur af kyn­ferð­is­broti gegn 15 ára stúlku

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTO/GETTY – jóe

Karl­mað­ur um þrí­tugt var í Hér­aðs­dómi Reykja­ness í upp­hafi árs sýkn­að­ur af ákæru um kyn­ferð­is­brot gegn fimmtán ára stúlku.

Mann­in­um var gef­ið að sök að hafa stung­ið fingr­um í leggöng stúlk­unn­ar með­an hún svaf. Það sem réð úr­slit­um var að erfða­efni henn­ar fannst ekki á fingr­um hans.

At­vik máls­ins áttu sér stað að­faranótt 7. ág­úst 2016. Mað­ur­inn hafði keppt í knatt­spyrnu dag­inn áð­ur, far­ið í brúð­kaup um kvöld­ið og end­að heima hjá móð­ur sinni. Þar voru fyr­ir yngri syst­ir hans og vin­kona henn­ar.

Um nótt­ina vakn­aði vin­kon­an og sá mann­inn við hlið sér. Sagði hún að mað­ur­inn hefði sett fing­ur sína í leggöng henn­ar en lát­ið af hátt­sem- inni er hann sá að hún hafði rumsk­að. Mað­ur­inn neit­aði því og sagð­ist að­eins hafa lagst við hlið henn­ar.

Lög­regla var köll­uð til og hand­tók mann­inn á vett­vangi. Tók lög­regl­an sýni úr nær­bux­um stúlk­unn­ar og af hönd­um brota­þola. Í bux­un­um fannst að­eins erfða­efni stúlk­unn­ar en ekki á hönd­um manns­ins. Ekk­ert erfða­efni úr hon­um fannst í leggöng­um stúlk­unn­ar. Sér­fræð­ing­ur í rétt­ar­vís­ind­um sagði að slíkt úti­lok­aði ekki að fing­ur hefðu far­ið þang­að enda myndi erfða­efni hins grun­aða „drukkna“í DNA henn­ar. Þá gæti mað­ur­inn hafa þveg­ið hend­urn­ar áð­ur en lög­regla mætti á stað­inn.

Dóm­ari mat fram­burð beggja trú­verð­ug­an. Orð stæði gegn orði. Úrslita­at­riði væri að bað­her­berg­is­vask­ur hafði ekki ver­ið rann­sak­að­ur. Þar hefði mögu­lega mátt finna um­merki þess að ákærði hefði skol­að hend­ur sín­ar. Vafi um sekt hans var met­inn hon­um í hag.

Sak­ar­kostn­að­ur, alls rúm­ar tvær millj­ón­ir króna, greið­ist úr rík­is­sjóði.

Stúlka seg­ir bróð­ur vin­konu hafa brot­ið á henni sof­andi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.