Raun­veru­leg­an kaup­mátt, takk

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þor­steinn Víg­lunds­son vara­formað­ur Við­reisn­ar

Ís­lensk stjórn­völd gætu auk­ið kaup­mátt lægstu launa um allt að þriðj­ung og það áð­ur en til launa­hækk­ana kæmi. Þau hafa öll nauð­syn­leg tæki í hönd­um sér og skort­ir að­eins vilj­ann. Það þarf ekki að fjöl­yrða um hversu miklu máli 33% aukn­ing kaup­mátt­ar myndi skipta fyr­ir það fólk sem lægst­ar hef­ur tekj­urn­ar og á erfitt með að ná end­um sam­an. Slík­ar breyt­ing­ar væru svo sann­ar­lega verð­ugt fram­lag til lausn­ar á erf­ið­um kjara­deil­um sem eru í upp­sigl­ingu.

Skatt­leys­is­mörk í 250 þús­und

Við­reisn vill leggja til rót­tæka upp­stokk­un á nú­ver­andi skatt­kerfi. Hækka mætti skatt­leys­is­mörk í allt að 250 þús­und krón­ur á mán­uði með því að taka upp út­greið­an­leg­an per­sónu­afslátt sem eykst með vax­andi tekj­um upp að 100 þús­und krón­um á mán­uði en skerð­ist síð­an hlut­falls­lega með hækk­andi tekj­um eft­ir það. Sam­hliða þessu yrði skatt­pró­senta lægra skatt­þreps lækk­uð í 25% en skatt­pró­senta há­tekju­þreps­ins héld­ist svip­uð og nú er. Tekju­mörk skatt­þrep­anna væru sam­hliða lækk­uð nokk­uð.

Þess­ar breyt­ing­ar myndu auka jöfn­un­ar­hlut­verk skatt­kerf­is­ins og tryggja að skatt­byrði ein­stak­linga með minna en 800 þús­und krón­ur á mán­uði myndi lækka. Ávinn­ing­ur tekju­lægstu hóp­anna yrði lang­sam­lega mest­ur. Þess­ar hug­mynd­ir byggja á skatta­til­lög­um sem sett­ar voru fram af sam­ráðsvett­vangi um aukna hag­sæld en hafa ver­ið út­færð­ar nán­ar með það að mark­miði að skila hærri skatt­leys­is­mörk­um en þar var gert ráð fyr­ir. Gróft áætl­að mætti ætla að þess­ar breyt­ing­ar myndu leiða til 10-15 millj­arða skatta­lækk­un­ar til ein­stak­linga.

Mat­arkarf­an gæti lækk­að um þriðj­ung

Fjög­urra manna fjöl­skylda hér á landi greið­ir um 67 þús­und krón­um meira á mán­uði fyr­ir mat­ar­körf­una en ná­grann­ar okk­ar gera. Þar af greið­um við um 57 þús­und krón­um meira á mán­uði fyr­ir þær mat­vör­ur sem njóta mestr­ar vernd­ar, þ.e. inn­lend­ar land­bún­að­ar­af­urð­ir. Það er þó ekki svo að ná­grann­ar okk­ar styðji ekki við bænd­ur. Þvert á móti nýt­ur land- bún­að­ur í þess­um lönd­um mik­ils stuðn­ings. Þar hef­ur þess hins veg­ar einnig ver­ið gætt að neyt­end­ur njóti góðs af. Sú vernd og stuðn­ing­ur sem hér hef­ur tíðk­ast bein­ist hins veg­ar fyrst og fremst að því að standa vörð um ein­ok­un­ar­stöðu inn­lendra af­urða­stöðva.

Við höf­um reynslu af um­bót­um hér á landi sem hafa skil­að neyt- end­um mikl­um ávinn­ingi. Stuðn­ings­kerfi garð­yrkju­bænda var þannig breytt fyr­ir um 15 ár­um síð­an, toll­vernd af­num­in en bein­greiðsl­ur aukn­ar á móti. Verð­hækk­an­ir á græn­meti hafa upp frá því ver­ið mun minni en t.d. á mjólkur­af­urð­um eða kjöti, ein­mitt vegna auk­inn­ar sam­keppni er­lend­is frá. Á sama tíma hef­ur orð­ið mik­il vöru­þró­un á sviði inn­lendr­ar græn­met­is­fram­leiðslu og um­tals­verð aukn­ing á heild­ar­fram­leiðslu.

Það er því vel hægt að breyta land­bún­að­ar­kerf­inu þannig að bæði bænd­ur og neyt­end­ur hafi ávinn­ing af. Það vant­ar ein­fald­lega vilja stjórn­valda til þess.

Og svo bless­uð krón­an

Loks er það kostn­að­ur­inn af krón­unni. Við borg­um miklu hærri vexti en ná­granna­lönd okk­ar. Vaxta­kostn­að­ur af 20 millj­óna króna hús­næð­is­láni er lið­lega 70 þús­und krón­um meiri á mán­uði hér á landi en hjá ná­grönn­um okk­ar. Ástæð­an er kostn­að­ar­sam­ur og óstöð­ug­ur gjald­mið­ill sem og skort­ur á sam­keppni á fjár­mála­mark­aði. Fákeppn­ina má m.a. rekja til þess að er­lend­ir bank­ar hafa lít­inn sem eng­an áhuga á að starfa á svo litlu gjald­mið­ils­svæði. Enn og aft­ur skort­ir hins veg­ar vilja hjá stjórn­völd­um til að breyta þessu.

Það er því vel hægt að breyta land­bún­að­ar­kerf­inu þannig að bæði bænd­ur og neyt­end­ur hafi ávinn­ing af. Það vant­ar ein­fald­lega vilja stjórn­valda til þess.

Þeg­ar allt þetta er dreg­ið sam­an, end­ur­skoð­un skatt­kerf­is­ins, af­nám toll­vernd­ar á mat­væl­um og lækk­un vaxta með stöð­ugra gengi, gæti fjög­urra manna fjöl­skylda með 700 þús­und krón­ur í mán­að­ar­laun auk­ið ráð­stöf­un­ar­tekj­ur sín­ar um nærri 180 þús­und krón­ur á mán­uði. Það mun­ar um minna.

Lausn­ir þess­ar eru held­ur ekki til skamms tíma held­ur fram­tíð­ar­lausn fyr­ir lands­menn, það er það sem Við­reisn vill. Vilji er allt sem þarf en því mið­ur skort­ir þann vilja hjá stjórn­völd­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.