Litlu upp­lif­an­irn­ar gefi líf­inu mesta gild­ið

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Frá því Sigrún Jóna Norð­dahl kera­mík­hönn­uð­ur kom heim úr námi frá Englandi hef­ur hún rek­ið vinnu­stofu þar sem hún hann­ar og fram­leið­ir eig­in hönn­un úr leir. Hún seg­ir leir og leirtengd efni vera líf­ræn og beygja sig ekki alltaf að vilja manns sem geri vinnu henn­ar fyr­ir vik­ið svo skemmti­lega.

Fer­ill Sigrún­ar Jónu Norð­dahl kera­mík­hönnuð­ar byrj­aði frek­ar seint mið­að við flesta koll­ega henn­ar í stétt­inni. Áð­ur en hún sneri sér að kera­mík hafði hún stund­að nám í frönsk­um fræð­um í Há­skóla Ís­lands en öll þessi reynsla hef­ur að henn­ar sögn leitt hana á skemmti­leg­ar slóð­ir er­lend­is, bæði á Englandi og í Frakklandi, þar sem hún seg­ist hafa ver­ið svo lán­söm að vera við nám og störf. „Al­veg frá því að ég kom frá Englandi hef ég ver­ið með mína eig­in vinnu­stofu þar sem ég hanna og fram­leiði mína eig­in hönn­un. Þetta er mjög skemmti­legt en einnig mjög krefj­andi vett­vang­ur. Leir og leirtengd efni eru svo líf­ræn og beygja sig ekki alltaf að vilja manns en það er líka það sem leið­ir mann áfram í vinn­unni og ger­ir hana svona skemmti­lega.“

Örva skynj­un og upp­lif­un

Hún sæk­ir inn­blást­ur í dag­legt líf og um­hverfi sitt en auk þess hafi hún gam­an af því að horfa til sam­bands fólks við hluti. „Ég fram­leiði helst nytja­hluti sem hafa það markmið að vekja for­vitni og örva skynj­un og upp­lif­un okk­ar við dag­leg­ar at­hafn­ir. Ég hugsa mik­ið um það sam­band sem við eig­um við hluti í kring­um okk­ur og hvort hlut­ir geti ekki bæði ver­ið fal­lega hann­að­ir en á sama tíma haft eitt­hvert hlut­verk í að tengja okk­ur bet­ur við um­hverf­ið. Einnig trúi ég því að litlu upp­lif­an­irn­ar gefi líf­inu mesta gild­ið en í þeim hraða sem við upp­lif­um í líf­inu í dag fara þeir oft fram­hjá okk­ur. Hlut­irn­ir sem ég geri hafa þessi áhrif, þeir eru fag­ur­fræði­lega spenn­andi en hafa einnig þenn­an auka eig­in­leika sem eyk­ur gildi þeirra.“

Skemmti­legt verk­efni

Sigrún Jóna út­skrif­að­ist frá Uni­versity of Cumbria á Englandi ár­ið 2014 en hafði áð­ur lok­ið mót­un í Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vík og hönn­un­ar­braut í Iðn­skól­an­um í Hafnar­firði. Und­an­far­in ár hef­ur hún tek­ið þátt í mörg­um sýn­ing­um á Englandi og hér á landi, til dæm­is New Designers í London, Hönn­un­ar­mars og sam­sýn­ing­unni Hið ei­lífa smá­blóm í Ka­olín galle­ríi í Reykja­vík á síð­asta ári. „Síð­asta sum­ar fékk ég einnig það spenn­andi verk­efni að hanna borð­bún­að á SOE Kitchen 101 í Mars­hall­hús­inu. Það er jú al­gjör draum­ur að sjá eitt­hvað sem mað­ur hef­ur skap­að kom­ið í notk­un á stað eins og þess­um.“

Sigrún Jóna rek­ur Ka­olín Kera­mik á Skóla­vörðu­stíg í Reykja­vík ásamt sjö öðr­um kera­míker­um en þar eru all­ar vör­ur henn­ar til sölu. „Í versl­un okk­ar er­um við með milli­liða­lausa versl­un svo við­skipta­vin­ir eru að kaupa beint af lista­mann­in­um. Þetta er líka gef­andi og lif­andi sam­starf sem gam­an er að vera þátt­tak­andi í.“

Einnig má fylgj­ast með Sigrúnu Jónu á Face­book (si­grunn­orddahl) og Instra­gram (si­grunn­ord).

Ég fram­leiði helst nytja­hluti sem hafa það markmið að vekja for­vitni og örva skynj­un og upp­lif­un okk­ar við dag­leg­ar at­hafn­ir.

MYND/ATLI THOR ALFREDSSON

„Leir og leirtengd efni eru svo líf­ræn,“seg­ir Sigrún Jóna Norð­dahl kera­mík­hönn­uð­ur.

MYND/ANT­ON BRINK

„Þetta er mjög skemmti­legt en einnig mjög krefj­andi vett­vang­ur,“seg­ir Sigrún Jóna Norð­dahl kera­mík­hönn­uð­ur.

Til vinstri má sjá kerta­stjaka úr Berg-lín­unni. Til hægri eru könn­ur úr Handle it lín­unni.

Verk frá sýn­ing­unni Hið ei­lífa smá­blóm, sem var sam­sýn­ing Ka­ol­in á Hönn­un­ar­mars ár­ið 2018.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.