Rým­ið end­ur­spegl­ar sjálf­ið

Gott kaffi og dags­birta eru ómiss­andi á skrif­stof­unni að mati Bergrún­ar Íris­ar Sæv­ars­dótt­ur rit­höf­und­ar. Hún seg­ist sjálf vera inn­rétt­uð á svip­að­an hátt og skrif­stofa henn­ar í Ís­húsi Hafn­ar­fjarð­ar.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - Sól­veig Gísla­dótt­ir sol­[email protected]­bla­did.is

Það ligg­ur vel á Bergrúnu þeg­ar sleg­ið er á þráð­inn enda ný­bú­in að frétta að hún hafi feng­ið út­hlut­að sex mán­aða lista­manna­laun­um. Bergrún hef­ur myndskreytt í kring­um 45 bæk­ur en hef­ur stimpl­að sig inn sem barna­bóka­höf­und­ur und­an­far­in ár. Fyrsta bók henn­ar sem rit­höf­und­ur var barna­bók­in Vin­ur minn, vind­ur­inn sem kom út haust­ið 2014 en fyr­ir síð­ustu jól var hún með tvær skemmti­leg­ar bæk­ur. Ann­ars veg­ar Næt­ur­dýr­in, mynda­bók fyr­ir yngstu kríl­in, sem Bergrún skrif­aði og teikn­aði en Ragn­hild­ur Grön­dal samdi tónlist við. Hin bók­in heit­ir Lang­elst­ur í Leyni­fé­lag­inu og er fram­hald af Lang­elst­ur í bekkn­um.

„Ég hef aldrei þrosk­ast upp úr barna­bók­um og vona að ég geri það aldrei. Mér finnst barna­bæk­urn­ar bara miklu skemmti­legri, þar er kom­ist hrað­ar að kjarn­an­um og tal­að tæpitungu­laust. Svo er svo margt hægt að segja með mynd­um,“seg­ir Bergrún sem vinn­ur þessa dag­ana drög að þriðju bók­inni í „Lang­elst­ur“-serí­unni um þau Eyju og Rögn­vald. „Ég er líka að sinna alls kon­ar myndskreyti­verk­efn­um, er til dæm­is að búa til lita­bók fyr­ir UNICEF.“

Góð vinnu­að­staða er mik­il­væg en lengi vel var Bergrún með litla vinnu­stofu heima hjá sér. „Ég var kom­in með nóg af því að geta ekki tek­ið kaffi með vinnu­fé­lög­un­um og missa af öllu því sem fylg­ir því að vinna með öðru fólki. Skemmti-

leg­heit­um eins og leyni­vina­leikj­um og litlu jól­um. Ég var bú­in að horfa til Ís­húss­ins í Hafnar­firði í dá­lít­inn tíma. Síð­an fór ég til Prag í rit­höf­unda­dvöl í tvo mán­uði og próf­aði þá að vera í ró og næði og ekki með vinnu­stof­una of­an í heim­il­inu. Þeg­ar ég kom til baka gat ég ekki hugs­að mér að vinna heima,“seg­ir Bergrún sem flutti skrif­stof­una sína inn í Ís­hús­ið í janú­ar 2017.

Ég er mjög hrif­in af hlut­um með sál og allt sem ég fæ ekki að hafa heima hjá mér fer á skrif­stof­una.

„Í Ís­hús­inu er geggj­að­ur hóp­ur af æð­is­legu, fjöl­breyttu lista­fólki sem er að vinna í hinu og þessu. Mað­ur get­ur alltaf stað­ið upp, rölt og skoð­að hvað hinir eru að gera, kom­ið við kera­mik­ið, and­að að sér saglykt á smíða­verk­stæð­inu. Allt þetta get­ur kveikt á sköp­un­inni hjá manni.“

Hátt er til lofts í Ís­hús­inu en rýmun­um er skipt upp í bása. Bergrún er með mjög gott pláss í

ein­um básn­um en deil­ir rými með sauma­kon­um. Hún hef­ur inn­rétt­að bás­inn eft­ir sín­um smekk. „Ég er mjög hrif­in af hlut­um með sál, og allt sem ég fæ ekki að hafa heima hjá mér fer á skrif­stof­una,“seg­ir Bergrún hlæj­andi. „Skrifstofan mín er því end­ur­spegl­un á því hvernig ég sjálf er inn­rétt­uð.“

Þó Bergrún sé hrif­in af göml­um fal­leg­um mun­um er skrif­borðs­stóll­inn nýr af nál­inni. „Ég var bú­in að vinna of lengi á stól sem mér fannst fal­leg­ur frek­ar en þægi­leg­ur og það fór beint í bak­ið á mér. Ég fjár­festi því í góð­um skrif­borðs­stól og reyni að hugsa um lík­ams­stöð­una með­an ég vinn. En ég á það til að sökkva mér of­an í verk­efn­in og gleyma mér. Ég reyni líka að standa upp reglu­lega og labba hring í kring­um hús­ið.“

Bergrún seg­ist vera átta til fjög­ur týpa. „Ég skutla drengn­um í leik­skóla á morgn­ana, fer í vinnu og sæki hann aft­ur rúm­lega fjög­ur. Svo reyni ég eins og ég get að taka ekki vinn­una með mér heim, þó að það tak­ist ekki alltaf í mestu törn­un­um.“Dag­inn reyn­ir hún svo að brjóta upp með ýms­um fund­um enda þarf hún oft að hitta fólk og fara yf­ir verk­efni.

Til að geta ein­beitt sér not­ar Bergrún góð heyrn­ar­tól sem úti­loka öll ut­an­að­kom­andi hljóð. Það sem hún hlust­ar á fer síð­an eft­ir því hvert verk­efn­ið er. „Ef ég er að skrifa skáld­sögu hlusta ég mik­ið á klass­íska tónlist og kvik­mynda­tónlist en með­an ég er að teikna finnst mér gott að hlusta á hljóð­bæk­ur.“ En hvað er al­ger­lega ómiss­andi á vinnu­staðn­um? „Gott kaffi og góð dags­birta beint inn um stór­an glugga.“

Bæk­ur Bergrún­ar Íris­ar fá að sjálf­sögðu að njóta sín á skrif­stof­unni.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Bergrún Ír­is á skrif­stof­unni sinni í Ís­hús­inu sem hún seg­ir að sé inn­rétt­uð svo­lít­ið eins og hún sjálf.

Skipu­lagstafla Bergrún­ar og blekteikn­ing frá því hún var í mótelteikn­ingu í Mynd­lista­skól­an­um.

Hér má sjá þrjár portrett­mynd­ir sem Bergrún mál­aði í Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vík. Mynd­ina af Herra Kart­öflu­haus úr Toy Story mál­aði hún með syni sín­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.