Ein­falt sam­fé­lags­verk­efni

Múla­lund­ur vinnu­stofa SÍBS, sem er 60 ára í ár, býð­ur fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um allt fyr­ir skrif­stof­una og skap­ar um leið tæki­færi fyr­ir fólk með skerta starfs­orku til að leggja sitt af mörk­um til at­vinnu­lífs­ins. Vöru­úr­val og verð kem­ur þægi­lega á óvar

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ -

Múla­lund­ur fagn­ar sex­tíu ára af­mæli í ár. Þar fást all­ar al­menn­ar skrif­stofu­vör­ur á ein­um stað, papp­ír og rit­föng. Þar hafa þús­und­ir ein­stak­linga með skerta starfs­orku feng­ið ann­að tæki­færi. „Við segj­um stund­um að þetta sé ein­fald­asta sam­fé­lags­verk­efn­ið, að panta skrif­stofu­vör­ur frá Múla­lundi, sem hvort eð er þarf að kaupa, og fá þær send­ar dag­inn eft­ir,“seg­ir Sig­urð­ur Vikt­or Úlfars­son, fram­kvæmda­stjóri Múla­lund­ar, vinnu­stofu SÍBS.

Á Múla­lundi starfa dug­mikl­ir ein­stak­ling­ar sem í kjöl­far slyss eða heilsu­brests hafa þurft að tak­ast á við and­lega eða lík­am­lega fötl­un eða veik­indi.

„Það er sann­ar­lega ánægju­legt þeg­ar fyr­ir­tæki flétta sam­fé­lags­leg verk­efni sam­an við eig­in dag­leg­an rekst­ur með því að kaupa skrif­stofu­vör­urn­ar af Múla­lundi. Með því fá þau gæða­vör­ur og þjón­ustu sem aft­ur styð­ur starfs­fólk Múla­lund­ar í að byggja upp sjálfs­traust og þrótt með virkri þátt­töku á vinnu­mark­aði. Fólki er enda mjög mik­il­vægt að fá að mæta til vinnu, eiga vinnu­fé­laga og vera virkt í sam­fé­lag­inu,“seg­ir Sig­urð­ur.

Vin­sæl vef­versl­un

Á heima­síð­unni mula­lund­ur.is er rek­in stór og vin­sæl vef­versl­un. „Þar geta við­skipta­vin­ir val­ið úr glæsi­legu úr­vali skrif­stofu­vara, og bæði verð og úr­val koma ánægju­lega á óvart. Ein­falt er að versla á net­inu og við send­um vör­urn­ar strax dag­inn eft­ir,“upp­lýs­ir Sig­urð­ur. Fari pönt­un yf­ir 16.000 krón­ur er frí heimsend­ing um land allt en ef pant­að er fyr­ir lægri upp­hæð er tek­ið lágt send­ing­ar­gjald.

Penn­ar, papp­ír og dag­bæk­ur

Múla­lund­ur sel­ur allt sem hugs­ast get­ur fyr­ir skrif­stof­una. „Verð­in hjá okk­ur eru vel sam­keppn­is­hæf og oft­ar en ekki er­um við ódýr­ari en aðr­ir,“upp­lýs­ir Sig­urð­ur. Hann seg­ir mis­skiln­ings gæta um að Múla­lund­ur selji ein­ung­is eig­in fram­leiðslu­vör­ur, svo sem möpp­ur og plast­vasa. „Við bjóð­um líka upp á papp­ír, penna, tö­flutúss, lög­gilt­an skjalapapp­ír og allt mögu­legt ann­að fyr­ir skrif­stof­una. Þá er hægt að fá fjöl­breytt úr­val penna frá BIC, Mil­an, Pentel EnerGel og mörg­um fleir­um.“

Á haust­in býð­ur Múla­lund­ur lands­ins mesta úr­val af dag­bók­um. „Þeir sem vilja geta lát­ið gylla eða þrykkja nöfn og fyr­ir­tækja­merki í dag­bæk­urn­ar og skap­að með því vinnu í leið­inni,“út­skýr­ir Sig­urð­ur. „Marg­ir kjósa að kaupa all­ar sín­ar skrif­stofu­vör­ur hjá Múla­lundi og það styrk­ir okk­ur mik­ið í starfi, enda þarf ekki að fara lengra en á Múla­lund eft­ir al­menn­um skrif­stofu­vör­um,“seg­ir Sig­urð­ur.

Röð og regla með Egla

Egla-bréfa­bindi og -möpp­ur hafa fyr­ir löngu fest sig í sessi í ís­lensku at­vinnu­lífi. „Hér inn­an­húss segj­um við gjarn­an: Röð og regla með Egla,“seg­ir Sig­urð­ur og bros­ir. „Við selj­um líka tíma­rita­box þar sem kjöl­ur­inn lít­ur út eins og Egla-mappa og eru hugs­uð fyr­ir skýrsl­ur og gögn sem ekki er hægt að gata. Með þeim er snyrti­legt að horfa yf­ir hill­ur skrif­stof­unn­ar með allt í stíl,“seg­ir Sig­urð­ur. Fyr­ir­tæki geyma gjarn­an gögn í möpp­um um ákveð­inn tíma en færa þau svo yf­ir í skjala­kassa til að end­ur­nýta möpp­urn­ar. „Við bjóð­um vita­skuld upp á all­ar þess­ar lausn­ir og gott bet­ur, en Egla og fleiri vör­ur Múla­lund­ar fást beint frá Múla­lundi sem og í öll­um helstu rit­fanga­versl­un­um,“seg­ir Sig­urð­ur. Egla er ís­lenskt heiti og sæk­ir upp­runa sinn í Egils sögu Skalla­gríms­son­ar.

Starfs­manna­skír­teini og innri mark­aðs­setn­ing

Múla­lund­ur býð­ur upp á barm­merki og háls­bönd fyr­ir starfs­manna­skír­teini, fundi og ráð­stefn­ur. Þau eru ým­ist fram­leidd af starfs­fólki Múla­lund­ar eða inn­flutt. „Í dag merkja sí­fellt fleiri fyr­ir­tæki starfs­fólk sitt og þá henta barm­merki og háls­bönd vel. Þau fást í fjöl­mörg­um lit­um og eru bú­in sér­stakri ör­ygg­is­læs­ingu sem opn­ast sjálf­krafa ef rykkt er í bönd­in,“út­skýr­ir Sig­urð­ur.

Múla­lund­ur fram­leið­ir einnig músamott­ur sem eru vin­sæl­ar hjá fyr­ir­tækj­um til innri og ytri mark­aðs­setn­ing­ar.

„Á mott­urn­ar eru þá prent­uð skila­boð til starfs­manna tengd verk­ferl­um, gæða­stöðl­um, sam­eig­in­leg­um mark­mið­um eða átaks­verk­efn­um sem starfs­menn hafa svo við hönd­ina í dags­ins önn í orðs­ins fyllstu merk­ingu,“seg­ir Sig­urð­ur.

„100% end­urunn­inn“

Marg­ar af vör­um Múla­lund­ar eru fram­leidd­ar úr plasti og legg­ur Sig­urð­ur áherslu á að fólk sé vand­látt þeg­ar kem­ur að kaup­um á plast­vör­um.

„Mik­il­vægt er að plast­vör­urn­ar upp­fylli evr­ópska staðla um hrein­leika, þær séu end­ing­ar­góð­ar, sem mest end­urunn­ar og fram­leidd­ar sem næst notk­un­ar­stað til að lág­marka skað­leg áhrif á um­hverf­ið.“Pl­ast­ið sem Múla­lund­ur nýt­ir í sína fram­leiðslu upp­fyll­ir öll þessi skil­yrði. Það er fram­leitt í Evr­ópu og skráð í evr­ópska gagna­grunna (REACH) sem trygg­ir gagn­sæi inni­halds­efna. „Pl­ast­ið hef­ur evr­ópska vott­un til notk­un­ar við leik­fanga­gerð þar sem er gert ráð fyr­ir að börn stingi því upp í sig. Það trygg­ir hrein­leika og skað­laust vinnu­um­hverfi starfs­fólks og við­skipta­vina,“seg­ir Sig­urð­ur.

Vör­ur Múla­lund­ar hafa margsann­að sig þeg­ar kem­ur að góðri end­ingu. „Pl­ast­ið sem Múla­lund­ur nýt­ir er al­mennt 40 til 60 pró­sent end­urunn­ið og nú bjóð­um við líka upp á 0,18 mm plast­vasa úr 100 pró­sent end­urunnu efni. Ef leit­að er að „100% end­urunn­inn“í vef­versl­un Múla­lund­ar koma þess­ar vör­ur upp. Hreint, vott­að plast, sem er að stór­um hluta end­urunn­ið, fram­leitt stutt frá notk­un­ar­stað, not­að ár eft­ir ár og loks skil­að aft­ur í end­ur­vinnslu að notk­un lok­inni, er góð­ur kost­ur fyr­ir um­hverf­ið.“

Ein­fald­asta sam­fé­lags­verk­efn­ið er að panta skrif­stofu­vö­ur frá Múla­lundi, sem hvort eð er þarf að kaupa. Sig­urð­ur Vikt­or Úlfars­son

Öll­um er mik­il­vægt að vinna

Múla­lund­ur hef­ur frá ár­inu 1959 ver­ið rek­inn af SÍBS, með stuðn­ingi Happ­drætt­is SÍBS, og fagn­ar því eins og fyrr seg­ir sex­tíu ára af­mæli í ár. Af því til­efni verð­ur efnt til af­mæl­is­fagn­að­ar í vor. Frá því starf­sem­in hófst hafa þús­und­ir ein­stak­linga með skerta starfs­orku feng­ið ann­að tæki­færi og blómstr­að á ný.

„Múla­lund­ur stend­ur sjálf­ur und­ir stærst­um hluta tekna sinna, sem er allt að því eins­dæmi á vinnu­stof­um fólks með skerta starfs­orku. Hver ein­asta króna skipt­ir Múla­lund máli og ávinn­ing­ur­inn er sam­fé­lags­ins í heild, því sam­an hjálp­um við fleir­um sem glíma við skerta starfs­orku að kom­ast á vinnu­mark­að. Starf­sem­in stend­ur og fell­ur með við­skipta­vin­um okk­ar og í dag standa mörg fyr­ir­tæki sig vel í að flétta dag­lega starf­semi sam­an við sam­fé­lags­lega ábyrgð. Ís­lensk fyr­ir­tæki hafa stað­ið með okk­ur í 60 ár. Með því vinna all­ir,“seg­ir Sig­urð­ur.

Á Múla­lundi vinnu­stofu SÍBS er glæsi­leg versl­un við Reykjalund í Mos­fells­bæ. Sími 562 8500. Skoð­ið úr­val­ið á mula­lund­ur.is.

Ný­lega hóf Múla­lund­ur fram­leiðslu á end­ing­ar­góð­um glær­um vös­um úr 100% end­urunnu efni.

Egla-möpp­ur hafa fyr­ir löngu fest sig í sessi í ís­lensku at­vinnu­lífi.

Vör­ur Múla­lund­ar hafa margsann­að sig þeg­ar kem­ur að góðri end­ingu.

Fyr­ir­tæki sem skipta við Múla­lund leggja mik­il­vægu sam­fé­lags­verk­efni lið.

Að sögn Sig­urð­ar verð­ur efnt til af­mæl­is­fagn­að­ar með vor­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.