Ham­ingj­an í fyrsta sæti

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ -

Ánægt starfs­fólk skil­ar sér í enn betra fyr­ir­tæki. Það er hug­mynda­rík­ara, sýn­ir meiri holl­ustu og frum­kvæði og er lík­legra til að vera leng­ur í starfi sínu. Já­kvætt vinnu­um­hverfi hef­ur góð áhrif á starfs­fólk og vinnu­veit­end­ur og skil­ar sér í ör­ygg­is­til­finn­ingu, stuðn­ingi og virð­ingu í stað nei­kvæðni, streitu og álags með til­heyr­andi fjar­vist­um, van­líð­an og mis­tök­um.

1. Heils­aðu starfs­fólk­inu og leyfðu því að finna að þú gleðst yf­ir því að eiga sam­fylgd með því og njóta starfs­krafta þess.

2. Hrós­aðu mun oft­ar og laun­aðu það sem vel er gert með launa­upp­bót, fleiri frí­dög­um og sveigj­an­leika í starfi. Starfs­menn sem finna lít­ið til sín í starfi sækja frek­ar á önn­ur mið.

3. Ráddu ham­ingju­sama ein­stak­linga. Gl­aðsinna fólk smit­ar hlátri og létt­leika yf­ir vinnu­stað­inn og slík­ir vinnu­stað­ir eru eft­ir­sókn­ar­verð­ir.

4. Komdu starfs­fólk­inu á óvart og hristu upp í vinnu­deg­in­um, til dæm­is með því að fara með morg­un­fund­inn á vin­sælt kaffi­hús.

5. Ræddu við starfs­fólk­ið og komstu að ein­hverju óvæntu um það. Það sýn­ir að þú hef­ur áhuga á per­són­unni og það gæti nýst enn bet­ur í starf­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.