Líf­eyr­is­sjóð­ir leggi hinu op­in­bera lið í inn­viða­fjár­fest­ing­um

Skyn­sam­legt væri af hálfu stjórn­valda að fjölga þátt­tak­end­um í upp­bygg­ingu inn­viða, að mati fram­kvæmda­stjóra Birtu líf­eyr­is­sjóðs. Gild rök séu fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóð­ir fjár­magni inn­viði. Fjár­fest­ing­ar í slík­um verk­efn­um falli vel að eðli sjóð­anna.

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Skyn­sam­legt væri af hálfu stjórn­valda að fjölga þátt­tak­end­um í upp­bygg­ingu inn­viða, að mati fram­kvæmda­stjóra Birtu líf­eyr­is­sjóðs. Gild rök séu fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóð­ir fjár­magni inn­viði.

Ólaf­ur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir að færa megi góð og gild rök fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóð­ir fjár­magni inn­viði, hvort sem er með beinu eign­ar­haldi eða í formi kaupa á skulda­bréf­um. Slík­ir sjóð­ir séu lang­tíma­fjár­fest­ar og hag­ur þeirra sé fólg­inn í því að inn­við­ir lands­ins styðji sem best við upp­bygg­ingu hag­kerf­is­ins til lengri tíma.

„Skuld­bind­ing­ar líf­eyr­is­sjóða,“út­skýr­ir Ólaf­ur í sam­tali við Mark­að­inn, „eru til ára­tuga og fjár­fest­ing­ar­geta þeirra er mik­il á með­an upp­bygg­ing kerf­is­ins er hvað mest. Geta líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa til langs tíma er þannig alla jafna meiri en annarra fjár­festa og þá er líf­eyri­s­kerfi lands­manna ólíkt einka­fjár­magni á marga vegu sem gæti stuðl­að að meiri sátt um þátt­töku þeirra í fjár­mögn­un inn­viða,“nefn­ir hann.

Horfa þurfi í meira mæli til „mark­aðsvæð­ing­ar inn­viða“.

Birta líf­eyr­is­sjóð­ur er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóð­ur lands­ins með hreina eign upp á 350 millj­arða króna.

Ólaf­ur bend­ir á að Sam­tök iðn­að­ar­ins hafi ný­ver­ið áætl­að upp­safn­aða við­halds­þörf til­greindra inn­viða um 372 millj­arða króna en með upp­safn­aðri við­halds­þörf hafi þar ver­ið átt við það sem þurfi til þess að koma þeim inn­við­um í eðli­legt ástand.

Sem dæmi hafi frá­veitu­kerfi lands­manna feng­ið slaka ein­kunn og upp­söfn­uð við­halds­þörf á því ver­ið met­in á bil­inu 50 til 80 millj­arð­ar króna.

„Í mörg­um til­fell­um fara inn­viða­verk­efni vel sam­an við kröf­ur um sam­fé­lags­lega ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóða,“seg­ir Ólaf­ur og nefn­ir að fjár­fest­ing í frá­veitu­kerfi geti til að mynda stuðl­að að bættu um­hverfi sem falli vel að heims­mark­mið­um Sa­mein­uðu þjóð­anna um sjálf­bær­ar fjár­fest­ing­ar og ekki síð­ur að mark­mið­um líf­eyr­is­sjóða um já­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif af fjár­fest­ing­um.

Að mati Ól­afs væri skyn­sam­legt

af hálfu stjórn­valda að fjölga þátt­tak­end­um í upp­bygg­ingu inn­viða. Líf­eyr­is­sjóð­ir geti létt und­ir með ríki og sveit­ar­fé­lög­um. „Jafn­vel þó ein­hverj­ir telji að hið op­in­bera geti eitt og sér stað­ið að fram­kvæmd­um upp á hundruð millj­arða á næstu ár­um, þá gæti breið­ari nálg­un stuðl­að að meiri áhættu­dreif­ingu og auk­ið skil­virkni við inn­við­a­upp­bygg­ingu.

Dæm­in sýna að stór­ar fjár­fest­ing­ar geta ver­ið íþyngj­andi fyr­ir stjórn­sýsl­una og fjöl­þætt­ari nálg­un gæti bætt ákvarð­ana­töku. Í sum­um til­fell­um gætu sveit­ar­fé­lög ekki ráð­ið við um­fangs­mikl­ar fjár­fest­ing­arn­ar þó lög og regl­ur geri kröfu til þeirra um end­ur­bæt­ur á inn­við­um,“nefn­ir hann.

Áhugi á inn­viða­fjár­fest­ing­um fari vax­andi og hér á landi sé fyr­ir hendi mik­il þekk­ing á hönn­un, bygg­ingu og rekstri slíkra verk­efna.

Fleiri fjár­fest­ing­ar­kost­ir

Ólaf­ur nefn­ir einnig að inn­viða­fjár­fest­ing­ar falli vel að eðli líf­eyr­is­sjóða sem geri slík­ar fjár­fest­ing­ar að áhuga­verð­um kosti fyr­ir þá.

„Þau sjón­ar­mið hafa ver­ið uppi að líf­eyr­is­sjóð­ir eigi orð­ið of hátt hlut­fall í at­vinnu­fyr­ir­tækj­um sem skráð eru í Kaup­höll­inni og sum­ir hafa áhyggj­ur af því að þver­að eign­ar­hald þeirra í sam­keppn­is­rekstri geti haft letj­andi áhrif á sam­keppnis­vilja stjórn­enda.

Á með­an skuld­bind­ing­ar eru mæld­ar í ís­lensk­um krón­um er skyn­sam­legt að verja eign­um að hluta til inn­an­lands og þá skipt­ir máli að fjölga fjár­fest­ing­ar­kost­um og fjöl­breyti­leika þeirra, um­fram þá kosti sem líf­eyr­is­sjóð­um standa til boða í dag,“seg­ir Ólaf­ur.

Að­spurð­ur hvort líf­eyr­is­sjóð­ir og einka­fjár­fest­ar geri ekki of háa arð­sem­is­kröfu til fjár­fest­inga í inn-

við­um seg­ir Ólaf­ur svo ekki endi­lega vera. Skoða þurfi hverja fjár­fest­ingu fyr­ir sig.

Hann bend­ir á að leyfð arð­semi flutn­ings­fyr­ir­tækja og dreifi­veitna í eigu rík­is­ins geri ráð fyr­ir að arð­semi eig­in­fjár liggi á bil­inu 9 til 10 pró­sent. Horfa þurfi til fjár­magns­skip­an­ar slíkra verk­efna í heild og meta arð­semi út frá vegn­um fjár­magns­kostn­aði.

„Dæmi eru fyr­ir því að er­lend­ir bank­ar líti á að­ild inn­lendra líf­eyr­is­sjóða sem styrk­leika,“bend­ir Ólaf­ur á. „Þannig gæti eig­in­fjár­þátt­taka þeirra haft já­kvæð áhrif á veg­inn fjár­magns­kostn­að og jafn­vel haft já­kvæð áhrif á fram­gang verk­efna. Líf­eyr­is­sjóð­ir eru ekki endi­lega sér­fræð­ing­ar á sviði inn­viða­fjár­fest­inga en stærð og geta þeirra til að fjár­festa til lengri tíma get­ur haft já­kvæð áhrif.“

Þá geri líf­eyr­is­sjóð­ir sér fylli­lega grein fyr­ir því að um inn­viða­fjár­fest­ing­ar gildi stund­um strang­ari regl­ur um arð­semi. Kost­ir geti fal­ist í því fyr­ir líf­eyr­is­sjóði ef arð­semi séu sett efri mörk, enda búi þeir þá líka við tak­mark­aða tapsáhættu.

Að­koma líf­eyr­is­sjóða þurfi jafn­framt ekki að vera sam­bæri­leg. Hún geti ráð­ist af stöðu þeirra og eðli skuld­bind­inga og fjár­fest­ing­ar­stefnu. Sum­ir sjóð­ir gætu haft meiri áhuga á skulda­bréf­um á með­an aðr­ir hefðu áhuga á eig­in­fjár­þátt­töku.

Slaki að mynd­ast

Ólaf­ur seg­ir að­spurð­ur skyn­sam­legt að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ing­ar um þess­ar mund­ir, þó ekki væri nema ein­ung­is til þess að við­halda nú­ver­andi inn­við­um og láta þá ekki drabbast nið­ur.

„Það er margt sem bend­ir til þess að draga muni úr hag­vexti næstu miss­eri og að það kunni að mynd­ast slaki til slíkra verk­efna. Und­ir­bún­ing­ur inn­viða­verk­efna get­ur tek­ið lang­an tíma og það kann þannig að vera skyn­sam­legt að geta hrað­að fram­kvæmd­um ef hag­kerf­ið verð­ur fyr­ir áföll­um. Þau gera sjaldn­ast boð á und­an sér og skemmst er að minn­ast vanga­veltna um mögu­leg­ar breyt­ing­ar í ferða­þjón­ustu frá því í fyrra­sum­ar,“seg­ir Ólaf­ur.

Dæm­in sýna að stór­ar fjár­fest­ing­ar geta ver­ið íþyngj­andi fyr­ir stjórn­sýsl­una og fjöl­þætt­ari nálg­un gæti bætt ákvarð­ana­töku.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERN­IR

Ólaf­ur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Birtu, seg­ir að horfa þurfi í meira mæli til mark­aðsvæð­ing­ar inn­viða. Áhugi á inn­viða­fjár­fest­ing­um fari vax­andi og hér á landi sé fyr­ir hendi mik­il þekk­ing á rekstri slíkra verk­efna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.