Guð­mund­ur og Dag­ur losna ekki hvor við ann­an.

Guð­mund­ur Guð­munds­son og Dag­ur Sig­urðs­son mæt­ast enn eina ferð­ina þeg­ar Ís­land og Jap­an leiða sam­an hesta sína í B-riðli á HM í hand­bolta í dag. Þetta er í 17. sinn sem lið und­ir þeirra stjórn mæt­ast.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - ing­vit­[email protected]­bla­did.is

Leið­ir Guð­mund­ar Guð­munds­son­ar og Dags Sig­urðs­son­ar hafa leg­ið æði oft sam­an. Þeir mætt­ust sem leik­menn í efstu deild hér á landi og Dag­ur var svo fyr­ir­liði ís­lenska lands­liðs­ins þeg­ar Guð­mund­ur þjálf­aði það í fyrsta sinn (2001-04).

Síð­an Dag­ur hellti sér út í þjálf­un hafa lið þeirra Guð­mund­ar mæst 16 sinn­um. Og sautjándi leik­ur þeirra fer fram í München í dag þeg­ar Ís­land og Jap­an eig­ast við í B-riðli heims­meist­ara­móts­ins. Ís­lend­ing­ar eru með tvö stig eft­ir sig­ur­inn á Barein­um, gamla lið­inu hans Guð­mund­ar, en Jap­an­ir eru enn án stiga. Jap­an lék þó mjög vel gegn Evr­ópu­meist­ur­um Spán­ar í fyrra­dag og hjá Guð­mundi er aldrei í boði að van­meta and­stæð­ing­inn. Hið unga ís­lenska lið mæt­ir því vænt­an­lega fullt ein­beit­ing­ar til leiks í dag.

Dag­ur þekk­ir það þó að ná í óvænt úr­slit gegn Guð­mundi. Þeir mætt­ust í fyrsta sinn sem þjálf­ar­ar í riðla­keppn­inni á EM 2010. Guð­mund­ur var með ís­lenska lið­ið og Dag­ur það aust­ur­ríska sem náði óvæntu jafn­tefli, 37-37, eft­ir æv­in­týra­leg­an enda­sprett.

Guð­mund­ur og Dag­ur mætt­ust átta sinn­um í þýsku úr­vals­deild­inni þeg­ar þeir stýrðu Rhein-Neckar Löwen og Füch­se Berl­in. Ljón­in hans Guð­mund­ar unnu fjóra leiki, Berlín­ar­ref­irn­ir hans Dags tvo og tvisvar varð jafn­tefli.

Ár­ið 2014 tóku Guð­mund­ur og Dag­ur aft­ur við lands­lið­um; Guð­mund­ur því danska og Dag­ur því þýska. Þau mætt­ust í riðla­keppn­inni á HM 2015 í Kat­ar og gerðu jafn­tefli, 30-30, í hörku­leik.

Dan­mörk og Þýska­land mætt­ust í mill­iriðli á EM 2016 og þá höfðu Þjóð­verj­ar bet­ur, 25-23, og tryggðu sér sæti í undanúr­slit­um á með­an Dan­ir sátu eft­ir með sárt enn­ið. Þjóð­verj­ar fóru svo alla leið og urðu Evr­ópu­meist­ar­ar. Dan­mörk og Þýska­land mætt­ust tvisvar til við­bót­ar í vináttu­lands­leikj­um 2016 og skiptu sigr­un­um á milli sín.

Leið­ir Guð­mund­ar og Dags lágu enn einu sinni sam­an þeg­ar þeir tóku við Barein og Jap­an 2017. Dag­ur sendi Guð­mundi skemmti­lega kveðju á Face­book af þessu til­efni. „Mað­ur losn­ar ekki við þig. Til lukku, þetta verð­ur stuð. Game on.“

Barein og Jap­an mætt­ust þrisvar sinn­um með­an Guð­mund­ur stýrði Barein­um. Og hann hafði bet­ur í öll skipt­in, m.a. á Asíu­mót­inu 2018 þar sem Barein fór alla leið í úr­slita­leik­inn.

Guð­mund­ur tók við ís­lenska lands­lið­inu í þriðja sinn í fyrra og það var skrif­að í ský­in að Ís­land yrði með Jap­an í riðli á HM. Guð­mund­ur og Dag­ur virð­ast ekki losna hvor við ann­an og þeir mæt­ast í 17. sinn sem þjálf­ar­ar í dag. Töl­fræð­in er á bandi Guð­mund­ar. Lið hans hafa unn­ið átta leiki, lið­in hans Dags fjóra og fjór­um sinn­um hef­ur orð­ið jafn­tefli. Og ís­lenska þjóð­in von­ast til þess að Guð­mund­ur bæti ní­unda sig­ur­leikn­um við í München í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.