Hand­tóku tvo katalónska baejar­stjóra

Fréttablaðið - - +PLÚS - – þea NORDICPHOTOS/AFP

Ba­ejar­stjór­ar tveggja baeja í Girona-hér­aði Ka­talón­íu, Vergas og Celra, voru hand­tekn­ir í gaer, sak­að­ir um að hafa vald­ið glund­roða á al­mannafa­eri. Fjór­tán að­gerða­sinn­ar voru einnig hand­tekn­ir.

Benet Salellas, lög­mað­ur CUP, flokks að­skiln­að­ar­sinna sem baejar­stjór­arn­ir til­heyra, sagði að hand­tök­urn­ar vaeru órétt­lát­ar og úr sam­hengi við brot­ið. Sam­kvaemt Salellas tengj­ast hand­tök­urn­ar mót­ma­el­um sem fóru fram í Girona þann 6. des­em­ber.

Er Salellas kom á rík­is­lög­reglu­stöð­ina í Girona þar sem baejar­stjór­un­um var hald­ið var hon­um mein­að­ur inn­gang­ur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég tal­aði spa­ensku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömu­leið­is rétt­indi skjólsta­eð­inga minna,“sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er op­in­bert tungu­mál í sjálfs­stjórn­ar­hér­að­inu og á Spáni í heild.

Flokk­ar að­skiln­að­ar­sinna á katalónska hér­aðs­þing­inu snið­gengu nefnd­ar­fundi í gaermorg­un til þess að mót­ma­ela hand­tök­un­um. Ro­ger Tor­rent, for­seti þings­ins, sagð­ist styðja baejar­stjór­ana. „Við von­um að þeir verði taf­ar­laust leyst­ir úr haldi. Ha­ett­ið þess­ari kúg­un. Það er kom­ið nóg af því að mót­ma­eli séu baeld nið­ur.“

Deila Ka­talóna og stjórn­valda í Ma­dríd er í sömu patt­stöðu og hún hef­ur ver­ið frá sjálfsta­eðis­at­kvaeð­a­greiðslu og -yf­ir­lýs­ingu októ­ber­mán­að­ar 2017. Í fe­brú­ar fer fyr­ir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórn­mála­manna og að­gerða­sinna sem Spán­verj­ar hafa hald­ið í varð­haldi í rúmt ár og áka­ert fyr­ir með­al ann­ars upp­reisn gegn spa­enska rík­inu.

Carme Forca­dell, ákaerði fyrr­ver­andi þing­for­set­inn, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu um málsvörn sína í gaer þar sem hún sagði mál­ið póli­tískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt regl­um þings­ins. For­seti Al­þing­is hef­ur áð­ur lýst yf­ir áhyggj­um sín­um af stöðu Forca­dell en hún á yf­ir höfði sér sautján ára fang­els­is­dóm.

Santi Vila, fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra hér­aðs­ins, gaf út sams kon­ar yf­ir­lýs­ingu. Sagði að at­kvaeð­a­greiðsl­an hefði ekki ver­ið fjár­mögn­uð með skatt­fé.

Mót­ma­eli eru tíð í Ka­talón­íu og sögð ásta­eða hand­tak­anna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.