Fjölg­un hjúkr­un­ar­fra­eð­inema við HA

Fréttablaðið - - SMÁAUGLÝSINGAR - Ey­dís Kr. Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti heil­brigð­is­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Akur­eyri

Ís­lend­ing­ar elska átaks­verk­efni – verk­efni er lúta að sjálf­ba­erni og reglu­legu við­haldi er okk­ur erfitt. Ég út­skrif­að­ist úr hjúkr­un­ar­fra­eði 1987 og hef ver­ið í „brans­an­um“síð­an þá. Starf við hjúkr­un, kennslu og rann­sókn­ir í 30 ár hef­ur ekki far­ið var­hluta af þess­um ein­kenn­um land­ans. Ekki mis­skilja mig – þetta eru af­ar góð við­bragð­s­ein­kenni en geta orð­ið eins­leit og kraft­laus í glímu við marg­þa­ett­an vanda sem leysa þarf með fram­tíð­ar­sýn, stefnu­mót­un, verklagi og áa­etl­un­um sem byggja á gagn­reyndri þekk­ingu, kostn­að­ar­áa­etl­un­um (sem stand­ast!) – og síð­ast en ekki síst á póli­tísk­um vilja til lengri tíma. Eitt­hvað sem heit­ir út­hald og stefnu­festa en ekki átak! Mönn­un­ar­skort­ur í hjúkr­un hef­ur ver­ið þema í störf­um mín­um þessi ár – sér­stak­lega sem hjúkr­un­ar­stjórn­andi á Land­spít­ala.

Skýrsla Rík­isend­ur­skoð­un­ar frá 2017 lýs­ir ága­et­lega vand­an­um sem við er að glíma, en þar er hvatt til auk­ins sam­starfs allra stofn­ana og ráðu­neyta er koma að mál­inu og lagð­ar fram áa­etlan­ir til lausn­ar. Á heima­síðu Rík­isend­ur­skoð­un­ar frá 10. októ­ber 2017 kem­ur eft­ir­far­andi fram: „Í nýrri stjórn­sýslu­út­tekt Rík­isend­ur­skoð­un­ar um mönn­un, mennt­un og starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fra­eð­inga er bent á að í lok árs 2016 hafi um 225 stöðu­gildi hjúkr­un­ar­fra­eð­inga ver­ið ómönn­uð inn­an ís­lensks heil­brigðis­kerf­is. Að auki sé tal­ið að fjölga þurfi stöðu­gild­um um 180. Þar sem hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­ar eru al­mennt í um 70% starfs­hlut­falli má aetla að um 570 hjúkr­un­ar­fra­eð­inga vanti til starfa í heil­brigðis­kerf­inu. Til sam­an­burð­ar má geta að Há­skóli Ís­lands og Há­skól­inn á Akur­eyri hafa síð­ustu fimm ár að jafn­aði út­skrif­að sam­tals 127 hjúkr­un­ar­fra­eð­inga ár­lega. Í þessu sam­bandi ber einnig að hafa í huga að að um fimmt­ung­ur starf­andi hjúkr­un­ar­fra­eð­inga öðl­ast rétt til töku líf­eyr­is á naestu þrem­ur ár­um (sagt ár­ið 2017). Loks bend­ir margt til þess að álag í heil­brigð­is­þjón­ustu auk­ist á kom­andi ár­um, m.a. vegna haekk­andi líf­ald­urs þjóð­ar­inn­ar.“Umba­et­ur fel­ast baeði í að baeta starfs­um­hverfi í heil­brigð­is­þjón­ustu og mennta fleiri hjúkr­un­ar­fra­eð­inga á Íslandi.

Frétt­ir í janú­ar ár hvert, stund­um í öðr­um mán­uð­um líka, hafa snú­ið að vanda há­skóla­sjúkra­húss­ins við að tak­ast á við verk­efni bráða­mót­töku við að koma bráð­veik­um sjúk­ling­um á inn­lagn­ar­deild­ir vegna hins svo­kall­aða frá­fla­eðis­vanda og skorts á mönn­un í hjúkr­un. Mér hef­ur oft fund­ist for­svars­menn gefa út­skrift­ar­vand­an­um meira gildi en sjálf­um skort­in­um á hjúkr­un­ar­fra­eð­ing­um sem ég tel vera und­ir­rót vand­ans baeði inn­an og ut­an há­skóla­sjúkra­húss­ins – og veld­ur víta­hring í öllu kerf­inu. Það kvað við nýrri tón hjá nýj­um landla­ekni og for­stjóra há­skóla­sjúkra­húss­ins í þetta skipt­ið. Þau voru sam­mála um að bráðnauð­syn­legt sé að tak­ast á við mönn­un­ar­vanda í hjúkr­un – baeði í frétt­um RÚV og Stöð 2. Loka­orð for­stjóra Land­spít­ala í Kast­ljósi voru að við verð­um að hjálp­ast að við „… að tryggja það að naesta kyn­slóð vilji vinna við hjúkr­un og heil­brigð­is­þjón­ustu“.

Heil­brigð­is­vís­inda­svið Há­skól­ans á Akur­eyri (HA) var í viðra­eð­um við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið um fjölg­un hjúkr­un­ar­fra­eð­inema. Svið­ið vann á haust­miss­eri 2018 fjölg­un­ar­áa­etl­un/ kostn­að­ar­áa­etl­un fyr­ir ráðu­neyt­ið um að fjölga hjúkr­un­ar­fra­eð­inem­um við HA á ár­un­um 2019-2021. Auð­vit­að krefst fjölg­un hjúkr­un­ar­fra­eð­inema sam­stöðu og sam­starfs margra. Það krefst ná­ins sam­starfs við heil­brigð­is­stofn­an­irn­ar sem taka á móti nem­um í klín­ískt nám þar sem ekki er alltaf naeg­ur mannafli til að taka á móti nem­un­um. Hermi­kennsla og ný taekni í kennslu kem­ur þó í vax­andi maeli inn í mynd­ina og virkja má bet­ur heil­brigð­is­stofn­an­ir um allt land.

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að taka inn 55 nem­end­ur í hjúkr­un­ar­fra­eði eft­ir sam­keppn­is­próf í des­em­ber upp á vormiss­eri 2019. Af 136 nem­end­um sem þreyttu sam­keppn­is­próf­in náðu 59 nem­end­ur öll­um próf­um upp á vormiss­er­ið. Hjúkr­un­ar­fra­eði­deild hef­ur þó að­eins fjár­magn til að taka 55 inn á vormiss­eri 2019. Mik­ilvaegt er að taka fram að próf­fra­eði­lega komu próf­in út eins og und­an­far­in ár sem þýð­ir að þau voru sam­ba­eri­leg að þyngd og und­an­far­in ár. Heil­brigð­is­vís­inda­svið HA vill leggja sitt af mörk­um til að leysa mönn­un­ar­vanda í hjúkr­un. Þar reið­um við okk­ur á sam­stöðu með stjórn­völd­um, sam­vinnu við HÍ og heil­brigð­is­stofn­an­ir.

Það kvað við nýrri tón hjá nýj­um landla­ekni og for­stjóra há­skóla­sjúkra­húss­ins í þetta skipt­ið. Þau voru sam­mála um að bráðnauð­syn­legt sé að tak­ast á við mönn­un­ar­vanda í hjúkr­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.