Jafn­tefli dug­ar ís­lenska lið­inu í dag

Fréttablaðið - - SPORT -

Það verða hrein­ir úr­slita­leik­ir í öll­um þrem­ur leikj­un­um í B-riðli sem Ís­land er í á Heims­meist­ara­mót­inu í hand­bolta í dag. Fyr­ir lokaum­ferð­ina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og maet­ast þau í kvöld í leik um efsta sa­et­ið og um leið að fara með fullt hús stiga í mill­iriðl­ana. Ís­lensku þjálf­ar­arn­ir Aron Kristjáns­son og Dag­ur Sig­urðs­son leiða sam­an hesta sína í fyrsta leik dags­ins þar sem fimmta sa­eti riðils­ins verð­ur í boði en augu Ís­lend­inga verða á leik Ís­lands og Ma­kedón­íu í Ólymp­íu­höll­inni í München í dag.

Eft­ir tor­sótt­an sig­ur Ís­lands á Jap­an í gaer og tap Ma­kedón­íu gegn Spáni eru lið­in jöfn að stig­um. Baeði hafa unn­ið tvo leiki og tap­að tveim­ur fyr­ir leik­inn en Ís­land er í vaen­legri stöðu. Stór­sig­ur Ís­lands gegn Barein á mánu­dag­inn ger­ir það að verk­um að ís­lenska lið­ið er með mun betri marka­tölu en Ma­kedón­ía fyr­ir leik lið­anna síð­ar í dag sem þýð­ir að Íslandi dug­ar jafn­tefli í kvöld. Ma­kedón­ía vann níu marka sig­ur á Jap­an í fyrsta leik lið­anna á HM og fylgdi því eft­ir með fimm marka sigri á Barein en eft­ir tap­leiki gegn Spáni og Króa­tíu er marka­tala þeirra sex mörk í mín­us á með­an Ís­land er með ell­efu mörk í plús.

Þetta verð­ur sextánda við­ur­eign Ís­lands og Ma­kedón­íu og hef­ur Ís­land átt góðu gengi að fagna gegn and­sta­eð­ing­um dags­ins. Í fimmtán leikj­um hef­ur Ís­land unn­ið ell­efu sinn­um, Ma­kedón­ía þrisvar og einu sinni skildu lið­in jöfn, á síð­asta HM sem fór fram í Frakklandi.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/AFP

Akur­eyr­ing­ur­inn Arn­ór Þór Gunn­ars­son var marka­haest­ur í ís­lenska lið­inu ásamt Stefáni Rafni Sig­ur­manns­syni í leikn­um gegn Jap­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.