Sann­leik­ur­inn um elstu kon­una

Fréttablaðið - - 32LÍFIÐ - Þor­bjarg­ar Gunn­laugs­dótt­ur

Ég las frétt um elstu konu í heimi um dag­inn. Reynd­ar fae ég stund­um á til­finn­ing­una að elstu kon­ur heims séu fleiri en ein mið­að við hversu oft þa­er birt­ast í fjöl­miðl­um með heilra­eði og skýr­ing­ar á lang­líf­inu. Sann­leik­ur­inn að baki lífs­galdr­in­um er yf­ir­leitt alltaf ein­hver einn. Oft­ast hef­ur mér fund­ist ásta­eð­an vera sú að elsta kona í heimi hef­ur aldrei lit­ið á karl­mann en leyft sér huggu­legt staup á kvöld­in.

Janú­ar er hálfn­að­ur og ég tóri enn í lífs­fra­eð­un­um. Það er í sjálfu sér gríð­ar­góð­ur per­sónu­leg­ur ár­ang­ur. Við gaet­um ver­ið að horfa á met. Þetta er sterkt ár hvað varð­ar að­gengi að 10 at­riða list­um um ár­ang­ur og hamingju. Sp­urn­ing­in er bara hvaða skóla á að fylgja. Ég hef ver­ið dá­lít­ið skot­in í hug­mynda­fra­eð­inni um að reyna ekki að hugsa fyrr en eft­ir fyrsta kaffi­bolla. Og að halda kaffifla­eð­inu svo gang­andi. Aðr­ir boða að fylgja eig­in sann­fa­er­ingu. Enn aðr­ir mik­ilvaegi þess að hlusta. Muna að drekka vatn. Upp­lifa nátt­úr­una. Fara að sofa. Hreyfa sig. Njóta fjöl­skyld­u­stunda. Leyfa sér að blómstra í starfi. Skoða heim­inn. Borða túr­merik. Vera til stað­ar. Taka af­stöðu. Ekki daema. Leggja fyr­ir. Njóta. Hug­leiða og brosa. Haetta svo að af­saka sig. Vera þakk­lát. Ekki kaupa til­bú­inn mat. Baka brauð (samt ekki borða það). Og vera svo besta út­gáf­an af sjálfri þér. En ekki að stressa sig, því þú ert nóg.

Eft­ir að hafa les­ið frétt­ir um svar­ið að baki lang­lífi elstu kvenna heims held ég að það gaeti ver­ið skemmti­legt að eiga vand­aða kvöld­stund með heims­meist­ara­klúbbi aldr­aðra kvenna og sötra með þeim púrt­vín. Púrt­vín er gott og fínt. Síð­an mun sann­leik­ur­inn og gald­ur­inn sem fylg­ir janú­ar­mán­uði að mestu líða hjá fyr­ir mán­aða­mót og við end­ur­heimt­um lífið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.