Fréttu bara úti í bæ af brott­hvarfi sjúkra­bíla

Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri Rangár­þings eystra, seg­ir gal­ið að hætta við­veru sjúkra­bíla á Hvols­velli um leið og rík­ið setji auk­ið fé í sjúkra­flutn­inga í sýsl­unni. Fólk með minni mennt­un verði á bakvökt­um á kvöld­in og um næt­ur.

Fréttablaðið - - +PLÚS - [email protected]­bla­did.is

„Við sjá­um þetta kerfi ekki virka,“seg­ir Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri Rangár­þings ytra, þar sem mik­il ónægja er með breytt fyr­ir­komu­lag á sjúkra­flutn­ing­um á veg­um Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands.

Að sögn sveit­ar­stjór­ans hef­ur bæki­stöð sjúkra­flutn­inga ver­ið í húsi Rauða kross­ins á Hvols­velli og þar hafi ver­ið mönn­uð vakt. Nú séu sjúkra­flutn­inga­menn að­eins á bakvakt eft­ir klukk­an sjö á kvöld­in og eru þá sér­stak­lega ræst­ir út í út­köll.

„Síð­an á að fara að keyra bakvakt­ir með starfs­mönn­um sem eru ekki full­mennt­að­ir,“seg­ir Ant­on Kári. Hann sé ekki að gagn­rýna það fólk sem sinni bakvökt­un­um. „En þarna fá­um við ekki sömu fag­mennt­un­ina á bíl­ana. Þetta er ekki eins reynslu­mik­ið fólk.“

Ant­on Kári seg­ir að í fyrra hafi ver­ið áætl­að­ar 300 millj­ón­ir króna í sjúkra­flutn­inga í Rangár­valla­sýslu og á Sel­foss­svæð­inu. Kostn­að­ur­inn hafi hins veg­ar orð­ið 380 millj­ón­ir. Fram­lag­ið fyr­ir þetta ár hafi síð­an ver­ið auk­ið um 68 millj­ón­ir til sjúkra­flutn­inga í Rangár­valla­sýslu einni.

„Þess vegna finnst okk­ur á all­an máta óeðli­legt að það sé skor­in nið­ur þjón­usta hér í Rangár­þingi en hvergi ann­ars stað­ar inn­an um­dæm­is­ins. Það eru bara tekn­ir þess­ir pen­ing­ar úr Rangár­valla­sýslu og þeir renna inn í hít­ina,“seg­ir Ant­on Kári. Skerð­ing­in sé fólki í Rangár­þingi óskilj­an­leg og menn harmi hana.

Ant­on seg­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn í Rangár­þingi einnig ósátta við sam­skipta­leysi HSU við sveit­ar­stjórn­ina og stjórn­sýsl­una. „Fyrstu frétt­irn­ar sem við feng­um af þess­um breyt­ing- um var þeg­ar frétta­mað­ur hringdi í mig á gaml­árs­dag til að óska eft­ir upp­lýs­ing­um,“lýs­ir hann.

Ekk­ert breytt­ist, að sögn Ant­ons Kára, með fundi sveit­ar­stjórn­ar­manna með Her­dísi Gunn­ars­dótt­ur, for­stjóra HSU, á þriðju­dag. „Hún legg­ur þetta upp allt öðru vísi og seg­ir að þess­ir pen­ing­ar séu vissu­lega not­að­ir en að það vanti bara meira. En við telj­um að það eigi ekki að bitna á ör­yggi íbúa og ferða­manna hér í sýsl­unni,“seg­ir hann.

Þá seg­ir Ant­on Kári Rauða kross­inn hafa boð­ist til að gera breyt­ing­ar á hús­næð­inu á Hvols­velli eft­ir forskrift frá HSU og sveit­ar­fé­lag­ið boð­ið fram heilt íbúð­ar­hús sem að­stöðu fyr­ir þá sem eru á vakt.

„Það var ekk­ert haft sam­band við okk­ur meira, en svo frétt­um við af því bara úti í bæ fyr­ir nokkr­um dög­um að það sé bú­ið að færa sjúkra­bíl­ana út á Hellu,“seg­ir sveit­ar­stjór­inn. Um þetta muni mik­ið í við­bragðs­tíma. „Bíl­arn­ir hér voru nátt­úr­lega mik­ill stuðn­ing­ur við þá fyr­ir aust­an, við Vík og Klaust­ur þar sem al­var­leg­ustu slys­in hafa orð­ið und­an­far­ið. Okk­ur finnst þetta gal­ið.“

Það var ekk­ert haft sam­band við okk­ur meira, en svo frétt­um við af því bara úti í bæ fyr­ir nokkr­um dög­um að það sé bú­ið að færa sjúkra­bíl­ana út á Hellu. Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri Rangár­þings ytra

MYND/MARGRÉT JÓNA ÍSÓLFSDÓTTIR

Ant­on Kári Hall­dórs­son, sveit­ar­stjóri Rangár­þings ytra, við hús Rauða kross­ins á Hvols­velli þar sem eng­an sjúkra­bíl er að finna leng­ur þrátt fyr­ir meira fé í mála­flokk­inn. „Okk­ur finnst þetta gal­ið,“seg­ir hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.