Manni – þriggja manna spil

Fréttablaðið - - HELGIN -

Byrj­ið á að taka tvist­ana úr spila­bunk­an­um og setj­ið þá í einn bunka, upp í loft. Hjart­atvist­ur­inn er efst­ur, síð­an spað­at­vist­ur­inn, þá tígult­vist­ur­inn og að lok­um lauf­at­vist­ur­inn. Eft­ir hvern leik er skipt og efsta spil­ið lend­ir neðst og þannig koll af kolli. Sú sort sem er efst hverju sinni seg­ir til um hvert tromp­ið er í hverj­um leik. Hjart­að er sem sagt tromp eft­ir fyrstu gjöf. Mun­ið að spil­ið bygg­ist á því að taka sem flesta slagi.

Einn spil­ar­inn tek­ur af­gang­inn af spil­un­um og gef­ur rétt­sæl­is þrjú spil í einu í fjóra bunka. Fyrsti bunk­inn er nefnd­ur Manni. Spil­ar­arn­ir taka hver sinn bunk­ann.

Þeg­ar bú­ið er að gefa og áð­ur en byrj­að er að spila má sá sem er í for­hönd (vinstra meg­in við þann sem gaf) skipta út sín­um spil­um fyr­ir Mann­ann. Ef hann nýt­ir ekki þann mögu­leika flyst rétt­ur­inn yf­ir á þann næsta og ef hann vill held­ur ekki Mann­ann má gjaf­ar­inn taka hann. Það má ekki kíkja á Mann­ann áð­ur en hann er tek­inn.

Sá sem er í for­hönd set­ur fyrst­ur út og síð­an leggja hinir spil­ar­arn­ir í slag­inn. Hæsta spil­ið í sort­inni sem er í borði vinn­ur slag­inn en eigi spil­ari ekki sort­ina sem er úti má hann trompa og taka þá slag­inn, eða setja út hvaða spil sem er. Hæsta tromp vinn­ur slag­inn. Ekki má trompa nema spil­ari sé lit­þrota (ren­us).

Spil­ar­arn­ir fá eitt stig fyr­ir hvern slag eft­ir að fjór­um slög­um hef­ur ver­ið náð. Spil­ar­arn­ir skipt­ast á um að gefa og Mann­inn get­ur hald­ið áfram þar til einn spil­ari eða fleiri ná tíu stig­um. Sá sem fær flest stig er að sjálf­sögðu sig­ur­veg­ari.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.