Er ekki heila­dauð­ur enn

Rögn­vald­ur Hann­es­son, pró­fess­or emer­it­us við há­skól­ann í Ber­gen, hlaut heið­urs­doktors­nafn­bót við Há­skól­ann á Akur­eyri á sviði auð­linda­hag­fræði, einkum fiski­hag­fræði.

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN [email protected]­bla­did.is

Auk þess að hljóta heið­urs­doktors­nafn­bót á föstu­dag­inn við Há­skól­ann á Akur­eyri var Rögn­vald­ur Hann­es­son auð­linda­hag­fræð­ing­ur með­al fræðimanna á ráð­stefn­unni Fisk­veið­ar og þjóð­ar­hag­ur, sem einnig var á veg­um HA. Hann var líka með­al fyrstu kenn­ara skól­ans og hef­ur kennt þar stöku sinn­um síð­an.

Rögn­vald­ur er Horn­firð­ing­ur í grunn­inn en hef­ur bú­ið í Nor­egi í yf­ir 50 ár. At­hygli vek­ur hversu vel hann held­ur móð­ur­mál­inu við. „Ég hef nú kom­ið hing­að ann­að slag­ið, vegna fyr­ir­lestra í há­skól­un­um,“seg­ir hann og kveðst oft heim­sækja ætt­ingj­ana í þeim ferð­um. „En ég bý í Ber­gen, starf­aði þar lengi við há­skól­ann.“

Sp­urð­ur hvort það sé snú­ið fyr­ir hann að fjalla um fisk­veið­ar og þjóð­ar­hag á Íslandi eins og á ráð­stefn­unni nú, þar sem hags­mun­ir Ís­lend­inga og Norð­manna fari ekki alltaf sam­an, kann­ast Rögn­vald­ur vel við deil­urn­ar um mak­ríl­inn, síld­ina og flökku­fisk­ana. „Svo keppa Ís­lend­ing­ar og Norð­menn líka á sömu mörk­uð­um,“bend­ir hann á. „En báð­ar þjóð­irn­ar eru að reyna að selja mat til fólks sem hef­ur meira en nóg að éta og þurfa að sann­færa það um að kaupa fisk frek­ar en eitt­hvað ann­að. Margt fólk í út­lönd­um hef­ur dá­lít­ið und­ar­leg­ar hug­mynd­ir um líf­ið í haf­inu. Sumt vill jafn­vel að fisk­ur­inn sé skil­inn eft­ir handa hvöl­um og fugl­um. Ís­lend­ing­ar og Norð­menn hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að koma fólki í skiln­ing um að það sé allt í lagi að ná í ein­hvern mat úr haf­inu, hvala- og fugla­stofn­um sé ekki stefnt í voða við það.“

Hann kveðst ánægð­ur með þró­un fisk­veiði­mála hér að svo miklu leyti sem hann hafi fylgst með henni. „Ég hef æv­in­lega stutt kvóta­kerf­ið ís­lenska og styð þá hug­mynd að koma á auð­linda­gjaldi en þá má ekki of­gera fyr­ir­tækj­un­um.“

Nú kveðst Rögn­vald­ur kom­inn á eft­ir­laun. „Ég er orð­inn 75 ára gam­all en hef far­ið til ým­issa staða eft­ir það og hald­ið nám­skeið, til dæm­is til Georgíu í Káka­sus nokkr­um sinn­um. Ég er ekki heila­dauð­ur enn! Svo skrifa ég að­eins papp­íra og þeg­ar vel tekst til eru þeir birt­ir í tíma­rit­um. Sá síð­asti fjall­aði um sjáv­ar­út­veg­inn. Ann­ars hef ég feng­ið æ meiri áhuga á lofts­lags- og orku­mál­um.“

Innt­ur eft­ir fjöl­skyldu­hög­um upp­lýs­ir hann að hafa ver­ið gift­ur ís­lenskri konu á sín­um tíma og eiga með henni son sem sé talandi á ís­lensku. „En hann býr í Sví­þjóð og er fyrst og fremst Svíi. Svo á ég norsk börn með sænskri konu. Þetta er dá­lít­ið flók­ið!“

Þús­und­ir mót­mæltu við Al­þingi 20. janú­ar 2009 og fram á að­faranótt þess 21. Það kast­að­ist í kekki milli mót­mæl­enda og lög­reglu­manna en lög­regl­an sak­aði mót­mæl­end­ur um grjót­kast. Því var svar­að að bragði með því að draga fram piparúða­brúsa. Fólk­ið krafð­ist kosn­inga og stjórn­arslita en fá­um dög­um síð­ar hrökkl­að­ist rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá völd­um. Allt í allt stóðu mót­mæl­in þenn­an dag yf­ir í um hálf­an sól­ar­hring.

Rögn­vald­ur er Horn­firð­ing­ur en hef­ur bú­ið í Nor­egi í yf­ir 50 ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.