Arnold bauð Fjall­inu í kvöld­mat og kósí

Haf­þór Júlí­us Björns­son var beð­inn um að fljúga til Kali­forn­íu til að safna fé fyr­ir slökkvi­liðs­menn. Arnold Schw­arzenegger stóð fyr­ir fjár­öfl­un­inni og bauð Fjall­inu í mat og UFC-áhorf á heim­ili sínu.

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - MYND/INSTA­GRAM

Kraf­ta­karl­inn ógur­legi Haf­þór Júlí­us Björns­son lagði góðu mál­efni lið um helg­ina þar sem hann sýndi mátt sinn á sér­stakri krafta­sýn­ingu Arnolds Schw­arzenegger í Kali­forn­íu. Sam­kvæmt Insta­gram-síðu Haf­þórs flaug hann til Los Ang­eles fyr­ir helgi í boði Arnolds sem setti sýn­ing­una á fót til að safna fé fyr­ir slökkvi­liðs­menn sem háð hafa hetju­lega bar­áttu við gríð­ar­lega skógar­elda í rík­inu síð­ustu vik­ur. Krafta­keppn­in fór fram á hinni þekktu Santa Monica Pier.

Haf­þór Júlí­us greindi frá ferða­lagi sínu á Insta­gram fyr­ir helgi og fékk þá kæra kveðju frá Schw­arzenegger sjálf­um sem kvaðst hlakka til að sjá hann.

Eft­ir að hafa svitn­að fyr­ir slökkvi­liðs­menn­ina fengu Haf­þór og eig­in­kona hans heim­boð frá Arnold sjálf­um ef marka má Insta­gram­síðu vöðvatrölls­ins. Þar sit­ur Haf­þór fyr­ir á mynd með Arnold og leik­ar­an­um ít­ur­vaxna Joe Mang­aniello og þakk­ar átrún­að­ar­goð­inu fyr­ir góða veislu, kvöld­mat og UFC-áhorf.

„Frá­bært kvöld með vin­um í gær,“skrif­ar Haf­þór við Insta­gram-færslu sína á sunnu­dag.

„Þakka þér Schw­arzenegger fyr­ir að bjóða mér og eiginkonu minni á þitt fal­lega heim­ili.“Færsl­una merk­ir Haf­þór svo með myllu­merkj­un­um #Dinner og #UFC.

Haf­þór verð­ur sem fyrr í hlut­verki Fjalls­ins í lokaseríu Game of Thrones sem vænt­an­leg er og beð­ið er með mik­illi eft­ir­vænt­ingu.

Hann upp­lýsti það í sam­tali við Mashable á dög­un­um að hann hefði í fyrsta sinn þurft að fá áhættu­leik­ara fyr­ir sig. Ljóst er að það hleyp­ur eng­inn svo glatt í skarð­ið fyr­ir hinn risa­vaxna Haf­þór.

ÞAKKA ÞÉR SCHW­ARZENEGGER FYR­IR AÐ BJÓÐA MÉR OG EIGINKONU MINNI Á ÞITT FAL­LEGA HEIM­ILI.

„Hann er stór og há­vax­inn, ekki eins mass­að­ur en mjög há­vax­inn,“er haft eft­ir Haf­þóri.

Mik­il leynd hvíl­ir yf­ir öll­um tök­um þáttarað­ar­inn­ar en breska blað­ið Metro seg­ir að sum at­rið­in sem stað­geng­ill­inn leysti Haf­þór af í hafi hrein­lega ver­ið svo krefj­andi að hann hafi ekki mátt leika þau. Hing­að til hef­ur Haf­þór leik­ið öll sín eig­in bar­daga­at­riði, svo vænta má að tek­ið verði á því núna.

Arnold hef­ur í gegn­um tíð­ina ekki þótt nein smá­smíði en hann virk­ar þó eins og meðal­mað­ur við hlið Haf­þórs og Joes Mang­aniello sem er stór og sterk­ur strák­ur líka. Fé­lag­arn­ir höfðu það huggu­legt á heim­ili leik­ar­ans.

Haf­þór Júlí­us Björns­son við tök­ur á Game of Thrones.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.