Synj­að um NPA

Reykja­vík­ur­borg seg­ir í bréfi til fatl­aðs ein­stak­lings að ekki sé hægt að veita hon­um lög­bundna NPA þjón­ustu vegna þess að reglu­gerð ráð­herra sé ekki til. Reglu­gerð­in var hins veg­ar sam­þykkt í fyrra. Formað­ur Sjálfs­bjarg­ar seg­ir mál­ið með ólík­ind­um. Sviðs

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK [email protected]­bla­did.is

„Þessi neit­un kom mér veru­lega á óvart,“seg­ir Berg­ur Þorri Benja­míns­son, formað­ur Sjálfs­bjarg­ar. Reykja­vík­ur­borg synj­aði fötl­uð­um ein­stak­lingi lög­bund­inni NPA-þjón­ustu á röng­um for­send­um. Mis­tök, seg­ir sviðs­stjóri.

Ein­stak­lingi var synj­að um NPA að­stoð hjá Reykja­vík­ur­borg í janú­ar á þeim grund­velli að reglu­gerð ráð­herra um að­stoð­ina væri ekki til. Hún var hins veg­ar sam­þykkt fyr­ir ára­mót. Formað­ur Sjálfs­bjarg­ar seg­ir mál­ið með ólík­ind­um og sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs seg­ir þetta leið mis­tök.

„Reglu­gerð um NPA ligg­ur ekki fyr­ir og þar af leið­andi ekki reglu­verk Reykja­vík­ur­borg­ar um NPA. Þeg­ar reglu­gerð ráð­herra ligg­ur fyr­ir mun verða unn­ið eins hratt og unnt er að regl­um borg­ar­inn­ar um NPA,“seg­ir í bréfi þjón­ustumið­stöðv­ar Ár­bæj­ar og Grafar­holts til manns­ins.

Það er hins veg­ar ekki rétt. Lög­in tóku gildi 1. októ­ber síð­ast­lið­inn og Ás­mund­ur Ein­ar Daða­son gaf út reglu­gerð um mál­ið fyr­ir ára­mót. því er ekk­ert í þessu sem strand­ar á rík­inu hvað varð­ar þjón­ustu við fatl­að fólk.

„Ég verð að segja að þessi neit­un kom mér veru­lega á óvart. Loks­ins þeg­ar allt er klárt hvað varð­ar NPA, þá synj­ar Reykja­vík­ur­borg við­kom­andi um­sækj­anda á for­send­um sem eru ein­fald­lega rang­ar og stand­ast enga skoð­un,“seg­ir Berg­ur Þorri Benja­míns­son, formað­ur Sjálfs- bjarg­ar. „Fatl­að fólk er bú­ið að bíða lengi eft­ir að all­ir laus­ir end­ar verði klár­ir og síð­an þeg­ar það sæk­ir um eru svör­in þessi. Þetta er væg­ast sagt mjög und­ar­legt allt sam­an.“

Frá Reykja­vík­ur­borg feng­ust þau svör að þarna sé lík­ast til um mis­tök að ræða sem verði von­andi leið­rétt. Hið rétta sé að regl­ur Reykja­vík­ur­borg­ar séu ekki enn þá til­bún­ar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjón­usta þessa borg­ara eft­ir lög­un­um.

„Þarna hafa átt sér stað leið mis­tök. Regl­ur borg­ar­inn­ar eru ekki til­bún­ar en reglu­gerð­in var sam­þykkt í lok árs,“seg­ir Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. „All­ar um­sókn­ir verða af­greidd­ar eins fljótt og auð­ið er, eft­ir að þær liggja fyr­ir. Við von­umst til að það verði hægt að leggja þær fyr­ir fyrsta fund vel­ferð­ar­ráðs í fe­brú­ar.“

Þetta er væg­ast sagt mjög und­ar­legt allt

sam­an. Berg­ur Þorri Benja­míns­son, formað­ur Sjálfs­bjarg­ar

Fatl­að­ir hafa beð­ið lengi eft­ir að geng­ið verði frá laus­um end­um NPA að­stoð­ar. Mynd úr safni.

Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.