Óánægja með vara­áætl­un May

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - Þea

Th­eresa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kynnti á þingi í gær svo­kall­að pl­an B fyr­ir út­göngu úr ESB. Sem kunn­ugt er kol­felldi þing­ið í síð­ustu viku samn­ing­inn sem stjórn­in hafði gert við ESB.

Eitt helsta að­finnslu­efn­ið laut að var­úð­ar­ráð­stöf­un um fyr­ir­komu­lag­ið á landa­mær­um Ír­lands og Norð­ur-Ír­lands. Ákvæð­ið fól í sér að ná­ist ekki sam­komu­lag um þetta fyr­ir­komu­lag skuli Norð­ur-Ír­land fara eft­ir mun stærri hluta af reglu­verki ESB en rest­in af Bretlandi. May sagði í ræðu sinni á þingi að hún myndi halda áfram við­ræð­um við ESB um að breyta ákvæð­inu.

Hún neit­aði hins veg­ar að boða til annarr­ar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Brex­it og neit­aði að úti­loka með öllu samn­ings­lausa út­göngu.

Leið­tog­ar Verka­manna­flokks­ins og Skoska þjóð­ar­flokks­ins höfðu sett fram þá kröfu, enda fæst­ir hrifn­ir af þeim mögu­leika. May sagði hins veg­ar að eina leið­in

Th­eresa May kynnti Pl­an B fyr­ir breska þing­inu.

til að úti­loka slíkt væri í raun að af­lýsa út­göng­unni al­far­ið. Það væri ekki í boði.

Bresk­um stjórn­mála­skýrend­um þóttu þess­ar til­lög­ur May í raun þær sömu og samn­ing­ur­inn sem felld­ur var.

„Það er eins og síð­asta vika hafi aldrei gerst. Pl­an B er pl­an A,“tísti Sarah Wolla­st­on, einn þing­manna Íhalds­flokks­ins sem greiddi at­kvæði gegn samn­ingn­um.

Jeremy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, sagði við­ræð­ur sem May átti við leið­toga á þingi hafa ver­ið blekk­ing­ar­leik og að ekk­ert hefði breyst.

May minnti á í svari sínu við ræðu hans að Cor­byn hefði ekki mætt til við­ræðna.

Th­eresa May.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.