Að barma sér

Fréttablaðið - - DAGSKRÁ - Hauks Arn­ar Birg­is­son­ar

Ég var eitt sinn stadd­ur á hót­eli í Sví­þjóð þar sem megn­ið af her­bergj­un­um hafði ver­ið leigt af mold­rík­um Banda­ríkja­manni. Bless­að­ur mað­ur­inn var víst eitt­hvað við­kvæm­ur fyr­ir nekt og hafði því beð­ið hót­el­ið um að hylja öll mál­verk sem bæru slík­an ófögn­uð. Hvít blöð voru límd yf­ir geir­vört­ur verk­anna svo mað­ur­inn gæti geng­ið ör­ugg­ur um gist­i­rým­ið, laus við klám­ið. „Að hót­el­ið skuli láta þetta eft­ir hon­um,“sagði ein­hver gest­ur og við hin hlóg­um að vit­leys­unni.

Ég hélt að þessi mað­ur væri orð­inn við­skipta­vin­ur Seðla­bank­ans þeg­ar ég las frétt­ir síð­ustu viku. Mál­verk eft­ir Gunn­laug Blön­dal, einn af meist­ur­um ís­lenskr­ar mynd­list­ar, hafa nú ver­ið fjar­lægð þar sem þau sýna kven­manns­brjóst. Starfs­mað­ur mun hafa kvart­að.

Stund­um finnst mér eins og ég sé stadd­ur í Fóst­bræðra­þætti. Fórn­ar­lamba­væð­ing­in er í her­skárri sókn og alltaf kem­ur ein­hver vit­leysa sem topp­ar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörð­un­ar­vald­ið þora ekki öðru en að elta rugl­ið til að sýna meint­um „þo­lend­um“nær­gætni.

Við hring­snú­umst í rétt­trún­að­ar­rugl­inu og vit­um ekki í hvorn fót­inn skal stíga. Einn dag­inn miss­um við okk­ur yf­ir því að sund­laug­ar­vörð­ur vísi ber­brjósta konu úr laug­inni eða kvart­að sé yf­ir brjósta­gjöf á al­manna­færi. Þá spretta fram hálfnakt­ar kon­ur, ark­andi að Aust­ur­velli und­ir slag­orð­inu FreeTheNipple. Næsta dag eru klass­ísk mál­verk fjar­lægð af veggj­um op­in­berra stofn­anna. Það er vand­lif­að.

Á tím­um sem þess­um leit­ar hug­ur manns til starfs­manna Louvre-safns­ins, sem hljóta að líða vít­isk­val­ir inn­an um kviknakt­ar marm­ara­stytt­ur Forn-Grikkja og klám­feng­in mál­verk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt of­an í geymslu, áð­ur en tjón hlýst af.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.