Leið­in um Teigs­skóg varð fyr­ir val­inu

Fréttablaðið - - NEWS -

Á fundi sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps sem fór fram í gær var sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur til­laga þess efn­is að halda áfram með breyt­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins á að­al­skipu­lagi sem gera ráð fyr­ir leið Þ-H um Teigs­skóg.

Á fund­in­um voru alls lagð­ar fram þrjár til­lög­ur. Odd­viti sveit­ar­stjórn­ar, Ingimar Ingimars­son, lagði fram til­lögu þess efn­is að ákvörð­un um hvaða leið ætti að fara við upp­bygg­ingu stofn­vega­kerf­is um sunn­an­verða Vest­firði yrði frest­að og að hald­in yrði íbúa­kosn­ing um mál­ið. Til­laga Ingimars var felld á fund­in­um með þrem­ur at­kvæð­um.

Þá lagði Ár­ný Huld Har­alds­dótt­ir fram til­lögu þess efn­is að hald­ið yrði áfram með breyt­ing­ar sem gera ráð fyr­ir Þ-H leið og Karl Kristjáns­son lagði fram til­lögu sem gerði ráð fyr­ir að hald­ið yrði áfram með R-leið. Til­laga Ár­nýj­ar var sam­þykkt, eins og fyrr seg­ir, með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur. –

Teigs­skóg­ur. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.