Fjór­tán millj­arða þota Norweg­i­an föst í Ír­an

Glæ­ný 14 millj­arða króna Boeing-þota Norweg­i­an sit­ur enn föst á flug­velli í Ír­an eft­ir að hafa nauð­lent þar vegna bil­un­ar fyr­ir fjöru­tíu dög­um. Ír­an er í við­skipta­banni og flug­fé­lag­ið seg­ist ekki vita hvenær tækni­menn geti haf­ið við­gerð­ir.

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Glæ­ný Boeing 737 Max 8 þota flug­fé­lags­ins Norweg­i­an sem nauð­lent var í Shiraz í Ír­an 14. des­em­ber síð­ast­lið­inn er enn föst þar í landi.

„Flug­vél­in er enn með tækni­legt vanda­mál í Ír­an. Á þess­um tíma­punkti vit­um við ekki með vissu hversu lang­an tíma það tek­ur áð­ur en tæknil­ið okk­ar get­ur haf­ið störf,“seg­ir Andreas Hjørn­holm, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Norweg­i­an.

Þetta seg­ir Andreas hafa ver­ið stöð­una um ára­mót­in og að hún sé enn óbreytt. Ekk­ert meira sé hægt að gefa upp um mál­ið. Þar með svar­ar Norweg­i­an ekki spurn­ing­um Frétta­blaðs­ins um hvað hafi vald­ið því að Boeing-þot­unni var nauð­lent í Shiraz og hvort vand­inn við að koma þot­unni í loft­ið á ný sé ein­göngu tækni­legs eðl­is eða hvort einnig sé snurða á þræð­in­um vegna við­skipta­banns Banda­ríkj­anna á Ír­an og efna­hags­þving­ana sem land­ið sé beitt vegna þró­un­ar þess á notk­un kjarn­orku.

Boeing-þot­an var ný­lögð upp í áætl­un­ar­flug Norweg­i­an frá Dúbaí til Ósló­ar í Nor­egi þeg­ar upp kom

Á þess­um tíma­punkti vit­um við ekki með vissu hversu lang­an tíma það tek­ur áð­ur en tæknil­ið okk­ar get­ur haf­ið störf. Andreas Hjørn­holm, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Norweg­i­an

svo al­var­leg bil­un í öðr­um hreyfli vél­ar­inn­ar að flug­stjór­inn ósk­aði leyf­is flug­mála­yf­ir­valda í Ír­an til að lenda þar. Far­þeg­arn­ir og áhöfn­in, alls 186 manns, voru sótt dag­inn eft­ir og kom­ið til Ósló en skilja þurfti þot­una eft­ir.

Leidd­ar hafa ver­ið lík­ur að því að við­skipta­bann­ið gegn Ír­an flæki stöð­una veru­lega fyr­ir Norweg­i­an þar sem bann­að er selja vara­hluti frá Banda­ríkj­un­um til lands­ins. Þetta fæst þó ekki stað­fest hjá flug­fé­lag­inu sem fyrr seg­ir. Haft hef­ur ver­ið eft­ir full­trú­um fé­lags­ins í nokkr­um er­lend­um fjöl­miðl­um að taf­irn­ar helg­ist af papp­írs­vinnu vegna flók­ins reglu­verks í Ír­an.

Þess má geta að lista­verð á Boeing 737 Max 8 þot­um er 117 millj­ón­ir dala. Það þýð­ir að þota að jafn­virði rúm­lega 14 millj­arða króna, hafi hún ver­ið keypt á lista­verði, sit­ur föst á flug­velli í Ír­an og Norweg­i­an kveðst ekki geta svar­að því hvenær hún næst það­an.

At­vik­ið er einnig at­hygl­is­vert fyr­ir þær sak­ir að Boeing 737 Max 8 þot­an er ná­kvæm­lega sömu teg­und­ar og álíka göm­ul og þot­an sem hrap­aði í lok októ­ber eft­ir flug­tak í Indó­nes­íu. Í því til­viki er sömu­leið­is tal­ið að bil­un hafi kom­ið upp í hreyfli. All­ir um borð í þeirri vél fór­ust.

Norweg­i­an flýg­ur áætl­un­ar­flug frá Íslandi til ým­issa borga í Evr­ópu, með­al þeirra eru Ósló, Alican­te, London, Ma­dríd, Róm og Barcelona. Af 160 flug­véla flota fé­lags­ins eru fjór­tán þot­ur af gerð­inni Boeing 737 Max 8. Ekki fékkst svar frá Norweg­i­an í gær um hvort sú þotu­teg­und er á áætl­un til og frá Íslandi.

MYND/BOEING

Ein hinna nýju Boeing 737 Max 8 þotna í lit­um norska flug­fé­lags­ins Norweg­i­an sem á fjór­tán slík­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.