Efl­ing haf­rann­sókna

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

Sú um­ræða sem átti sér stað í upp­hafi þessa árs um fjár­fram­lög til Ha­f­rann­sókna­stofn­un­ar var til þess fall­in að varpa skýru ljósi á ýmsa veik­leika varð­andi það hvernig stofn­un­in hef­ur ver­ið fjár­mögn­uð und­an­far­in ár. Ber þar helst að nefna þá stað­reynd að stofn­un­in hef­ur ver­ið háð sér­tekj­um sem fást af afla sem veidd­ur er um­fram heim­ild­ir en þær tekj­ur hafa lækk­að til muna á síð­ustu ár­um og eru grunn­ur þess nið­ur­skurð­ar sem blasti við stofn­un­inni í upp­hafi þess árs. Sam­hliða því að tryggja að Ha­f­rann­sókna­stofn­un geti sinnt sínu mik­il­væga hlut­verki með for­svar­an­leg­um hætti á þessu ári hef­ur und­an­farna mán­uði ver­ið unn­ið að breyt­ingu á þessu fyr­ir­komu­lagi þannig að stofn­un­in verði til fram­tíð­ar fjár­mögn­uð með öðr­um og ábyrg­ari hætti. Markmið mitt er að Ha­f­rann­sókna­stofn­un verði ekki háð sveiflu­kennd­um tekju­stofn­um með til­heyr­andi óvissu fyr­ir kjarn­a­starf­sem­ina.

Fyrr­greind um­ræða dró jafn­framt fram hversu mik­ill ein­hug­ur rík­ir um að við Ís­lend­ing­ar stund­um öfl­ug­ar haf­rann­sókn­ir enda eru þær for­senda sjálf­bærr­ar og ábyrgr­ar nýt­ing­ar auð­linda hafs­ins. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er sér­stak­lega kveð­ið á um efl­ingu haf­rann­sókna og hafa þeg­ar ver­ið stig­in mark­verð skref í þá veru. Þetta birt­ist með­al ann­ars í aukn­um fjár­mun­um til haf­rann­sókna í fjár­lög­um síð­asta árs en þeir fjár­mun­ir nýtt­ust m.a. til að fjár­magna ráðn­ingu þriggja sér­fræð­inga til að efla loðnu­rann­sókn­ir. Einnig má nefna sam­hljóða ákvörð­un Al­þing­is í sum­ar um að haf­in verði smíði haf­rann­sókna­skips en sú ákvörð­un mark­ar tíma­mót í haf­rann­sókn­um Ís­lend­inga. Á þessu ári verða sett­ar 300 millj­ón­ir í smíði skips­ins og 3,2 millj­arð­ar til við­bót­ar ár­in 2020 og 2021. Loks má nefna að Ha­f­rann­sókna­stofn­un mun síð­ar á þessu ári flytja í nýtt hús­næði í Hafnar­firði sem er sér­hann­að fyr­ir starf­sem­ina auk þess sem starf­sem­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fær­ist á einn stað.

Þrátt fyr­ir já­kvæð skref í efl­ingu haf­rann­sókna á fyrsta ári nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er verk­efn­inu hvergi nærri lok­ið. Við þurf­um að halda áfram á þess­ari braut enda eru öfl­ug­ar haf­rann­sókn­ir nauð­syn­leg und­ir­staða verð­mæta­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi. Ábyrgð stjórn­valda er því mik­il og und­ir þeirri ábyrgð verð­ur stað­ið.

Við þurf­um að halda áfram á þess­ari braut enda eru öfl­ug­ar haf­rann­sókn­ir nauð­syn­leg und­ir­staða verð­mæta­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi.

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.