Hót­ar að hindra yf­ir­tök­una á Flybe

Stærsti hlut­hafi Flybe skoð­ar rétt­ar­stöðu sína vegna yf­ir­töku fjár­festa á breska flug­fé­lag­inu. Hann sak­ar for­svars­menn Flybe um að bera hags­muni hlut­hafa fyr­ir borð. Kaup­end­ur fé­lags­ins breyttu til­boði sínu í síð­ustu viku til þess að geta lagt flug­fé­lag­in

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Krist­inn­[email protected]­bla­did.is Krist­inn Ingi Jóns­son

Stærsti hlut­hafi breska flug­fé­lags­ins Flybe, sem var fyrr í mán­uð­in­um tek­ið yf­ir af hópi fjár­festa und­ir for­ystu Virg­in Atlantic, sak­ar stjórn fé­lags­ins um að hafa bor­ið hags­muni hlut­hafa fyr­ir borð með því að selja það á of lágu verði. Hann hef­ur hót­að því að grípa til laga­legra úr­ræða til þess að koma í veg fyr­ir yf­ir­tök­una.

Heim­ild­ir breska fjöl­mið­ils­ins Sky News herma að eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið Hosk­ing Partners, sem fer með um 19 pró­senta hlut í Flybe, hafi fal­ið lög­fræð­ing­um að kanna til hlít­ar rétt­ar­stöðu sína vegna sölu flug­fé­lags­ins til um­rædds fjár­festa­hóps.

For­vars­menn Hosk­ing Partners eru með­al ann­ars sagð­ir hafa var­að stjórn­ar­menn Flybe við því að til greina komi að krefjast þess að lög­bann verði lagt á við­skipt­in.

Flybe var sem kunn­ugt er selt fyr­ir 2,2 millj­ón­ir punda, jafn­virði um 343 millj­óna króna, til fjár­festa­hóps­ins, sem sam­an­stend­ur af Virg­in Atlantic, Stobart Group og Cyprus Capital Partners, og fá hlut­haf­ar Flybe greitt eitt pens fyr­ir hvern hlut. Til sam­an­burð­ar var flug­fé­lag­inu fleytt á hluta­bréfa­mark­að á geng­inu 295 pens ár­ið 2010 en geng­ið stóð í 30 pens­um áð­ur en fé­lag­ið sendi frá sér af­komu­við­vör­un í októ­ber í fyrra.

Er yf­ir­töku­verð­ið sagt til marks um þann al­var­lega fjár­hags­vanda sem Flybe, sem og önn­ur evr­ópsk flug­fé­lög, hef­ur glímt við und­an­far­in miss­eri en kaup­end­ur flug­fé­lags­ins munu taka yf­ir skuld­ir upp á 82 millj­ón­ir punda og leggja fé­lag­inu jafn­framt til allt að 100 millj­ón­ir punda í nýtt hluta­fé.

Í bréfi sem sjóðs­stjór­ar Hosk­ing Partners skrif­uðu stjórn­end­um Flybe í lið­inni viku, og bresk­ir fjöl­miðl­ar hafa und­ir hönd­um, lýsa þeir áhyggj­um af því að stjórn­end­un­um hafi láðst að greina fjár­fest­um frá erfiðri fjár­hags­stöðu flug­fé­lags­ins í tæka tíð og stuðl­að þannig að því að hluta­bréfa­verð í fé­lag­inu héld­ist hærra en efni hafi stað­ið til.

Þá er eign­a­stýr­ing­ar­fé­lag­ið, sem hef­ur ver­ið hlut­hafi í Flybe um langt skeið, enn frem­ur sagt hafa sent af­rit af bréf­inu til breskra eft­ir­lits­stjórn­valda, þar á með­al sér­stakr­ar yf­ir­töku­nefnd­ar og fjár­mála­eft­ir­lits­ins, að því er seg­ir í frétta­skýr­ingu Sky News.

Fá inn­spýt­ingu strax

Í um­ræddu bréfi lýs­ir Hosk­ing Partners efa­semd­um um hvort 2,2 millj­óna dala yf­ir­töku­til­boð­ið end­ur­spegli innra virði Flybe og stað­hæf­ir auk þess að stjórn­end­ur flug­fé­lags­ins hafi fælt aðra fjár­festa frá því að leggja fram hærra til­boð. Seg­ist fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið vita um aðra fjár­festa sem hafi haft áhuga á því að eign­ast Flybe.

Skil­mál­um kaup­samn­ings­ins, sem var fyrst skrif­að und­ir 11. janú­ar, var óvænt breytt í síð­ustu viku eft­ir að í ljós kom að Flybe þurfti nauð­syn­lega á lausa­fjárinn­spýt­ingu að halda um­svifa­laust. Fjár­festa­hóp­ur­inn, sem geng­ur und­ir nafn­inu Conn­ect Airways, mun þannig eign­ast eign­ir og rekst­ur Flybe 22. fe­brú­ar næst­kom­andi, mun fyrr en upp­haf­lega hafði ver­ið gert ráð fyr­ir, og veita fé­lag­inu strax 20 millj­óna punda brú­ar­lán.

Í til­kynn­ingu frá stjórn Flybe var tek­ið fram að hún ætti „engra annarra kosta völ“en að fall­ast á breytta skil­mála samn­ings­ins enda hefði fé­lag­inu ekki tek­ist að upp­fylla lána­skil­yrði sem fyrra til­boð­ið var háð.

Hosk­ing Partners dró hins veg­ar í efa að lausa­fjárstaða flug­fé­lags­ins væri eins slæm og stjórn­in vildi vera láta og benti til að mynda á að fé­lag­ið hefði ný­ver­ið los­að um tals­vert lausa­fé með því að selja flug­tíma sína á Gatwick-flug­ell­in­um í ná­grenni Lund­úna fyr­ir um 4,5 millj­ón­ir punda.

Fleiri hlut­haf­ar í Flybe, til við­bót­ar við Hosk­ing Partners, eru sagð­ir ósátt­ir við mála­lykt­ir. Þeir telja að sölu­ferl­ið hafi ver­ið ógagn­sætt og til­raun­ir til þess að fá hærra verð fyr­ir flug­fé­lag­ið hafi auk­in­held­ur ekki ver­ið full­reynd­ar. Í því sam­bandi benda þeir á að Stobart hafi snemma á síð­asta ári gert yf­ir­töku­til­boð í Flybe sem sam­svar­aði lið­lega 40 pens­um á hlut en stjórn flug­fé­lags­ins hafi hafn­að því um­svifa­laust.

Sam­starf­ið kom á óvart

Samstarf Virg­in Atlantic og Stobart um kaup­in á Flybe kom mörg­um í opna skjöldu enda höfðu fé­lög­in áð­ur keppt sín á milli um að eign­ast flug­fé­lag­ið. Full­trú­ar Hosk­ing Partners telja að maðk­ur sé í mys­unni, hvað um­rætt samstarf varð­ar, og að kaup­end­urn­ir hafi mögu­lega brot­ið gegn skuld­bind­ing­um sem þeir höfðu tek­ist á hend­ur fyrr í sölu­ferl­inu með því að sam­ein­ast um yf­ir­töku­til­boð.

Í bréf­inu sagði Hosk­ing Partners jafn­framt að hækk­andi hluta­bréfa­verð í Stobart í kjöl­far yf­ir­tök­unn­ar væri til marks um þá „til­færslu verð­mæta“frá Flybe til kaup­end­anna sem fæl­ist í kaup­un­um.

„Stjórn Flybe stóð frammi fyr­ir mjög erfiðri ákvörð­un vegna versn­andi lausa­fjár­stöðu fé­lags­ins. Með breytt­um skil­mál­um fær fé­lag­ið það rekstr­arör­yggi sem það þarf til þess að geta starf­að áfram með góð­um ár­angri,“sagði í til­kynn­ingu frá stjórn­inni.

Versn­andi rekstr­ar­að­stæð­ur

Flybe, sem flyt­ur um átta millj­ón­ir far­þega á ári, að­al­lega á milli breskra hér­aðs­flug­valla og evr­ópskra borga, verð­ur fram­veg­is rek­ið und­ir merkj­um Virg­in Atlantic en það er að hluta í eigu at­hafna­manns­ins Rich­ards Br­an­son.

Breska flug­fé­lag­ið var sett í sölu­ferli síð­asta haust og lét for­stjór­inn Christ­ine Our­mières-Wi­dener hafa eft­ir sér á þeim tíma að hærra eldsneytis­verð, geng­is­sveifl­ur og óvissa í kring­um fyr­ir­hug­aða út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu hefðu reynst fé­lag­inu óþæg­ur ljár í þúfu.

Til við­bót­ar hafa greiðslu­korta­fyr­ir­tæki þjarm­að nokk­uð að Flybe und­an­far­ið en þau tóku fyrr í vet­ur upp á því að halda eft­ir greiðsl­um sem trygg­ingu ef svo færi að flug­fé­lag­ið gæti ekki stað­ið við skuld­bind­ing­ar sín­ar, eft­ir því sem fram kem­ur í um­fjöll­un Fin­ancial Ti­mes.

NORDICPHOTOS/GETTY

Hluta­bréf í Flybe lækk­uðu um 45 pró­sent í verði eft­ir að til­kynnt var um yf­ir­tök­una. Flug­fé­lag­ið hef­ur glímt við mikla rekstr­ar­erf­ið­leika, rétt eins og marg­ir keppi­naut­ar þess, og var boð­ið til sölu síð­asta haust.

Nokkr­ir ut­an­að­kom­andi þætt­ir hafa sett þrýst­ing á af­komu fé­lags­ins til skamms tíma.Christ­ine Our­mières-Wi­dener, for­stjóri Flybe

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.