Hver stjórn­ar þinni vinnu?

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Kuln­un var val­ið orð árs­ins og það ekki að ástæðu­lausu. Kuln­un virð­ist vera vax­andi vandi í flóknu vinnu­um­hverfi. Þeg­ar álag­ið er mik­ið og verk­efn­in mörg, grípa flest­ir á það ráð að reyna að vinna hrað­ar. En víða er álag­ið við­var­andi og í raun ein­kenn­andi fyr­ir ríkj­andi vinnu­menn­ingu. „Dugn­að­ur“hef­ur gjarn­an ver­ið tal­inn dyggð og við er­um flest hver bú­in að missa sjón­ar á því að það er hægt að vinna öðru­vísi.

Þeg­ar við höf­um of mik­ið að gera höf­um við tak­mark­aða orku og upp­lif­um jafn­vel að við ná­um ekki að gera það sem okk­ur lang­ar mest að gera. For­gangs­röð­in verð­ur sú að gera það sem þarf að gera og reyna að koma sem mestu í verk. Þetta munst­ur get­ur rænt okk­ur frels­inu, sér­stak­lega þeg­ar við fest­umst í því til lengri tíma.

Hvert og eitt okk­ar er ábyrgt fyr­ir því hvernig við velj­um að verja tíma okk­ar og at­hygli á hverj­um ein­asta degi. Þeg­ar við fest­umst í hringiðu van­ans í vinn­unni, hætt­um við að koma auga á tæki­færi til að bæta vinnu­lag­ið.

Góðu frétt­irn­ar eru þær að það er hægt að breyta eig­in vinnu með því að hrein­lega læra að nýta eig­in styrk­leika og for­gangsr­aða. Í stað þess að segja: „Ég hef ekki tíma,“get­urðu sagt: „Þetta er ekki í for­gangi hjá mér!“

Ef þig lang­ar að stjórna eig­in vinnu, stopp­aðu þá að­eins og skil­greindu hver verk­efn­in eru og af hverju þau eru mik­il­væg. Hvar er það í þinni vinnu þar sem þú gleym­ir stund og stað og vinn­an þín veit­ir þér gleði og ánægju? Þar liggja styrk­leik­ar þín­ir.

Það er mjög mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir að það er ekki hægt að setja alla í sama box­ið og gera ráð fyr­ir að við vinn­um öll eins því við er­um ólík og vinn­um ólíkt.

Með því að finna eig­in styrk­leika til vinnu, lær­ir þú að nýta hæfi­leika þína og stjórna þinni vinnu.

„Dugn­að­ur“hef­ur gjarn­an ver­ið tal­inn dyggð og við er­um flest hver bú­in að missa sjón­ar á því að það er hægt að vinna öðru­vísi.

Mar­grét Svavars­dótt­irstjórn­ar­ráð­gjafi hjá Akas­íu ráð­gjöf og FKA-fé­lags­kona

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.