Frjó­semi karla

Fréttablaðið - - TILVERAN - Teit­ur Guð­munds­son lækn­ir

Þeg­ar kem­ur að barneign­um er iðu­lega rætt um þátt kvenna sem eðli­lega bera hit­ann og þung­ann ef kalla má af getn­að­in­um sjálf­um sem þó þarf iðu­lega bæði kyn­in til. Í vest­ræn­um og tækni­vædd­ari sam­fé­lög­um er einnig eitt­hvað um tækn­isæð­ing­ar sem koma þá til þeg­ar par get­ur ekki eign­ast börn. Við rann­sókn­ir á frjó­semi og mögu­leik­um til að eign­ast barn er eðli­legt að skoða báða að­ila og í til­felli karla er oft­ar en ekki ver­ið að horfa til magns sæð­is­frumna og fram­leiðslu.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að karl­menn á Vest­ur­lönd­um hafa á síð­ustu 45 ár­um ver­ið á stöð­ugri nið­ur­leið hvað varð­ar magn sæð­is­frumna og sér ekki enn fyr­ir end­ann á því. Vís­inda­menn hafa haft áhyggj­ur af því að þetta ástand muni skila sér í al­mennt minni frjó­semi og barneign­um og að karl­ar kunni að verða ófrjó­ir með tím­an­um. Síð­ast­lið­in 45 ár hef­ur magn sæð­is­frumna dreg­ist sam­an um tæp­lega 60% í körl­um á Vest­ur­lönd­um án þess að góð skýr­ing sé þar á og er kall­að eft­ir al­þjóð­legri sam­vinnu til að átta sig á or­sök­um vand­ans.

Þeg­ar lit­ið er til magns sæð­is­frumna hjá karl­mönn­um í Afríku og í Kína til dæm­is virð­ist þeim ekki vera al­veg sami vandi á hönd­um, þar eru hærri hlut­föll í mæl­ing­um. Teng­ing við um­hverf­is­þætti líkt og meng­un, ým­iss kon­ar efni, plast og þalöt, reyk­ing­ar, áfeng­isneyslu, offitu og aðra lífs­stíls­þætti hef­ur ver­ið nefnd en eng­inn veit af hverju þetta ger­ist í raun og veru. Um­ræð­an um þalöt er há­vær en þar er um að ræða efni sem tengj­ast plast­vinnslu og agn­ir sem hafa áhrif á horm­ón­a­starf­semi beggja kynja, en að því er virð­ist sér­stak­lega testó­sterón hjá körl­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á trufl­un á þess­ari starf­semi sem og mögu­lega fæð­ing­argalla á kyn­fær­um karla. Í dýra­tilraun­um hafa kom­ið fram breyt­ing­ar tengd­ar slík­um efn­um sem renna stoð­um und­ir þess­ar kenn­ing­ar, en frek­ari gagna og rann­sókna er þörf til að slá þessu föstu.

Sé það rétt að um­hverf­is­þætt­ir hafi slík áhrif sem þessi og út­skýri einnig hærri tíðni eistnakrabba­meins hjá körl­um í hinum vest­ræna heimi þá er verk að vinna, enda aug­ljós­lega mik­il­vægt að frjó­semi karla líkt og kvenna sé við­hald­ið. Mörg vest­ræn lönd hafa séð hnign­un í frjó­semi og barneign­um, hvort sem kenna má þess­um þætti um sér­stak­lega sem og fleir­um. Í Dan­mörku eru 8% barna til kom­in vegna tækn­isæð­ing­ar. Fæð­ing­ar­tíðni hef­ur far­ið lækk­andi þar sem og í Þýskalandi, Banda­ríkj­un­um og víð­ar með þeim af­leið­ing­um að þjóð­irn­ar eru ekki að end­ur­nýja sig ef svo mætti kalla. Hér kem­ur fleira til auð­vit­að líkt og ald­ur og geta lík­am­ans al­mennt til barneigna sem minnk­ar með aldr­in­um, hrað­ar hjá kon­um en körl­um í gegn­um tíð­ina, en það gæti ver­ið að breyt­ast. Karl­ar ættu því að vera með­vit­að­ir um eig­in heilsu al­mennt og við­halda henni með heil­brigð­um lífs­stíl og jafn­vel mati á þess­um þætti sem get­ur skipt sköp­um upp á fram­tíð­ar­ham­ingju og mynd­un fjöl­skyldu með maka sín­um. Getu­leysi karla er þeim mik­ið mál með hækk­andi aldri vegna ris­vanda og út­halds til að stunda sam­far­ir en frjó­semi hef­ur ekki ver­ið svo mik­ið at­riði fyrr en kannski núna.

Í Dan­mörku eru 8% barna til kom­in vegna tækn­isæð­ing­ar. Fæð­ing­ar­tíðni hef­ur far­ið lækk­andi þar sem og í Þýskalandi, Banda­ríkj­un­um og víð­ar með þeim af­leið­ing­um að þjóð­irn­ar eru ekki að end­ur­nýja sig ef svo mætti kalla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.