Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKODUN - thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Er­lend­ir ferða­menn

Sex­menn­ing­arn­ir af Klaustri hafa snú­ið nauð­vörn í harða sókn og kjarn­inn í henni hjá hinum nú óháðu þing­mönn­um, Karli Gauta og Ólafi Ís­leifs­syni, er að þeir sögðu ekk­ert ljótt á barn­um. Ólaf­ur benti á þingi í fyrra­dag á að hann hefði aldrei hall­að orði á nokk­urn mann og sneri sér í gær að um­ferð hóp­bif­reiða með til­heyr­andi raski í kring­um þing­hús­ið. Ein­hverj­ir vinnu­fé­laga Ól­afs vilja að vísu meina að drykkjufund­ur­inn hafi rask­að ró þing­heims mun meira en ólíkt þeim sem sátu að sumbli eft­ir að Ólaf­ur og Karl hurfu á braut og töldu hljóð­rit­ar­ann vera er­lend­an ferða­mann þarf Ólaf­ur síst að láta slíka pirra sig.

Köng Fú!

Karl Gauti er síð­an enn harð­ari í vörn­inni og var öskureið­ur í um­ræð­um um til­lögu Stein­gríms J. um rann­sókn­ar­rétt nýrra vara­for­seta for­sæt­is­nefnd­ar. Hann er líka harðjaxl af gamla skól­an­um, stofn­andi og formað­ur Kara­tefé­lags­ins Þórs­ham­ars um ára­bil og fyrr­ver­andi formað­ur Kara­tes­am­bands Ís­lands og var jafn­vel enn meira ógn­andi í jakka­föt­un­um en í hvíta gall­an­um forð­um. Hann hef­ur því tæp­lega sagt sitt síð­asta orð eða tek­ið sitt hinsta hringspark og gott að hafa í huga að það get­ur haft af­leið­ing­ar að reyta fólk sem kann forn­ar jap­ansk­ar bar­dagalist­ir til reiði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.