Fleiri skoð­an­ir

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hörð­ur Æg­is­son hor­d­[email protected]­bla­did.is

Er ís­lenski verð­bréfa­mark­að­ur­inn ónýt­ur? Það er kannski orð­um auk­ið en óhætt er að segja að fá­dæma lá­deyða hafi ein­kennt mark­að­inn. Þátt­tak­end­ur eru fá­ir og velt­an hef­ur dreg­ist sam­an. Margt kem­ur til. Þótt end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­að­ar­ins, sem hrundi til grunna við fall fjár­mála­kerf­is­ins 2008, hafi sumpart geng­ið ágæt­lega þá ein­kenn­ist við­horf al­menn­ings enn – tíu ár­um síð­ar – af tor­tryggni og van­trausti. Skilj­an­lega, myndu flest­ir segja, en horft fram í tím­ann hlýt­ur það að vera æski­legt að al­menn­ir fjár­fest­ar verði í rík­ari mæli þátt­tak­end­ur á hluta­bréfa­mark­aði. Því er ekki fyr­ir að fara í dag. Hlut­deild heim­ila í hluta­bréfa­sjóð­um er lít­il sem eng­in og bein hluta­fjár­eign þeirra nem­ur að­eins um fjór­um pró­sent­um af heild­ar­mark­aðsvirði fyr­ir­tækja í Kaup­höll­inni – og hef­ur far­ið lækk­andi – en var að jafn­aði á bil­inu 12 til 17 pró­sent 2002 til 2007. Þetta skýr­ir einkum þá stað­reynd, sem er um margt slá­andi, að fjöldi hlut­hafa í skráð­um fé­lög­um er í dag sam­tals að­eins um þús­und en var um tutt­ugu þús­und fyr­ir hrun bank­anna.

Á sama tíma og þátt­taka al­mennra fjár­festa er hverf­andi fer verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um fækk­andi, efna­mikl­ir einka­fjár­fest­ar standa á hlið­ar­lín­unni, fjár­fest­inga­sjóð­ir eru fá­ir og eins­leit­ir – og fara ört minnk­andi – og fjár­festa­hóp­ur­inn sam­an­stend­ur einkum af líf­eyr­is­sjóð­um. Þeir hafa kos­ið að skilja hluta­bréfa­mark­að­inn eft­ir í einsk­is­mannslandi, þar sem eng­ir aðr­ir fjár­fest­ar eru til að fylla þeirra skarð, sam­hliða því að sjóð­irn­ir horfa til er­lendra fjár­fest­inga og sjóðs­fé­lagalána. Nið­ur­stað­an er grunn­ur mark­að­ur með ýkt­um sveifl­um í litl­um við­skipt­um og skoð­ana­skipti milli ólíkra að­ila, for­senda heil­brigðs markaðs­hag­kerf­is, eru ekki fyr­ir hendi. Þetta er ekki góð staða og hef­ur graf­ið und­an virkni á mark­aði.

Skipt­ir þetta hags­muni al­menn­ings máli? Skil­virk­ur mark­að­ur, sem veit­ir skila­boð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mik­il­væg­ur val­kost­ur fyr­ir fyr­ir­tæki til að sækja sér láns­fé og eins spari­fjár­eig­end­ur til að ávaxta fé sitt. Með öðr­um orð­um, að veita bönk­un­um sam­keppn­is­legt að­hald. Ef mark­að­ur­inn er van­burð­ug­ur og óskil­virk­ur, sem end­ur­spegl­ast í mikl­um verð­sveifl­um í tak­mörk­uð­um við­skipt­um, þá gagn­ast hann ekki sem grunn­ur að við­miði fyr­ir aðra verð­lagn­ingu. Af­leið­ing­in er meiri áhætta og hærri fjár­mögn­un­ar­kostn­að­ur – fyr­ir rík­is­sjóð, fyr­ir­tæki og heim­il­in. All­ir tapa. Í stað þess að áhættu­taka af fjár­mála­legri milli­göngu fari að lang­stærst­um hluta í gegn­um banka­kerf­ið, sem er að tveim­ur þriðju hlut­um í eigu rík­is­ins, þá þarf hún að fær­ast í vax­andi mæli til fjár­mála­mark­aða. Við vilj­um meiri sam­keppni og skoð­an­ir á mörk­uð­um, en sam­tím­is minni um­svif bank­anna. Þetta tvennt helst í hend­ur.

Hvað geta stjórn­völd gert? Tvær leið­ir, sem nefnd­ar eru í hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið, væru ár­ang­urs­rík­ast­ar. Það þarf að fjölga virk­um og sjálf­stæð­um fjár­fest­inga­sjóð­um, sem byggja á ólík­um fjár­fest­inga­stefn­um, með því að heim­ila þeim að taka að sér ávöxt­un sér­eign­ar­sparn­að­ar sem til þessa hef­ur að­eins ver­ið á for­ræði líf­eyr­is­sjóð­anna. Þá ætti að af­nema inn­flæð­is­höft­in, sem er tímaspurs­mál við nú­ver­andi að­stæð­ur, þannig að er­lend­ir fjár­fest­ar geti í rík­ari mæli kom­ið að fjár­mögn­un ís­lenskra fyr­ir­tækja. Það er ekki eft­ir neinu að bíða.

Við þurf­um meiri sam­keppni og skoð­an­ir á mörk­uð­um, en að sama skapi minni um­svif bank­anna

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.