Meira plast fer í end­ur­vinnslu

Hlut­fall plasts og papp­írs frá heim­il­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu jókst á síð­asta ári sam­kvæmt nýrri rann­sókn Sorpu. Þannig skil­uðu 23 pró­sent af plasti sér til end­ur­vinnslu sam­an­bor­ið við

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

17 pró­sent ár­ið áð­ur. Þá minnk­aði heild­ar­magn óflokk­aðs sorps frá heim­il­um um 2,6 kíló á hvern íbúa. Yf i r v e r k - fræð­ing­ur Sorpu seg­ir að hrósa megi íbú­um en hann tel­ur að auk­in um­ræða um plast og end­ur­vinnslu sé að skila sér. Heild­ar­magn plasts og papp­írs sem hent er frá heim­il­um dróst sam­an milli ára.

Um helm­ing­ur þess sem hent er í gráu tunn­urn­ar er eld­húsúr­gang­ur en næst mest er af plasti og papp­ír. Rúm tíu kíló af blei­um á hvern íbúa enda í rusl­inu.

Heim­il­in eru að standa sig vel með því að minnka magn­ið af sorpi sem fer í gráu tunn­urn­ar.

Bjarni Gnýr Hjarð­ar, yf­ir­verk­fræð­ing­ur Sorpu

„Þetta eru auð­vit­að stór­tíð­indi. Heim­il­in eru að standa sig vel með því að minnka magn­ið af sorpi sem fer í gráu tunn­urn­ar. En þau eru líka að flokka meira og bet­ur og við sjá­um það sér­stak­lega í plast­inu. Það er ástæða til að hrósa íbú­um,“seg­ir Bjarni Gnýr Hjarð­ar, yf­ir­verk­fræð­ing­ur hjá Sorpu, um nið­ur­stöð­ur nýrr­ar húsasorps­rann­sókn­ar.

Rann­sókn­in hef­ur ver­ið gerð ár­lega frá 1991 og hef­ur Bjarni yf­ir­um­sjón með verk­efn­inu en þar er inni­hald óflokk­aðs sorps sem er hent frá heim­il­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu greint. Tek­in eru 100 kílóa sýni úr öll­um sorp­hirðu­hverf­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem eru 26 tals­ins.

Nýj­asta könn­un­in var gerð í nóv­em­ber á síð­asta ári en nið­ur­stöð­urn­ar voru kynnt­ar fyr­ir stjórn Sorpu í síð­ustu viku. Magn óflokk­aðs sorps sem hent er í grá­ar tunn­ur og í gáma á end­ur­vinnslu­stöðv­um á síð­asta ári var 187 kíló á hvern íbúa sam­an­bor­ið við 189,6 kíló ár­ið áð­ur.

Þá jókst plast sem skil­að var til end­ur­vinnslu í gegn­um græn­ar tunn­ur, grennd­argáma og end­ur­vinnslu­stöðv­ar úr 5,3 kíló­um á íbúa í sjö kíló. Mikl­um meiri­hluta plasts er enn hent með óflokk­uðu rusli eða 23,6 kíló­um á íbúa sem er þó minna en ár­ið áð­ur þeg­ar það var 26,1 kíló. Þannig skil­uðu tæp 23 pró­sent plasts frá heim­il­um sér til

end­ur­vinnslu á síð­asta ári sam­an­bor­ið við tæp 17 pró­sent ár­ið áð­ur.

Heild­ar­magn plasts minnk­aði einnig lít­il­lega eða úr 31,4 kíló­um á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni seg­ist telja að auk­in um­ræða um plast og end­ur­vinnslu sé að skila sér þótt það sé auð­vit­að hægt að gera bet­ur.

„Þetta sýn­ir okk­ur líka að það er til far­veg­ur fyr­ir plast­ið sem er mjög mik­il­vægt. Það hef­ur ver­ið svo­lít­ið í um­ræð­unni að plast­ið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera já­kvæð­ur gagn­vart söfn­un á plasti,“seg­ir Bjarni.

Heild­ar­magn papp­írs sem fell­ur til frá heim­il­um dregst sam­an milli ára, bæði það sem fer í blá­ar tunn­ur, grennd­argáma og end­ur­vinnslu­stöðv­ar og það sem fer í óflokk­að sorp. Þannig skil­uðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til end­ur­vinnslu á síð­asta ári sem var kílói minna en ár­ið áð­ur. Papp­ír sem end­aði í óflokk­uðu rusli reynd­ist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló ár­ið áð­ur. Hlut­fall papp­írs sem kem­ur til end­ur­vinnslu frá heim­il­um jókst því úr 73,7 pró­sent­um í 74,7 pró­sent.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.