Skila­boða­þjón­ust­ur verða sam­ræmd­ar

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, ætl­ar að gera not­end­um WhatsApp, Face­book Messenger og Insta­gram kleift að senda skila­boð þvert á miðla. Örugg­ari dul­kóð­un verð­ur inn­leidd. Ákvörð­un­in sögð um­deild með­al starfs­manna.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR TÆKNI - NORDICPHOTOS/AFP [email protected]­bla­did.is

Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi sam­fé­lags­miðlaris­ans Face­book, hef­ur skip­að þús­und­um starfs­manna að sam­ræma skila­boða­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins. Þeg­ar verk­efn­inu er lok­ið verð­ur því hægt að senda skila­boð úr Face­book Messenger á ein­hvern sem not­ar bara Insta­gram eða úr WhatsApp á ein­hvern sem er ein­ung­is á Face­book. For­rit­in verða hins veg­ar enn til og verða ekki sam­ein­uð að öðru leyti.

The New York Ti­mes greindi frá mál­inu í gær og hafði eft­ir fjór­um starfs­mönn­um að verk­efn­ið væri bæði gríð­ar­stórt, eins og starfs­manna­fjöld­inn gef­ur til kynna, og flók­ið. Breyta þarf grund­vall­ar­at­rið­um í kóða app­anna. Þótt verk­efn­ið sé á byrj­un­arstigi núna er ætl­ast til þess að því verði lok­ið í lok árs eða í síð­asta lagi í byrj­un þess næsta.

Fólk sem hef­ur óbeit á Face­book, hvort sem það er vegna þess hversu mikl­um tíma er hægt að verja á miðl­in­um eða vegna þeirra miklu per­sónu­legu upp­lýs­inga sem mið­ill­inn sank­ar að sér um not­end­ur, ætti að gleðj­ast við þessi tíð­indi. Með því að leyfa manni í raun að hafa áfram­hald­andi að­gang að Messenger, sem fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar nýta sér í stað hefð­bund­inna SMS-a, í gegn­um hið mun ein­fald­ara WhatsApp, ætti að vera auð­veld­ara að yf­ir­gefa sam­fé­lags­mið­il­inn.

Hin fjöl­mörgu hneykslis­mál sem Face­book hef­ur vað­ið í gegn­um und­an­far­in miss­eri hafa orð­ið til þess að marg­ir not­end­ur hafa efa­semd­ir um ör­yggi sinna per­sónu­legu upp­lýs­inga. Tölvu­árás­ir, ör­ygg­is­gall­ar og beit­ing slíkra upp­lýs­inga í póli­tísk­um til­gangi veg­ur þyngst.

En Zucker­berg vill bregð­ast við ein­um þætti vand­ans, þeim sem snýr að ör­yggi per­sónu­legra upp­lýs­inga, með því að stíga skref­inu lengra við sam­ræm­ingu skila­boða­þjón­ust­anna. Hann hef­ur, sam­kvæmt The New York Ti­mes, ákveð­ið að inn­leiða svo­kall­aða dul­kóð­un frá enda til enda (e. end-toend encrypti­on) í öll for­rit­in. Þetta þýð­ir að les­andi og send­andi eru þeir einu sem geta les­ið skila­boð­in. Eins og stend­ur eru skila­boð á WhatsApp þau einu sem eru dul­kóð­uð á þenn­an hátt að stað­aldri. Að auki er hægt að velja sér­stak­lega „Secret Chat“á Messengerapp­inu til að nýta sér slíkt. Ef af verð­ur er um veru­lega betr­um­bót á ör­yggi skila­boða not­enda að ræða.

„Við vilj­um byggja upp eins góða skila­boða­þjón­ustu og við get­um. Fólk vill að skila­boða­þjón­usta sé hröð, ein­föld, áreið­an­leg og ör­ugg. Við er­um að vinna að því að inn­leiða dul­kóð­un frá enda til enda,“sagði í til­kynn­ingu frá tækn­iris­an­um.

Nokkra óánægju eða jafn­vel furðu má þó greina á með­al starfs­manna Insta­gram og WhatsApp. Zucker­berg hafði lof­að því við kaup­in á miðl­un­um tveim­ur að þeir yrðu sjálf­stæð­ir. Zucker­berg þyk­ir því vera að ganga á bak orða sinna.

Zucker­berg er með mikl­ar áætlan­ir fyr­ir ár­ið 2019.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.