Svig­ið efst í for­gangs­röð­un­inni

Hilm­ar Snær Ör­vars­son varð á dög­un­um fyrsti Ís­lend­ing­ur­inn til að vinna til gull­verð­launa á heims­bikar­móti á skíð­um þeg­ar hann bar sig­ur úr být­um í svigi. Hann fylgdi því eft­ir með því að lenda í 4. sæti á HM.

Fréttablaðið - - SPORT - krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Skíðakapp­inn Hilm­ar Snær Ör­vars­son, sem kepp­ir fyr­ir hönd Vík­ings, náði á dög­un­um merku af­reki þeg­ar hann varð fyrsti Ís­lend­ing­ur­inn til að vinna til gull­verð­launa í svigi á heims­bikar­móti IPC í Króa­tíu. Fram að því var eitt besta af­rek Ís­lend­ings á heims­bikar­móti þeg­ar Krist­inn Björns­son lenti í öðru sæti á tveim­ur mót­um ár­ið 1997 og 1998.

Frá Króa­tíu hélt Hilm­ar til Slóven­íu og tók þátt í HM í alpa­grein­um þar sem hann lenti í 4. sæti í svigi og 20. sæti í stór­svigi. Þar mun­aði að­eins 29 sek­úndu­brot­um að Hilm­ar tæki brons­verð­laun í svigi, tæpu ári eft­ir að Hilm­ar Snær var eini full­trúi Ís­lend­inga á Vetr­arólymp­íu­leik­um fatl­aðra í PyeongChang, þá að­eins sautján ára.

Hilm­ar Snær sem kepp­ir í flokki aflim­aðra, LW2, kom aft­ur til lands­ins á fimmtu­dag­inn og var mætt­ur á skóla­bekk strax dag­inn eft­ir. Hann stund­ar nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og kunni þeim bestu þakk­ir fyr­ir skiln­ing á stöðu hans.

„Þeir sýndu því skiln­ing þeg­ar ég ósk­aði eft­ir fríi og hafa stað­ið með mér þótt það hafi oft ver­ið erfitt að byrja að læra þeg­ar ég var úti,“sagði Hilm­ar létt­ur í sam­tali við Frétta­blað­ið. Að­spurð­ur sagð­ist hann horfa stolt­ur til baka.

„Mað­ur finn­ur fyr­ir ótrú­lega miklu stolti og ég horfi ánægð­ur til baka. Ég reyndi að ná upp meiri hraða í seinni ferð­inni í Króa­tíu, var svo­lít­ið ákveðn­ari þar þeg­ar færi gafst á síð­asta kafla braut­ar­inn­ar,“sagði Hilm­ar sem var að keppa við bestu að­stæð­ur.

„Að­stæð­urn­ar voru frá­bær­ar á báð­um stöð­um og fær­ið gott. Ekki hægt að fá það mik­ið betra, braut­irn­ar góð­ar með smá klaka und­ir. Þjálf­ar­inn minn, Þórð­ur, var með skíð­in mín vel brýnd og í topp­st­andi sem gaf mér tæki­færi á að halda bet­ur stjórn.“

Líkt og á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um lenti Hilm­ar í 20. sæti í stór­svigi á HM í Slóven­íu en að­spurð­ur seg­ist hann leggja meiri áherslu á að keppa í svigi í fram­tíð­inni.

„Ég er nokk­uð sátt­ur með stór­svig­ið í Slóven­íu, ég gat gert að­eins bet­ur og náð 2-3 sæt­um of­ar en ég lenti í vand­ræð­um með lengd braut­ar­inn­ar. Hún var tals­vert lengri en ég hef átt að venj­ast,“sagði Hilm­ar og hélt áfram:

„Svig­ið er efst í for­gangs­röð­un­inni hjá mér. Ég ræð bet­ur við það og hef meiri áhuga á því til lengri tíma enda tel ég að það henti mér bet­ur. Það eru mun betri að­stæð­ur til að æfa svig á Íslandi en stór­svig og því auð­veld­ara að taka fram­förum hér á landi. Svo er það skemmti­legra að mínu mati. Ég mun samt halda áfram að æfa stór­svig­ið, það er öðru­vísi tækni sem ég get not­ið góðs af og get von­andi tek­ið eitt­hvað úr því í svig­ið,“sagði Hilm­ar sem vann í út­haldi og lík­am­leg­um styrk í sum­ar.

„Stærsti mun­ur­inn síð­asta ár­ið er hvað ég bætti mig í lík­am­leg­um styrk og út­haldi. Það hjálp­aði í þess­um mót­um eft­ir að hafa unn­ið í því síð­asta sum­ar. Svo vor­um við reynsl­unni rík­ari eft­ir PyeongChang og gát­um und­ir­bú­ið okk­ur bet­ur,“sagði Hilm­ar sem sagði næstu skref óráð­in.

„Ég er ekki með nein lang­tíma­markmið eins og er en mun hitta Þórð, þjálf­ara minn á næst­unni og við ræð­um næstu skref á ferl­in­um. Við eig­um al­veg eft­ir að ræða það en síð­asta ár vek­ur bara eld­móð hjá manni að ná enn lengra.“

Svig­ið er efst í for­gangs­röð­un­inni hjá mér. Ég ræð bet­ur við það og hef meiri áhuga á því.

Hilm­ar Snær Ör­vars­son

MYND/ÞÓRЭUR HJÖRLEIFSSON

Hilm­ar Snær bros­mild­ur á verð­launap­alli eft­ir að hafa unn­ið keppn­ina í svigi á heims­bikar­móti IPC í Króa­tíu á dög­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.