Ný­ir heims­meist­ar­ar krýnd­ir á morg­un

Fréttablaðið - - SPORT - NORDICPHOTOS/GETTY

Dan­mörk og Nor­eg­ur mæt­ast í úr­slita­leik heims­meist­ara­móts­ins í hand­bolta í Hern­ing á morg­un. Hvor­ugt lið­ið hef­ur áð­ur unn­ið HM og því verða ný­ir heims­meist­ar­ar krýnd­ir á morg­un.

Mikk­el Han­sen sýndi all­ar sín­ar bestu hlið­ar þeg­ar Dan­ir unnu ríkj­andi heims­meist­ara Frakka, 38-30, í fyrri undanúr­slita­leikn­um í gær. Han­sen skor­aði tólf mörk úr að­eins 15 skot­um og gaf sex stoð­send­ing­ar. Hann er lang­marka­hæst­ur á HM með 65 mörk.

Dan­ir léku frá­bær­an sókn­ar­leik sem franska vörn­in réð ekk­ert við. Þá vörðu frönsku mark­verð­irn­ir, Vincent Ger­ard og Cyr­il Du­moul­in, að­eins fjög­ur skot sam­an­lagt.

Þetta er í fjórða sinn sem Dan­ir leika til úr­slita á heims­meist­ara­móti. Þeir töp­uðu úr­slita­leik HM 1967, 2011 og 2013.

Í seinni undanúr­slita­leikn­um vann Nor­eg­ur sex marka sig­ur á Þýskalandi, 25-31. Norð­menn komust einnig í úr­slit á HM 2017 þar sem þeir töp­uðu fyr­ir Frökk­um.

Þetta var fyrsta tap Þjóð­verja á HM og heima­völl­ur­inn dugði skammt en báð­ir undanúr­slita­leik­irn­ir fóru fram í Ham­borg. Nor­eg­ur hef­ur unn­ið átta af níu leikj­um sín­um á HM í ár. Eina tap­ið kom gegn Dan­mörku í riðla­keppn­inni.

Magn­us Rod skor­aði sjö mörk fyr­ir Nor­eg í leikn­um í gær og þeir Sand­er Sagosen og Bjarte Myr­hol sín sex mörk­in hvor. Uwe Gens­heimer skor­aði sjö mörk fyr­ir Þýska­land sem mæt­ir Frakklandi í brons­leikn­um á morg­un.

Mikk­el Han­sen skor­aði tólf mörk gegn Frökk­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.