Tengsl milli raf­orku­mark­að­ar og þjóðarör­ygg­is

Ra­f­orku­kerf­ið skipt­ir miklu máli fyr­ir ör­yggi íbúa lands­ins og til að tryggja skil­virkni er nauð­syn­legt að koma á fót heild­sölu­mark­aði, eins kon­ar kaup­höll raf­orku að mati Guð­mund­ar Inga Ás­munds­son­ar, for­stjóra Landsnets.

Fréttablaðið - - ORKA ÍSLANDS -

Ef mað­ur horf­ir á ra­f­orku­kerf­ið þá er það raun­veru­lega for­senda fyr­ir nú­tíma­lifn­að­ar­hátt­um að hafa að­gang að ör­uggu og traustu raf­magni á hag­kvæm­an hátt,“seg­ir Guð­mund­ur og bæt­ir við: „Ef raf­magn­ið bregst í dag þá stopp­ar allt, að ég tali nú ekki um í fram­tíð­inni þeg­ar tækn­in leik­ur enn þá stærra hlut­verk. Þess vegna er svo mik­il­vægt að hafa öfl­uga inn­viði og til að svo megi vera þurf­um við að styrkja ra­f­orku­kerf­ið.“

Hann seg­ir raf­orku­mark­að og þjóðarör­yggi tengj­ast sterk­um bönd­um. „Hægt er að tala um ör­yggi til lengri tíma og skemmri. Dags­dag­lega eða til skemmri tíma þarf að tryggja að það sé alltaf nægi­legt fram­boð af raf­orku til að mæta mark­aðn­um. Við þurf­um að hafa flutn­ings­kerfi sem hindr­ar ekki flæð­ið og svo þurf­um við að hafa afl til að mæta sveifl­um sem kunna að verða og þar spil­ar orku­mark­að­ur­inn veru­legt hlut­verk. Sama gild­ir um óveð­ur og bil­an­ir í kerf­inu. Svo þeg­ar horft er á hags­muni þjóð­ar­inn­ar í sam­hengi við nátt­úru­ham­far­ir eins og eld­gos þá skipt­ir miklu máli að geta flutt orku milli svæða til að reyna að lág­marka tjón og hafa þá góð­ar við­bragðs­áætlan­ir til að gera við eða hrein­lega að stjórna því hverj­ir fá að­gang að þess­um tak­mörk­uðu auð­lind­um sem yrðu við slík­ar að­stæð­ur.“

Til lengri tíma mun skil­virk­ur raf­orku­mark­að­ur gefa vís­bend­ing­ar til stjórn­valda, al­menn­ings og orku­geir­ans um hvort það sé lít­ið fram­boð á raf­orku, sem myndi þýða hærra verð. Slík skila­boð frá mark­aði tengj­ast lang­tím­ara­f­orku­ör­yggi sterk­um bönd­um. Hátt verð í kaup­höll­inni hvet­ur til fjár­fest­inga í nýj­um virkj­un­um og flutn­ings­kerfi. Með sama hætti leið­ir lágt verð til minni fjár­fest­inga en ella. „ Það er eng­in til­vilj­un að ef orku­stefn­ur ná­granna­landa okk­ar eru skoð­að­ar, þá er skil­virk­ur mark­að­ur með raf­orku efst á blaði í orku­ör­yggis­kafla stefn­unn­ar.“

Hann seg­ir að líta megi á Landsnet sem tengil. „Við tengj­um sam­an þá sem fram­leiða orku og þá sem nota hana. Við tengj­um stærri not­end­ur beint og minni not­end­ur gegn­um dreifi­kerf­in. Okk­ar kerfi nær um allt land og okk­ar hlut­verk er að tryggja ör­ugga orku­flutn­inga og jafna að­gengi að raf­magni og raf- kerf­inu. Okk­ur er líka ætl­að það hlut­verk að auð­velda orku­við­skipti og að tryggja ör­yggi íbú­ana og at­vinnu­lífs­ins.“

Meg­in­verk­efni Landsnets á næstu ár­um eru tví­þætt að sögn Guð­mund­ar. „ Að treysta bet­ur flutn­ings­kerf­ið því það eru ann­mark­ar á því og við get­um ekki alls stað­ar tryggt nægj­an­legt ör­yggi. Og síð­an að þróa með ein­hverj­um hætti og auka skil­virkni mark­að­ar­ins til að auka samkeppni á raf­orku­mark­aði og þannig lækka orku­kostn­að fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki.“

Hann seg­ir heil­mikla samkeppni um raf­orku á Íslandi í dag. „ Við höf­um skil­greint okk­ur sem evr­ópskt raf­orku­flutn­ings­fyr­ir­tæki og höf­um tek­ið þátt í evr­ópsku sam­starfi með það að mark­miði að að­laga við­skipta- um­hverfi hér að al­þjóð­legu fyr­ir­komu­lagi. Þetta er mik­il­vægt fyr­ir sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­inn­ar því marg­ir kaup­end­ur raf­orku eru al­þjóð­leg fyr­ir­tæki sem horfa bæði til verðs og við­skiptaum­hverf­is þeg­ar þau velja sér stað til að vera á. Þá skipt­ir miklu máli að vera með við­skiptaum­hverfi sem er í takt við þær þjóð­ir sem við er­um í samkeppni við.“

Að lok­um vill hann ít­reka mik­il­vægi sam­keppnisvið­skipta með raf­orku. „Það gleym­ist oft í um­ræð­unni að skil­virk gagn­sæ sam­keppnisvið­skipti með raf­orku leiða til betri nýt­ing­ar orku­auð­lind­anna og þeirra inn­viða sem við eig­um. Ávinn­ing­ur­inn er ekki ein­ung­is lægra orku­verð því góð nýt­ing mann­virkj­anna dreg­ur úr fjár­fest­ing­um og minnk­ar um­hverf­isáhrif.“

MYND/STEFÁN

Guð­mund­ur Ingi Ás­munds­son, for­stjóri Landsnets, seg­ir þýð­ing­ar­mik­ið að koma á fót kaup­höll raf­orkunn­ar sem muni hafa fjöl­breytt já­kvæð áhrif í fram­tíð­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.