Ís­lensk­ir og er­lend­ir dans­ar­ar á heims­mæli­kvarða

Dans­inn verð­ur áber­andi á Reykja­vík­ur­leik­un­um í ár sem endra­nær enda dans­í­þrótt­in í mikl­um vexti í kjöl­far vin­sæls sjón­varps­þátt­ar.

Fréttablaðið - - FÓLK - MYND/VILHELM

Dans­inn hef­ur alltaf skip­að stór­an sess á Reykja­vík­ur­leik­un­um en að­ald­ans­dag­ur­inn er á morg­un, sunnu­dag. Jó­hann Gunn­ar Arn­ars­son er í stjórn Dans­í­þrótta­sam­bands­ins og verð­ur auk þess kynn­ir á mót­inu.

„Dans­hluti Reykja­vík­ur­leik­anna hef­ur í gegn­um tíð­ina ver­ið ein af skraut­fjöðr­um móts­ins, enda vand­að til verka í skipu­lagn­ingu allri,“seg­ir Jó­hann. „Mót­ið hefst í fyrra­mál­ið og stend­ur keppn­in yf­ir fram til fjög­ur þeg­ar er gert hlé. Há­tíð­ar­dag­skrá hefst á kvöld­verði og svo úr­slit­um í nokkr­um flokk­um, sem kepptu fyrr um dag­inn. Þetta er mik­ið sjón­arspil og öllu tjald­að til.“Hann seg­ir mik­ið lagt í mót­ið að þessu sinni. „Fimm er­lend­ir dóm­ar­ar dæma mót­ið, all­ir með við­ur­kennd al­þjóð­leg rétt­indi, en þeir eru Aig­ars Stolcers frá Kan­ada, Emil Iokni­kov frá Banda­ríkj­un­um, An­astasia Tit­kova frá Rússlandi, Sus­anne Ra­dich Holde frá Dan­mörku og Nuno Mor­eira frá Portúgal.“

Hann bend­ir á að ís­lensk dan­spör hafa í gegn­um tíð­ina náð gríð­ar­lega góð­um ár­angri í sinni íþrótt á al­þjóð­leg­um vett­vangi. „Við höf­um átt heims­meist­ara, Norð­ur­landa­meist­ara, sig­ur­veg­ara og pör sem dans­að hafa til úr­slita á flest­um allra sterk­ustu keppn­um sem haldn­ar eru í heim­in­um. Flest okk­ar allra bestu pör munu keppa á Reykja­vík­ur­leik­un­um í öll­um ald­urs­flokk­um og getu­stig­um, en einnig eru tíu er­lend pör skráð til leiks, mörg hver hafa náð mikl­um ár­angri í dans­í­þrótt­inni á al­þjóð­leg­um vett­vangi. Það verð­ur því mik­ið um dýrð­ir.“Hann bend­ir á að und­an­far­in ár hafi RÚV sýnt beint frá út­slit­un­um en svo verði ekki í þetta sinn. „Úrslit­in verða sýnd í sjón­varp­inu eft­ir tíu­frétt­ir á mánu­dags­kvöld og svo aft­ur á laug­ar­dag­inn næsta klukk­an 13.40. Þetta er eini glugg­inn okk­ar á ár­inu inn í stofu til fólks og hef­ur alltaf vak­ið gríð­ar­lega at­hygli og það er mik­ið áhorf.“

Keppt er ann­ars veg­ar í suð­ur­am­er­ísku döns­un­um og hins veg­ar í al­menn­um ball­room-dansi og í öll­um flokk­um. „Við verð­um með kepp­end­ur á öll­um getu­stig­um, allt frá meist­ara­flokki og nið­ur í átta ára börn.“

Hann seg­ir að sér virð- ist sem að­sókn og áhugi á dansi hafi auk­ist eft­ir danskeppn­ina All­ir geta dans­að sem var vin­sælt sjón­varps­efni í fyrra. „Það er mik­ið af hjón­um og pör­um sem eru að byrja í dansi núna og það er kannski vegna þess að þætt­irn­ir hafa vak­ið áhug­ann. Því það geta all­ir dans­að og það er bara svo rosa­lega skemmti­legt.“

Jó­hann byrj­aði sjálf­ur að dansa þeg­ar hann var fjög­urra ára á Akur­eyri og hef­ur kennt dans í rúm­lega tutt­ugu ár. Hon­um

finnst skemmti- leg­ast að horfa á sam­ba og slow foxtrott. „Það er bara svo rosa­lega mik­il reisn og feg­urð yf­ir þess­um döns­um, þeir eru gríð­ar­lega tækni­lega erf­ið­ir og tón­list­in fer inn í bein­in á manni.“

Jó­hannn seg­ir ým­is­legt á döf­inni hjá Dans­í­þrótta­sam­band­inu. „Við er­um með þessa keppni núna, svo er Ís­lands­meist­ara­mót í suð­ur­am­er­ísk­um döns­um í fe­brú­ar og Ís­lands­meist­ara­mót­ið í tíu döns­um í mars og svo Ís­lands­meist­ara­mót­ið í ball­room-döns­um í maí. Pör­in okk­ar eru svo alltaf að keppa er­lend­is og ná gríð­ar­lega góð­um ár­angri og hafa með­al ann­ars kom­ist í úr­slit á heims­meist­ara­mót­um. Ég vil sér­stak­lega minn­ast á ungu pör­in okk­ar 10-12 ára sem hafa líka ver­ið að ná mjög góð­um ár­angri. Við eig­um mik­ið af af­reksí­þrótta­fólki í dans­in­um þótt það fari ótrú­lega hljótt.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á Face­book á RIG 2019 – danskeppni og á vef­síð­unni www.dsi.is.

Dans­inn mun duna á Reykja­vík­ur­leik­un­um á sunnu­dag­inn eins og þeg­ar þessi mynd var tek­in 2016.

MYND/STEFÁN

Jó­hann Gunn­ar Arn­ars­son er í stjórn Dans­í­þrótta­sam­bands Ís­lands og verð­ur kynn­ir á mót­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.