Heilsu­fars­leg saka­mál

Lífs­stíll­inn er söku­dólg­ur, seg­ir Helga Arn­ar­dótt­ir sem gerði til­raun­ir á sjálfri sér við vinnslu nýrra þátta um heilsu og upp­skar betri líð­an. Hún seg­ir streit­una sinn helsta óvin en hef­ur nú bet­ur í glím­unni eft­ir að hún neydd­ist til þess að hugsa fjölm

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Ég ákvað bara að láta ekki ein­hverja karla úr við­skipta­líf­inu smána mig.

Helga Arn­ar­dótt­ir fjöl­miðla­kona er kom­in til fund­ar við blaða­mann á kaffi­húsi í mið­borg­inni. Það er bjart­ur vetr­ar­dag­ur og snjó­þungt. Borg­in er full af gang­andi veg­far­end­um, ferða­mönn­um jafnt sem borg­ar­bú­um. „Ef fólk geng­ur til og frá vinnu þá hef­ur það feng­ið góða hreyf­ingu yf­ir dag­inn. Og stund­um er sú hreyf­ing jafn­vel nóg til að halda góðri heilsu. Ég fjalla svo­lít­ið um þetta og gerði til­raun­ir á sjálfri mér,“seg­ir hún. „Ég hef ástríðu fyr­ir heilsu­tengd­um mál­efn­um og vil koma af stað bylt­ingu,“seg­ir Helga. Ný­ir heim­ild­ar­sjón­varps­þætt­ir henn­ar, Lif­um leng­ur, voru tekn­ir til sýn­ing­ar í vik­unni hjá Sjón­varpi Sím­ans. Þætt­irn­ir fjalla um heilsu út frá vís­inda­legu sjón­ar­horni og Helga ræddi við sjö­tíu sér­fræð­inga, inn­lenda og er­lenda, um mál­efni tengd heilsu. „Auð­vit­að færð­ist ég að­eins of mik­ið í fang eins og venju­lega,“seg­ir hún og seg­ir það reynd­ar já­kvætt því hún eigi til mik­ið efni sem hún geti nýtt til að fylgja þátt­un­um eft­ir. Hún hafi til dæm­is hug á að gera hlað­varps­þætti og stofna vef­síðu um mála­flokk­inn.

Lífs­stíll­inn er söku­dólg­ur

Helga hef­ur starf­að á fjöl­miðl­um á ann­an ára­tug og hef­ur ver­ið mik­il­virk í dag­skrár­gerð. Hún hef­ur fram­leitt fjöl­marga vin­sæla sjón­varps­þætti sem snúa að saka­mál­um. „Það má segja að ég sé núna að fjalla um heilsu­fars­leg saka­mál, þar sem lífs­stíll­inn er söku­dólg­ur­inn,“seg­ir hún glett­in. „Ég er reynd­ar bú­in að ganga með þessa þætti í mag­an­um í mörg ár. Fólk hef­ur of­boðs­lega mik­inn áhuga á þess­um mála­flokki, ég fann það þeg­ar ég tók fyr­ir mál­efni tengd heilsu í minni vinnu, bæði hjá Stöð 2 og í Kast­ljós­inu. Ég ræddi eitt sinn við bresk­an hjarta­lækni, dr. As­heem Mal­hotra, um hvernig fólk get­ur haft áhrif á sína hjarta­heilsu með bætt­um venj­um og betra mataræði. Stikl­an var hálf mín­úta, hundrað þús­und manns horfðu á hana og það er enn ver­ið að deila henni. Við­brögð­in láta ekki á sér standa þeg­ar fjall­að er um þessi mál,“seg­ir Helga. „Skila­boð­in voru ein­föld, ef fólk vildi koma í veg fyr­ir hjarta- og æða­sjúk­dóma ætti fólk að borða flók­in kol­vetni, sleppa sykri og borða hreina fæðu. Þeg­ar fjall­að er um nátt­úru­ham­far­ir og glæpi, þá hlust­ar fólk. Af því að það er að hugsa um eig­in vel­ferð og ör­yggi. Það sama á við um heils­una,“seg­ir Helga. „Og frétt­ir um heilsu og lífs­stíl eru ekki leng­ur svo­kall­að­ar mjúk­ar frétt­ir. Þetta eru harð­ar frétt­ir,“seg­ir hún.

Þakk­lát móð­ur sinni

For­eldr­ar Helgu eru Mar­grét Áka­dótt­ir og Örn Þor­láks­son heit­inn. „Mamma var með­vit­uð lista­kona og ég fékk al­deil­is að njóta þess og er al­in upp í heilsu­sam­leg­um lífs­stíl. Ég fékk aldrei kókó­mjólk­ur­miða í skól­ann eða morg­un­verð­ar­korn, snakk eða gos. Ég skildi það auð­vit­að ekki,“seg­ir hún. „Mamma var stund­um með fram­andi mat eins og linsu­bauna­lasanja og eitt­hvað slíkt í mat­inn. Sumt get ég nú ekki borð­að aft­ur. Ég er nú samt mjög þakk­lát fyr­ir þetta í dag því núna vit­um við meira um inni­hald fæð­unn­ar og skað­semi syk­urs sem er að finna í nán­ast hverri ein­ustu vöru sem þú borð­ar,“seg­ir hún.

Morgun­korn­ið er vara­samt

„Ég er að reyna að færa um­ræðu um heilsu og lífs­stíl á hærra plan. Ég ræddi við þekkt­an heim­il­is­lækni í Bretlandi, Dr. Rang­an Chatterj­ee. Hann legg­ur áherslu á fjór­ar burð­ar­stoð­ir heilsu; svefn, nær­ingu, hreyf­ingu og and­lega heilsu. Ef við ná­um tök­um á þess­um fjór­um þátt­um þá get­um við kom­ið í veg fyr­ir eða náð tök­um á meiri­hluta lífs­stíls­sjúk­dóma. Dr. Rang­an seg­ir margt svo áhuga­vert. Hann tal­ar til dæm­is um morgun­korn sem hann seg­ir vera eina vara­söm­ustu mat­vöru sem fólk læt­ur of­an í sig. Og það er rétt, mynd­ir þú til dæm­is setja fimm til sex mat­skeið­ar af sykri út í kaff­ið þitt? Nei, lík­lega ekki, en fólk borð­ar jafn­gildi þess í morg­un­mat og gef­ur börn­un­um sín­um þetta líka. Svo er gos­drykkja­neysla gegnd­ar­laus líka. Samt er fólk al­mennt með­vit­að um gíg­an­tíska þró­un á syk­ur­sýki 2 í heim­in­um. Það eru svo marg­ir sem eru ekki greind­ir með hana, þetta er al­vöru vanda­mál,“seg­ir Helga.

Þætt­ina fram­leiddi Helga sjálf með kær­asta sín­um, Braga Þór Hinriks­syni kvik­mynda­leik­stjóra. Fram­leiðsl­an tók um níu mán­uði. „Þetta var auð­vit­að mik­il vinnsla og marg­ir við­mæl­end­ur sem við þurft­um að hitta. Ekki einu sinni kom upp efn­is­leg­ur eða list­rænn ágrein­ing­ur, Bragi er meiri lista­mað­ur og ég er svona stað­reynda­kona enda al­in upp í frétta­mennsku þar sem þær verða að vera rétt­ar og ná­kvæm­ar. Ég fékk stund­um að heyra að það þurfi ekki að út­skýra allt út í hörg­ul stund­um megi bara leyfa hinu list­ræna að njóta sín eins og fal­leg­um mynd­skeið­um og öðru. Ég tók þeim rök­um al­veg eft­ir smá sam­tal. En ég held ég hafi aldrei sent frá mér svona vand­að og fal­legt sjón­varps­efni og það allt á Bragi. Við kom­umst al­veg að því að við er­um gott vinnu­teymi en það þarf að passa að tala þá ekki um vinn­una rétt fyr­ir svefn­inn, og ég þurfti al­veg að taka í hnakka­dramb­ið á mér þar því ég fæ hlut­ina á heil­ann í ein­hvern til­tek­inn tíma og tala ekki um ann­að. Bragi sagði einu sinni við mig: Hvernig er það Helga, hætt­ir þú aldrei að hugsa? Mér fannst það frek­ar fynd­in at­huga­semd. Það er stór­kost­legt frelsi að vera ekki á vinnu­stunda­klukku. Ég hef eytt ferl­in­um í að vinna í þágu annarra. Nú er ég að að gera þetta fyr­ir mig og frels­istil­finn­ing­in er góð,“seg­ir Helga.

Mik­ið álag í fjöl­miðl­um

Um­fjöll­un um streitu og kuln­un hef­ur kom­ist í há­mæli und­an­far­ið. Í ný­legri um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins um kuln­un sagði Alma D. Möller land­lækn­ir van­líð­an og al­var­leg veik­indi vegna streitu varða al­manna­hag. Þá lýsti Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur fyrr í mán­uð­in­um í við­tali í helgar­blaði Frétta­blaðs­ins al­gjöru nið­ur­broti og glímu við kvíða í starfi sínu á frétta­stofu Stöðv­ar 2 fyr­ir rúm­um ára­tug.

„Vinnu­um­hverfi á fjöl­miðl­um hef­ur snar­versn­að eft­ir hrun. Vinnu­tím­inn er úti um allt, sjald­an greitt fyr­ir yf­ir­vinnu en samt er ætl­ast til þess að þú ljúk­ir frétta­mál­um þótt það taki sól­ar­hring­inn. Fyr­ir hrun fékk ég greidda yf­ir­vinnu. Til dæm­is ef það urðu nátt­úru­ham­far­ir og það þurfti að fara og vera í lengri tíma að vinna frétt­ir. Þá fékk ég greidda yf­ir­vinnu. Ef mað­ur þurfti að leggja þetta á sig þá fann mað­ur það líka í launaum­slag­inu. Þetta er ekki leng­ur svona í okk­ar stétt, það

ÉG ER ÞANNIG AÐ STUND­UM MAGNA ÉG UPP STREITU INNRA MEÐ MÉR SVO AÐ PÚLSINN ER KOM­INN UPP Í 120 SLÖG! STREITAN ER MINN HELSTI ÓVINUR.

er bú­ið að fletja þetta út,“seg­ir Helga sem seg­ist ör­ugg­lega myndu hafa upp­lif­að kuln­un í starfi ef hún hefði ekki gætt að heils­unni.

„Það voru átta um­sjón­ar­menn í Kast­ljósi, svo urðu þeir tveir, ég og Bald­vin Þór Bergs­son. Það var mik­ið álag þó það hefði líka ver­ið gam­an og ég hefði átt í mjög góðu sam­starf­ið við Bald­vin, við studd­um við bak­ið hvort á öðru, það var ómet­an­legt. Það hjálp­aði líka að ég var hætt að borða syk­ur, drakk ekki áfengi og lifði eins heilsu­sam­legu lífi og ég gat. Ég hafði reynd­ar ekki tíma til að hreyfa mig jafn­mik­ið og ég vildi, ég var á þess­um tíma ein­stæð móð­ir í rúm­lega tvö ár og fannst ég aldrei hafa tíma til þess en mað­ur verð­ur að setja þetta í for­gang, bara að labba með börn­in í skól­ann er dýr­mæt hreyf­ing inn í dag­inn.

Hrynj­um nið­ur eins og flug­ur

Álag­ið í þess­um geira er eins og víða í sam­fé­lag­inu ómann­legt. Störf okk­ar hafa ekki breyst, þau eru bara á færri hönd­um. Þetta er eitt af um­fjöll­un­ar­efn­um mín­um og er brýnt. Því hvað er breytt? Hvers vegna er al­var­leg streita og kuln­un eins og far­ald­ur. Við er­um að hrynja nið­ur eins og flug­ur. Við lögð­um öll mik­ið á okk­ur í hrun­inu. Tók­um á okk­ur mikl­ar launa­lækk­an­ir en bætt­um við okk­ur álagi. Hér er­um við tíu ár­um síð­ar og af­leið­ing­arn­ar eru ljós­ar. Það er eitt­hvað að á vinnu­mark­aði og það þarf að tak­ast á við það. Ég rýndi í starf Starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðs­ins Virk sem hef­ur mikla inn­sýn inn í það af hverju við er­um svona að­fram­kom­in. Svo virð­ist sem mörk­in á milli vinnu og einka­lífs séu að mást út,“seg­ir Helga. Eru lausn­ir í sjón­máli? Hvað finnst þér að fólk ætti að gera?

„Fólk verð­ur að skilja að einka­líf og vinnu og hvílast. Það er lyk­il­at­riði. Stétt­ar­fé­lög­in eru að velta upp mörg­um leið­um í þessu efni, eitt var með­al ann­ars nefnt við mig og það er að skoða þeg­ar fólk lýk­ur vinnu­deg­in­um að það sé lok­að á tölvu­póst­inn og hann sé ekki hægt að opna fyrr en nýr vinnu­dag­ur hefst. Ég skil ekki hvað fær vinnu­veit­end­ur til þess að senda vinnu­tengda tölvu­pósta til starfs­fólks sína langt fram eft­ir á kvöld­in,“seg­ir Helga. „Ég á bágt með streitu, þeg­ar ég er und­ir álagi þá finn ég hvernig það tæt­ir upp í mér. Adrenalín­ið fer á flug. Við er­um alltaf sítengd á sam­fé­lags­miðl­un­um líka. Mér finnst rétt að taka streitu­miklu líferni eins og hverri ann­arri neyslu. Eins og að borða syk­ur og drekka áfengi,“seg­ir Helga.

Glím­ir við kvilla vegna streitu

Helga seg­ir að þó að hún sé með­vit­uð um mik­il­vægi and­legra þátta þeg­ar kem­ur að and­legri heilsu þá hafi í fyrstu vaf­ist fyr­ir henni hvernig hún ætti að fjalla um þá. „Það er oft gert mjög lít­ið úr vægi þess and­lega á heils­una. Nú­vit­und og hug­leiðslu, slök­un­ina. Ég fékk til mín fólk til að ræða um þessa þætti á manna­máli. Ég gerði æf­ing­ar í nú­vit­und og átti bara fullt í fangi með þær. Ég er þannig að stund­um magna ég upp streitu innra með mér svo að púlsinn er kom­inn upp í 120 slög! Streitan er minn helsti óvinur og ég glímdi við ýmsa kvilla vegna henn­ar, gegnd­ar­laus­ar sýk­ing­ar og margt fleira. Fyrsta æf­ing­in mín fólst í að vera á staðn­um og ég varð fljótt pirr­uð og sagði hei, ég er al­veg á staðn­um en ég er bara með fimm­tíu verk­efni á dag­skrá,“seg­ir Helga og hlær. „Ég lærði að ná betri tök­um á nú­vit­und og að yf­ir dag­inn get­ur dug­að fólki að gera nokkr­ar ein­fald­ar æf­ing­ar. Bara það að fara í sturtu og ein­beita sér að því að njóta þess að láta heitt vatn­ið renna á sig. Já, ég veit, það er ein­hver dulúð yf­ir þessu og fólk held­ur kannski að þetta sé kjaftæði. En langt því frá, það er mik­il­vægt að veita heil­an­um hvíld. Og til dæm­is að liggja að­eins leng­ur í rúm­inu og taka dag­inn inn í stað­inn fyr­ir að stökkva fram úr rúm­inu. Þetta gæti gjör­breytt deg- in­um,“seg­ir Helga og bæt­ir við að hún sé langt frá því fullnuma. „Ég var til dæm­is með út­varps­við­tal sem ég var að fara í á heil­an­um í sturt­unni í morg­un. Átti fullt í fangi með þetta,“seg­ir hún.

Helga seg­ist einnig glíma við hug­ar­far­ið. „Ég er svo sam­visku­söm, mér finnst ég alltaf vera að svíkj­ast um. Bragi þurfti oft að hug­hreysta mig og minna mig á ým­is­legt. Þetta eru bara sjón­varps­þætt­ir á Íslandi, slak­aðu á, sagði hann stund­um. Ég tek lít­il skref. Aðr­ir ættu líka að reyna það, til dæm­is í eina mín­útu á dag. Mað­ur þarf að æfa sig í þessu.“

Ein­mana­leik­inn er eyði­leggj­andi

Það sem Helgu fannst einna for­vitni­leg­ast í þátta­gerð­inni voru mik­il áhrif ein­mana­leika á heils­una. „Þetta sló mig. Ein­mana­leiki veld­ur lík­am­leg­um ein­kenn­um, til dæm­is bólg­um í lík­am­an­um svo ekki sé tal­að um geð­ræn ein­kenni, seg­ir Helga. „Við er­um ná­læg í fjar­lægð. Er­um til taks fyr­ir vini okk­ar á sam­fé­lags­miðl­um en ekki í raun og veru. Vin­ur minn hand­leggs­brotn­aði fyr­ir nokkru. Það voru all­ir í sam­bandi við hann og sendu hon­um bata­ósk­ir og hlýj­ar kveðjur. Hann sagði mér seinna að það hefði eng­inn kom­ið í heim­sókn. Ég er bú­inn að vera einn hér í þrjár vik­ur, sagði hann. Og þetta er rétt, það er eitt­hvað breytt. Sam­ver­an er minni og ég held að það geti haft nei­kvæð áhrif á heils­una og lífs­lík­ur. Kannski er­um við svona óhepp­in en það er ör­sjald­an sem manni er boð­ið í mat­ar­boð og ég er ekki viss um af hverju það staf­ar. Kannski er það vegna þess að við höf­um ekki tíma. Mað­ur kem­ur ör­magna heim og þá bíða heim­il­is­störf­in og börn­in. Mað­ur þarf að baða, gefa að borða og hjálpa til við heima­vinnu. Svo þeg­ar börn­in eru far­in að sofa, hvað ger­ir þú? Ferð

ÞAÐ VAR HUGGUN AÐ FÁ FALLEGAR KVEÐJUR FRÁ STARFSFÓLKI BIRTÍNGS. EN ÞETTA HAFÐI VERULEG ÁHRIF Á MIG.

kannski beint á Net­flix. Kannski er það vegna þess að við er­um að bera okk­ur sam­an við aðra á Face­book og höld­um að við þurf­um að bjóða upp á gæsalif­ur eða álíka. Sem er fjar­stæða. Ég á frá­bæra minn­ingu um mat­ar­boð hjá góðri vin­konu minni sem bauð upp á fiski­boll­ur í bleikri sósu og Frón­kex í eft­ir­rétt og við elsk­uð­um það!

Ég gerði breyt­ing­ar á eig­in lífi. Ég fór veru­lega út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og ákvað að fara að æfa Beyoncé-dans í Kram­hús­inu með gam­alli vin­konu. Ég græddi ekki ein­ung­is betri heilsu held­ur tengdi ég upp á nýtt við vin­konu mína sem ég hafði ekki haft mik­il sam­skipti við síð­ustu mán­uði.“

Sveigj­an­leik­inn ómet­an­leg­ur

Helga byrj­aði fer­il­inn á næt­ur­frétta­vökt­um á RÚV ár­ið 2004 og vann þar á bæði frétta­stof­um út­varps og sjón­varps. Hún starf­aði í sjö ár á Stöð 2 sem frétta­mað­ur og dag­skrár­gerð­ar­mað­ur í sjón­varpi og út­varpi. Þar fram­leiddi hún þætti sem njóta vin­sælda enn þann dag í dag, um Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­in, Manns­hvörf á Íslandi og Óupp­lýst saka­mál. Hún starf­aði í frétta­skýr­ing­ar­þætt­in­um Kast­ljósi á RÚV frá ár­inu 2014.

„Þeg­ar mað­ur starfar sjálf­stætt þá þarf mað­ur að hafa fyr­ir því að rækta fé­lags­leg tengsl. Að eiga góða vinnu­fé­laga er van­met­ið og ég er mik­il fé­lags­vera. Ég sakna þess að hitta fólk­ið í brans­an­um. Á RÚV starfar svo of­boðs­lega skap­andi og gott fólk. En sveigj­an­leik­inn sem ég fæ og frels­ið við að vinna sjálf­stætt er ómet­an­legt, “seg­ir Helga.

For­sendu­brest­ur

Fyr­ir rúmu ári ákvað hún að skipta um starfs­vett­vang og tók spenn­andi at­vinnu­til­boði frá Birtíngi um að verða yf­ir­rit­stjóri út­gáfu­fé­lags­ins Birtíngs. Hún átti þó eft­ir að staldra stutt við hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Ég fékk þetta góða boð um að verða yf­ir­rit­stjóri út­gáfu­fé­lags­ins og þáði það. Ég sagði upp góðri stöðu á RÚV og sá fyr­ir mér mik­il tæki­færi og skemmti­lega áskor­un. Mér var ágæt­lega tek­ið en ég skynj­aði samt ólgu. Það var bú­ið að vara mig við því að á vinnu­staðn­um væru of marg­ir sem ynnu und­ir miklu álagi og á of lág­um laun­um. Á Birtíngi starf­aði magn­að fólk sem gæfi út ótrú­lega flott blöð en fengi ekki að njóta þess. Ég kom inn af krafti og með skýra sýn. Eft­ir 8 daga í starfi var mér til­kynnt að það yrðu breyt­ing­ar á rekstri. Ég yrði ekki leng­ur yf­ir­rit­stjóri held­ur ætti ein­göngu að sinna starfi rit­stjóra Mann­lífs. Ég átti að vera svo­kall­að­ur skrif­andi rit­stjóri. Þetta var allt ann­að starf en ég var ráð­in til og ég var bú­in að segja upp starfi sem ég naut far­sæld­ar í. Ég mót­mælti þessu harka­lega. Þetta var samn­ings­brot og al­gjör for­sendu­brest­ur. Þess­ar hug­mynd­ir voru dregn­ar til baka og sagt við mig að af þessu yrði ekki, a.m.k. ekki strax en ég fann strax þarna að and­rúms­loft­ið var breytt.“

Traust­ið var far­ið

Helga sá sig knúna til að senda út yf­ir­lýs­ingu á Face­book um starfs­lok sín á Birtíngi. „Ég var drif­in áfram af ástríðu og trúði því að ég gæti gert góða hluti. Það var huggun að fá fallegar kveðjur frá starfsfólki Birtíngs. En þetta hafði veruleg áhrif á mig. Eft­ir fund­inn þar sem stjórn­end­ur til­kynntu mér ein­hliða að hlut­verk mitt yrði breytt þá fann ég að traust­ið var far­ið. Viku fyr­ir út­gáfu fyrsta og eina tölu­blaðs sem ég stýrði af Mann­lífi þá hættu þeir að tala við mig. Þá vissi ég að þetta væri bara orð­ið gott.“

Helga hef­ur ein­göngu starf­að á tveim­ur fjöl­miðl­um á sín­um 15 ára ferli að frá­töld­um Birtíngi. „Ég hef aldrei kynnst við­líka fram­komu og varð fyr­ir mikl­um von­brigð­um. Ég átti í frá­bæru sam­starfi við yf­ir­menn mína á RÚV og á Stöð 2 naut ég sjálf­stæð­is. Ég þekki til dæm­is ekki Jón Ás­geir, ég tala bara fyr­ir mig en það voru aldrei nokk­ur af­skipti af mín­um störf­um þar. Ég tek mig há­tíð­lega sem blaða­mann, ég gef bara eng­an af­slátt og þannig verð­ur það áfram. Ég kann bara að vera heiðarleg og ég ákvað bara að láta ekki ein­hverja karla úr við­skipta­líf- inu smána mig. Því þannig er það, ákveðnar og kraftmiklar kon­ur eru smánaðar fyr­ir að sýna festu,“seg­ir Helga.

Dýr­mæt reynsla

Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokk­uð gott og Helga seg­ist hafa öðl­ast dýr­mæta reynslu. „Það góða í þessu öllu sam­an er að þarna gafst mér and­rými til að stofna mitt eig­ið fyr­ir­tæki. Nokkru síð­ar var ég köll­uð á fund hjá Sím­an­um og með þeim hef ég átt í frá­bæru og fag­legu sam­starfi. Þeir eru að gera góða hluti og eru fram­sýn­ir, ég get vel hugs­að mér að starfa meira fyr­ir þá. Ég hef aldrei áð­ur ver­ið sjálf­stæð­ur at­vinnu- rek­andi og sá ekki þenn­an mögu­leika. Ég er ótrú­lega ánægð. Það er fyr­ir öllu að starfa með góðu fólki. Ég er fjöl­miðla­kona, ég verð það alltaf. Ég er alltaf að leita að sög­um og þetta er bara ævi­starf­ið. Hver veit hvort ég fari aft­ur í fast starf? Ég ætla bara að sjá til. Ég á mér nefni­lega fleiri drauma. Ég el nú draum um að skrifa, er bæði með glæpa­sögu fyr­ir sjón­varp og barna­bók í mag­an­um. Ég ætla að­eins að virkja það og kanna hvert það leið­ir mig. En ein­mitt núna á heils­an og lang­lífi hug minn all­an. Ég er að fara af stað með hlað­vörp­in og heima­síðu sem held­ur ut­an um efn­ið ef ég fæ styrki og stuðn­ing til þess,“seg­ir Helga.

ÉG KANN BARA AÐ VERA HEIÐARLEG OG ÉG ÁKVAÐ BARA AÐ LÁTA EKKI EIN­HVERJA KARLA ÚR VIЭSKIPTA­LÍF­INU SMÁNA MIG. ÞVÍ ÞANNIG ER ÞAÐ, ÁKVEÐNAR OG KRAFTMIKLAR KON­UR ERU SMÁNAÐAR FYR­IR AÐ SÝNA FESTU.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK

„Ég hef eytt ferl­in­um í að vinna í þágu annarra. Nú er ég að að gera þetta fyr­ir mig og frels­istil­finn­ing­in er góð,“seg­ir Helga Arn­ar­dótt­ir fjöl­miðla­kona um að starfa sjálf­stætt.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANT­ON BRINK

„Ein­mana­leiki veld­ur lík­am­leg­um ein­kenn­um, til dæm­is bólg­um í lík­am­an­um,“seg­ir Helga. „Við er­um ná­læg í fjar­lægð.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.