Bar Refa­eli verð­ur kynn­ir

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Í gær var op­in­ber­að að of­ur­fyr­ir­sæt­an Bar Refa­eli verði ein af fjór­um kynn­um á Eurovisi­on í Ísra­el sem fer fram 14., 16. og 18. maí. Refa­eli er gríð­ar­lega þekkt enda ein glæsi­leg­asta kona heims og þá var hún í X-Factor þeirra í Ísra­el ár­ið 2013.

Næst­an skal telja Erez Tal sem kynnti keppn­ina í fyrra. Tal er reynd­ur í sjón­varpi en hann hef­ur stýrt Big Brot­her í heima­land­inu og þá bjó hann til The Vault sem 23 þjóð­ir hafa keypt rétt­inn á. Eng­inn ann­ar ísra­elsk­ur þátt­ur hef­ur ver­ið seld­ur til svo margra landa.

Assi Az­ar er Logi Berg­mann þeirra Ísra­ela, þekkt­asti sjón­varps­mað­ur lands­ins, og sú fjórða er Lucy Ayoub, einn þekkt­asti YouTu­be-ari Ísra­els. Hún kynnti stig lands­ins í fyrra í Lissa­bon.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.