Styrk­ir úr End­ur­mennt­un­ar­sjóði grunn­skóla 2019

Fréttablaðið - - ATVINNUAUGLÝSINGAR/JOB.IS -

Stjórn Náms­leyf­a­sjóðs aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um í End­ur­mennt­un­ar­sjóð grunn­skóla vegna end­ur­mennt­un­ar­verk­efna skóla­ár­ið 2019-2020. Þeir sem hyggj­ast standa fyr­ir end­ur­mennt­un fyr­ir fé­lags­menn í Fé­lagi grunn­skóla­kenn­ara (FG) og Skóla­stjóra­fé­lagi Ís­lands (SÍ) geta sótt um fram­lög úr sjóðn­um, þar á með­al grunn­skól­ar, skóla­skrif­stof­ur, sveit­ar­fé­lög, há­skól­ar, símennt­un­ar­stofn­an­ir, fé­lög, fyr­ir­tæki og aðr­ir. Gert er ráð fyr­ir að end­ur­mennt­un­ar­verk­efn­um verði að fullu lok­ið eigi síð­ar en við lok skóla­árs­ins 20192020. Verði ekki unnt að ljúka nám­skeið­um inn­an þeirra tíma­marka fell­ur styrk­veit­ing nið­ur. Stjórn sjóðs­ins hef­ur ákveð­ið að allt að þriðj­ungi ráð­stöf­un­ar­fjár verði út­hlut­að til verk­efna sem tengj­ast eft­irfar­andi áherslu­svið­um: • skóli marg­breyti­leik­ans

• heil­brigði og vel­ferð nem­enda

• efl­ing ís­lenskr­ar tungu í öll­um náms­grein­um Um­sækj­end­um er gert að sækja um á ra­f­rænu formi á heima­síðu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, www.sam­band.is. Um­sókn­ir á öðru formi verða ekki tekn­ar gild­ar. Ekki er tek­ið á móti við­bót­ar­gögn­um og því verða all­ar upp­lýs­ing­ar að koma fram í um­sókn­inni. Í um­sókn­um skal gefa ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hvers kon­ar end­ur­mennt­un um­sækj­andi hyggst bjóða, m.a. inni­hald, skipu­lag og markmið verk­efn­is/nám­skeiðs, stað og tíma, áætl­að­an fjölda þátt­tak­enda, fyr­ir­les­ara, ábyrgð­ar­mann og ann­að það sem máli kann að skipta við mat á um­sókn­um. Einnig skal til­greina áætl­að­an kostn­að. Þær um­sókn­ir ein­ar koma til álita sem sýna fram á að end­ur­mennt­un­ar­verk­efn­in mæti þörf­um grunn­skól­ans, séu byggð á skóla­stefnu, að­al­nám­skrá, fag­mennsku og gæð­um. Styrk­ir eru ein­göngu greidd­ir vegna launa­kostn­að­ar fyr­ir­les­ara. Ann­ar kostn­að­ur er ekki greidd­ur. Þeg­ar fyr­ir ligg­ur ákvörð­un um hverj­ir fá styrk verð­ur gerð­ur sér­stak­ur samn­ing­ur um hvert end­ur­mennt­un­ar­verk­efni. Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 21. fe­brú­ar 2019. Stefnt er að því að svar­bréf ber­ist um­sækj­end­um fyr­ir apríllok 2019. Regl­ur um End­ur­mennt­un­ar­sjóð grunn­skóla er að finna á heima­síðu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, www.sam­band.is og eru um­sækj­end­ur hvatt­ir til að kynna sér þær. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um End­ur­mennt­un­ar­sjóð grunn­skóla veit­ir Kl­ara E. Finn­boga­dótt­ir í síma 515 4900 eða í tölvu­pósti á kl­ara.e.finn­boga­dott­[email protected]­band.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.